Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Page 16
408
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
SkemtiferSafólkiS á Lœkjartorgi, er það kom úr Geysisförinni. Myndin tekin í vestur, eftir Austurstraeti.
Lengst til vinstri á myndinni er Geir Zoega. Nr. 8 frá vinstri er Mrs. Burns, og þar næst Mr. Burns, en Anthony
Trollope er sjötti maður frá hægri, hvítskeggjaður maður á gráum hesti. Hann var þyngstur allra í förinni, og
hefir því sennilega verið valinn handa honum stólpagripur sá, er hann lýsir og honum fjell ekki við.
ólga í hvernum oftar en einu
sinni, að skálin tæmdist.
Kemst höf. að þeirri niðurstöðu,
að enda þótt hverirnir þarua hafi
þótt merkilegir, er menn fundu þá
fvrst, þá sjeu hverir Nýja Sjá-
lands snögt um tilkomumeiri. En
þar hafði hann verið. Nú sjeu
Haukadalshverirnir orðnir ,,annars
flokks“ hverir í heiminum.
Aðal skemtunin var að láta
Strokk gjósa. En Strokks-gosi lýs-
ir Trollope á þessa leið: „Geysir
annar“ hefir fengið nafnið Strokk
ur. Strokkur er ljótur og illa út-
lítandi, en hlýðinn hver. Hann
hefir enga hveraskál með sjóðandi
vatni eins og Geysir I., er ekki
annað en sjö feta víð hola, og er
hægt að ganga alveg út á barm-
inn og heyra krauma og sjóða eins
og í katli niðri í hvernum. T
„katli“ þessum er leðja og
óþverri. En vatnið í Stóra Geysi
er blátært. Þessi Geysir „annar“
gýs ef hann fær sinn ákveðna
skamt af fæðu. Vaninn er að flytja
vagnhlass af torfi og mold að
hvernum og ryðja því öllu ofan í
hann í einu, hvort. sem hvernum
líkar þessi inngjöf betur eða ver.
Nú sýður og vellur í honum hálf-
an tíma, þangað til hann kastar
öllu upp úr sjer með gauragangi
og spýtir um leið ríkulega sjóð-
andi kolmórauðu vatni í alt að 60
feta hæð.
Er áliðið var næsta dags var
lagt af stað til Þingvalla, og
komið þangað kl. 3 um nótt. Þá
voru tjöldin og annar farangur
ekki kominn þangað, svo alt ferða-
fólkið fjekk að sofa í kirkjunni.
Segir Trollope frá ókyrð, sem hafi
orðið þar um nóttina, er gestirnir
voru smeikir um að hefði getað
reitt prestinn til reiði. En það var
ekki. Presthjónin voru hin alúð-
legustu við þessa gesti staðarins
alt til skilnaðarstundar.
Þannig var háttað gisting í
kirkjunni, að kvenfólkið svaf inni
í kór, en karlmennirnir á kirkju-
gólfinu, eins og sjest á meðfylgj-
andi mvnd. En konurnar urðu
gáskafullar í kórnum, og komust
ekki út og inn um kirkjuna, nema
að fara alt torleiðið yfir bekkina.
Kirkjuklukkum var líka hringt,
þrátt fyrir ströng fvrirmæli um
að raska ekki svefnfriði.
Daginn eftir voru Þingvellir
skoðaðir að nýju, og um nóttina
farið til Reykjavíkur. Þangað var
komið kl. 6 að morgni og þá tekin
ljósmynd af öllum hópnum í Lækj
artorgi, og þótti vel takast af svo
mörgum mönnum á hestbaki.
Síðan hjelt þessi frðamannahóp-
ur út í skip sit.t og heim til Eng-
lands. Hermir ferðasaga Trollopes
lítið um það, sem gerðist í heim-
ferðinni.
Oorsteinn Erlingsson
FRAMH. AF BLS. 403.
Daginn sem við fórum færði sr.
Kjartan honum þessi erindi, þar
sem hann þakkaði Þorsteini kom
una og veruna með þessum orð-
um:
Af visku, kærleik, von og trú,
jeg veit mig oft svo nauða snauð-
an.
Vikan þessi varð mjer drjúg,
að viða í þetta sultarbú.
Okkar á milli er einhver brú,
sem endist spái’ jeg
fram í rauðan dauðann.
Mér fanst mig vanta björg í bú
og blómin kala, sem jeg reyni að
yija.
Til mín erindi áttir þú,
alt er í blóma hjá mjer nú,
sumarvonir, sólskinstrú
sendirðu öllum er þig vilja skilja.
„Jeg er að vona, að kvæði Þor-
steins eigi eftir að senda mörg-
um yl og sólskinstrú í framtíð-
inni“, segir Guðrún.
Að svo mæltu hvarf jeg á
brott úr þessu húsi endurminn-
inganna, út í götuysinn og dag-
lega lífið.
V. St.