Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Page 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Page 30
422 næst um bikar stóran, og láttu fylla hann méð sjó. Taktu bikar- inn, og haltu honurn hátt, svo fólkið sjái hann. Því næst skalt þú segja: Hafið er mjer skylt að drekka, en ekki fljótin sem renna í það. Stíflið því öll fljót og alt aðrensli til hafsins, því mjer er ekki ætlað að drekka nema hafið hreint. Ekkert stendur um það í skilmálunum að jeg eigi að dreltka fljótin líka“. Þetta fór sem Esóp hafði ætlast til. Andstæðiugar Xanthosar urðu að viðurkenna, að þeir hefðu tap- að. ★ Hvernig Esóp fjekk frelsi sitt. Esóp fór í fyrsta sinni fram á það að fá frelsi, er húsbóndi lians bað hann að ráða fram úr áletrun sem var á legsteini einum, en hann ekki einasta rjeði letrið, heldur fann út, á hvaða stað sjóður gullpeninga var fólginn í jörðu. En þó Xanthos hefði boðið hon- um frelsi, þá dróg hann von úr viti að sleppa kryplingnum frá sjer, og notaði alskonar brögð til þess að halda honum kyrrum. Seinna kom það fyrir, að ráðið í Samos ba ðhinn nafntogaða heim- speking Xanthos um að ráða fyr- irboða einn, sem allir borgarbúar voru skelfdir af. Xanthos reyndi árangurslaust að ráða þá gátu, og bað Esóp um að hjálpa sjer úr þeim vanda. Nú var Esóp ráðinn í því að nota tækifærið til þess að verða frjáls maður. Hann sagði Xanthos ekki ráðninguna, en stakk upp á, að hann færi sjálfur á fund ráðsins, og gerði þar grein fyrir ráðningu sinni. Xanthos fjelst á það strax, því hann var feginn að vera laus allra mála. Þegar Esóp var kominn á fund ráðsins, spurði hann fyrst, hvort það væri leyfilegt að þræll þýddi fyrirboða. Því fögin mæltu ekki svo fyrir. Því stakk hann upp á, að ráðið leysti sig úr þrældómi, áður en hann legði fram ráðningu sína, svo eigi yrði lagabrot fram* ið. Allir fjellust á, að svo skyldi gert, og var það samþykt ein- róma. En Xanthos afsalaði sjer öllu lausnargjaldi. Að svo búnu gaf Esóp svohljóð- andi skýringu: LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Örninn, sem þjer hafið sjeð, er konunglegur fugl, og þýðir mikill konungur. Að hann hefir látið hring einn falla í skaut þræls, þýðir, að þjer missið frelsi yðar, ef þjer gætið ekki að yður í tíma“. Þetta þóttu mikil tíðindi, og biðu menn með óþreyju eftir því hvað fram kynni að koma. ★ Hann yfirvann þann sterkasta. Skömmu síðar sendi Krösus kon- ungur sendimenn til Samos, og hótaði stríði ef houum yrði eigi greiddur skattur. En nú báru Samosar svo mikið traust til Es- óps, að þeir sendu haun til kon- ungs, ásamt fleiri sendimönnum. Krösus rak strax augun í það, hve Esóp var lítill fyrir mann að sjá, og neitaði sjer ekki um að auðmýkja hann, með því að segja við einn af ráðgjöfum sínum: „Er þetta maðurinn, sem ætlar sjer að koma í veg fyrir að jeg fái yfir- ráðin á Samos“. Esóp hafði ekki mælt orð af vörum. En nú sagði hann, og byrjaði með dæmisögu, eins og hans var vandi: „Eitt sinn var ungur drengur, sem var að veiða skógar-engi- sprettur. En hann naði smáengi- sprettu einni. Hið saklausa dýr sá að drengurinn ætlaði að stytta því aldur, og bað um líf með svofeldum orðum: Ó, aldrei hefi jeg gert neinum mein, enda hvorki get jeg slíkt nje vil. Jeg vil ekk- ert annað en syngja. Hvaða gagn ætlar þú að hafa af dauða mín- m? Unglingurinn komst við og slepti saklausu dýrinu. Yðar há- tign, hefir saklaust smádýr fyrir framan sig. Það einasta sem jeg hefi mjer til ágætis er röddin, sem jeg liefi altaf notað mannkyni til gagns. Viljið þjer hlýða á orð mín, yðar hátign?“ Konungur varð svo hrifinn af lítillæti mannsins og fögru orð- um, að hann undirskrifaði nokkr- um mínútum síðar sáttmála við sendinefndina, er hún var ánægð með. Er Esóp kom til Samos var hon- um tekið sem sigurvegara, bg var gert af honum líkneski í heiðurs- skyni. Seinna kom hann í heimsókn til Krösusar. Þar eð hann vildi hitta sjö vitr- ustu menn Grikklands, og kynn- ast þeim, fór hann á fund þeirra Hann hitti þá í Koriuth. Því næst fór hann til Babylon. Þar settist liann að við konungshirðina. ★ Æfilok. Seinna var hann kallaður til Delphi. Hann fór þangað með eft- irvæntingu. En þar fann hann fyrir fanatíska goða sem á hinn lúalegasta hátt hugsuðu um að auðga sjálfa sig. Þetta hafði svo mikil áhrif á hann, að hann samdi dæmisögu, sem endaði á þá leið að hann líkti goðunum við skíta- hrúgu. Er þeir heyrðu þetta komu þeir sjer saman um að ryðja Esóp úr vegi. Og þeir gerðu það á svo svívirðilegan hátt, að þeir færðu sönnur á, að sagan sem Esóp gerði um þá var á rökum bygð. Gullbikar var stolið úr hofinu. Þeir fólu hann í farangri Esóps Er bikarinn fanst og Esóp var kærður reyndi hann alt kvað hann gat að sanna sakleysi sitt. En það kom fyrir ekki. Hann var dæmdur til dauða, og honum varpað fyrir björg. En morðingjar hans voru of seinir til þess að taka hann af lífi. Því hið eiginlega líf slíkra manna byrjar þegar þeir deyja hinum líkamlega dauða — 'hið eilífa líf hinna ódauðlegu. (Lausl. þýtt úr „Auslese").

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.