Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Qupperneq 6
398
LESBÓK MORGTTNBLAÐSINS
okkur til þess að fá að fylgja okk-
ur um bæinn. Var þar bæði fót-
göngulið, eins og á Austurlönd-
um, en auk þess fjöldi stríðsvagna
með herfilegustu bikkjum fyrir
og svo loks „vjelahernaður“ í
mynd og líking bílskrjóða. Allir
vildu fá að teyma okkur eða aka
okkur um þessa merkilegu staði.
Prófessor Laserson var um stund
dálítið veikur fyrir þeim. Hann
talaði líka ýmisleg mál, sem þeir
skildu. En tíminn A’ar til allrar
lukku of naumur, og við ákváð-
um, að taka borgina „á löpp“, og
gengum liátíðlega inn um bið
aldna hlið.
*
Það voru mikil viðbrigði að
koma inn fyrir þennan feikna
borgarmúr.
Þar tók við gamallegur og á-
kaflega fátæklegur borgarhluti.
Húsin voru ræfilsleg og alt skitið
og krókótt. Torg var þar, með
brunni að mig minnir. Þetta var
hverfi Múhameðsmanna, og minar-
rettur sáust þar á stöku stað
sperra sig upp úr kösinni. Þetta
hefir víst samt verið einhver að-
algata, því að allstaðar voru búð-
ir með ómerkilegum varningi.
En þegar við höfðum gengið
um stund fóru göturnar heldur en
ekki að þrengjast og verða skugga
legar. Ekki var þó fólkið síður
skuggalegt. Karlar og kerlingar
sátu þar eða rjátluðu um og gutu
augunum illilega til okkar. Krakk
arnir báðu varla einu sinni um
aura, svo illur bifur stóð hjer af
okkur. Og þegar gatan fór sí-
versnandi töldum við ráðlegast að
snúa við, og vita hvort við kæm-
umst ekki til baka. Skal jeg ekki
segja, hvort við fórum sömu göt-
ur aftur, en eftir góða stund könn
uðumst við við umhverfið, og kom-
umst þá von bráðar að borgar-
hliðinu mikla.
Svona var hún þá þessi Rhodos,
þar sem skrumarinn þóttist hafa
gert hið mikla heljarstökk. Hún
var miklu líkari því, að þar ætti
að liggja í kör eilíflega.
En þá var að prófa aðra átt
Gengum við þá norður með múrn-
um, og þar komum við í miklu
skárri borgarhluta, nokkumveg-
Borgarhliðið á Rhodos.
inn að Evrópusið. Fórum við þar
gegnum borgarmúrinn, landmegin,
yfir afarbreitt borgarsíki, innan
um hrúgur af fornum fallbyssu-
kúlum úr steini, og komum þá á
mikið ávaxtatorg.
Þar ruku farþegamir í það að
kaupa ávexti, því að heldur þótti
nísku kenna um þá hluti á skip-
inu. Og þarna var nóg hægt að
fá! Þvílík lifandi undur. Ef þær
hrúgur væru komnar hjer á Lækj-
artorg. Og fyrir það verð. Jeg er
aldrei mjög ginkeyptur fyrir á-
vöxtum, en til þess að vera ekki
út úr öllu tók jeg sem svaraði
einni krónu og bað um vínber.
Jeg fjekk svo stóran poka, að jeg
var ekki búinn úr honum þegar
jeg kom til Ítalíu. Jeg get hugs-
að mjer þröngina hjer, ef þetta
byðist.
Eftir þetta löbbuðum við klyfj-
uð ávöxtum áleiðis til skipsins,
því að nú leið að brottfarartíma.
Kastalinn gnæfði með turnum sín-
um og tindum lijer rjett fyrir of-
an. Hann sýnist vera alveg eins
og nýr, enda kvað ítalska yfir-
stjórnin hjer hafa þar aðsetur sitt
og skrifstofur. Alt er hjer stórt
og mikilfenglegt, sem er frá liðna
tímanum. En alt heldur vesaldar-
legt af því, sem við sáum, frá nú-
tímanum — nema ávaxtahrúg-
urnar.
★
Og svo var haldið af stað. Nú
var hjer komið annað stórskip á
lægið. „Theophile Gautier" stóð á
því. Bærinn er langfallegastur að
sjá hjeðan utan að. Óhreinindin
sjást ekki og húsakösin leynist,
karlarnir og kerlingarnar eru í
hvarfi. En hjeðan sjást múrarnir
með skörðum sínum og turnum,
ljósleit hús og háir, grannir mina-
rettar. Bak við er skógur og síð-
an hæðir — alt „makalaust pent“.
Þegar Galílea skríður norður með
og kemst fyrir hafnargarðinn
mikla með mjóa vitanum, kemur
í ljós önnur höfn, miklu fallegri
en hin. Hún er víst ný og þar
eru stórhýsi í landi, hlaðin úr mis-
litum steinum í fallegum litaflöt-
um. Fyrir höfninni eru langir
hafnargarðar og sín súlan á hvor-
um garðenda. Uppi á annari er
varginjan rómverska, en á hinni
er hjörtur með miklum hornum,
bæði logagylt. Það er ítalskt —
gæti næstum því staðið við Pia-
zettuna í Feneyjum.
En fallegust er snjóhvít bað-
strönd, sem er hjer á nyrsta odda
evjarinnar og sjórinn þar fram
undan. Hann er í öllum litum frá
ljósgulu niður í purpurarautt, í
undarlegum surrealistiskum rönd-
um.
Það er haldið vestur með.
Knidos-nesið kemur brátt í ljós,
suðvesturangi Litlu-Asíu. En síð-
an er opið Eyjahafið fram und-
an — Arkípelagus — og Grikk-
land á morgun.
Mjer datt í hug vísan, sem Þor-
steinn bróðir minn orti á sínum
ungdómsárum um Alexander
mikla, og fleyg er orðin:
Arkipela- yfir gus
öðling sigla náði,
svo á omní- einum bus
ók á Persaláði.
Um kvöldið þegar dimt var
orðið söfnuðust menn saman á þil-
farinu og horfðu á Bíó. Veðrið
var unaðslegt. Á Ijereftinu var
nýmóðins reyfari. En ef litið var
út af borðstokknum sást bjarm-
inn af tunglinu á glitrandi bláum
haffletinum, en dularfullar kletta-
eyjar svifu framhjá, eyjar Odys-
sevskviðu.
En það er önnur saga.