Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Page 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Page 28
420 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sögur úr lífi Esóps, hins ódauðlega dæmisagnahöfundar Þrælakjör. sóp er mesti dæmisagnahöf- nndur allra Grikkir töldu hann einn af sjö mestu andans mönnum þjóðarinnar. Hann var af þrælakvni í Phrygiu, og ólst upp við þau eymdarkjör sem Grikkir ljetu þrælum í tje 600 árum f. Kr. Þá undirokuðu þeir þræla sína eins og þeir væru lægra settir í mannfjelaginu en dýr. Esóp var veikbygður, ófríður kryplingur. Enn í dag er til marm- aramynd af honum, sem álitið er að sje mjög lík þessum einkenni- lega manni, er náttúran gaf svo sjaldgæfa sál, og svo ljótt útlit. Lítið sem ekkert vita menn um bernsku Esóps og uppvaxtarár. Þegar fyrst frjettist af honum, er hann í þrælalest á leið til þrælamarkaðar í Ephesus. Far- angrinum var skift milli þrælanna, áður en lagt var af stað. Esóp bað fjelaga sína um það, að hann fengi ekki of þunga byrði. Það var auðsjeð á útliti hans, að hann hafði fulla ástæðu til að biðja þeirrar bónar. Því lofuðu þeir honum að velja úr bögglunum. Hann tók nþp hvern böggulinn af öðrum, og valdi loks ekki þann Ijettasta. Það var karfan með brauðinu sem þeir áttu allir að hafa í nesti. Þetta þótti þeim fje- lögum hans skrítið. Og þeir drógu dár að honum. Nú tóku allir bvrðar sínar, og lögðu af stað Esóp rogaðist áfram með sína körfu. Honum tókst að koma henni fyrsta áfangann af þrem. Er áð var settust þeir fje- lagar að snæðingi (úr körfu Es- óps). Síðan var karfan helmingi ljettari. Enn var áð. áður en dag- ur var að kvöldi. Þá var borðað það sem eftir var. Eftir það gat Esóp skoppað eftir veginum með tóma körfuna. Þá sáu þeir fvrst fjelagar hans, að kryplingurinn er þeir hlógu að hafði vit í koll- inum. Esóp seldur á torginu. Er komið var til Ephesus, var farið með þrælana á markaðstorg- ið, og þeir dubbaðir ý sín bestu föt. Sett var merki á þá hvern fvrir sig, og skrifað á þau, til hvers hvern væri helst hægt að nota. Brátt voru allir seldir, að þrem undanskildum, það var ræðu- maður í grískum raöttli, hljóð- færaleikari og svo kryplingurinn. Að lokum bar þar að hinn fræga heimspeking Xanthos, þar sem þessir þrír þrælar stóðu til sölu. Hann spurði ræðumanninn, hvað hann gæti gert. Alt .... Alt. sagði hann. Þá spurði hann hljóðfæra- leikarann sömu spurningu. Hann svaraði; „Hvað sem vera skal“. Þegar Esóp var síðan spurður, svaraði hann auðmjúklega að úr því hinn vitri vinur sinn sem stæði hægra megin við sig gæti alt, og sá til vinstri hvað sem væri, þá væri ekkert eftir handa honum að gera. Þetta var nóg fyrir Xanthos til þess að hann sæi, að kryplingur- inn var sá einasti þeirra, sem skvnsamur var. Hann tók því Es- óp tali, og hafði mikla ánægju af viðræðunni við hann, því Esóp leysti iir öllum spurningum bæði fljótt og skarplega. „Ef jeg kaupi þig“, spurði Xanthos, „ætlar þú þá að verða dyggur maðurf' ,.Það er jeg og það verð jeg hvort sem þú kaupir mig eða ekki“, svaraði Esóp. Xanthos sá, að hann hafði hlaupið á sig, og ætlaði að klóra í bakk- ann. Hann sagði því: „Jeg á við að þú ætlir ekki að strjúka". Þá brosti Esóp upp í opið geðið á Xanthos og sagði: „Hefir þú nokkurn tíma heyrt að fugl í búri sagði eiganda sínum að hann ætl- aði að strjúka?" Nú var Xanthos það ljóst, að hjer var um óvenjulegan mann að ræða, og því spurði hann fyrir hvað hann gæti fengið þenna ves- ling keyptan. Þrælasalinn hafði aldrei búist við að fá neitt veru- legt fyrir Esóp. En fyrir hina tvo heimtaði hann hátt verð. Og því segir hann: „Ef þú kaupir annan hinna, þá skal jeg gefa þjer Esóp í kaupbæti“. Xanthos borg- aði það sem upp var sett, og fór með sína nýkeyptu þræla heim til sín. ★ Varðveit oss frá vatni, eldi og vondum konum. Xanthos vissi vel að kona hans myndi verða önug í skapi er hún sæi hinn nýja þjón, og því reyndi hann að halda fram við konu sína öllum góðum eiginleikum Esóps. En þegar Esóp var leiddur fram fyrir húsmóðurina varð hún æfa- reið. Að lokum tapaði Xanthos þolinmæðinni við fortölur sínar, og bað nú Esóp sjálfan að leggja eitthvað til málanna, en hann hafði hlustað steinþegjandi á orða skifti húsbænda sinna. Esóp gekk nú fyrir húsfreyju og vitnaði í málshátt einn grískan, sem hljóð- ar á þessa leið; „ó, herra varð- veit oss gegn eldi, vatni og vond- um konum“. Því miður segir sagnritarinn ekkert frá því, með hvaða orð- um Esóp tókst að sefa reiði hixs- freyju í það sinn, eða vinna hylli hennar. Sagt er frá því, að Esóp var mjög þakklátur fyrir að hafa kom- ist á heimili þetta. Hjer gat hann auðgað anda sinn á ýmsan hátt, og var með hann farið sem vin. Enda styrktust vináttuböndin milli hans og húsbónda hans, er heimilis-hamingjan var öll að fara út um þúfur, en hann bjargaði öllu saman. Kona Xanthos var af háum stig- um. Hún var bæði fögur og rík og framúrskarandi ráðrík. Eftir því sem Xanthos var henni eftir- látari, eftir því varð hún heimtu- frekari. Þau unnust að vísu hug-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.