Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Page 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Page 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 413 kongsins Kaupmannahöfn, jafn- vel svo að hann hafi verið þrot- inn að heilsu þegar hann kom heim og verið orðinn geðbilaður að einhverju leyti, en foreldrar hans höfðu bæði orðið þunglynd og geðtrufluð átímabili æfi sinn- ar, svo að ekki átti hann langt að sækja þetta. Honum hefir líka eflaust, verið þungt í skapi út af afskiftum foreldra sinna og þá einkum móður sinnar, af ástamálum sínum. Jeg hefi áður getið þess, að honum var meinað að eiga Guðrúnu er hann elskaði með öllum funa fyrstu æskuástarinnar og svo var hon- um aftur synjað um að mega eiga Þórunni, sem hann líka elskaði og var orðin vanfær af hans völdum. Það bættist svo enn ofan á, að móðir hans, Val- gerður biskupsfrú, varmeð fyrir- ætlanir um að láta Jón eiga ein- hverja hefðarmey, sem hann hvorki vildi sjá nje sinna. Þetta alt lagðist svo þungt á viðkvæm- an hug hans, að á hann sótti þunglyndi og hugarvíl, sem náði svo föstum tökum á honum, að hann sá ekki aðra úrkosti, en að gera enda á lfi sínu. Það var 4. febrúar 1719, að þessi gáfaði og glæsilegi ungi maður rjeði sjer þannig bana, að hann tók inn eitur og andaðist í kjallarabaðstofunni á Hólum. Sagan segir, að eitrið, sem hafi verið skeiðvatn, hafi ekki verk- að snögt á Jón, svo að hann hafi sjeð sig um hönd eftir að hann var búinn að taka það inn, og þá hafi hann beðið um að fá að drekka nýmjólk úr þrílitri kú, sem var í fjósinu á staðnum, því að það var gömul trú að mjólk úr slíkum kúm hefði mótverk- andi áhrif á eitur. Jón fekk ný- mjólk að drekka, en það hjálp- aði honum ekki, eitrið hafði þeg- ar gripið hann heljartökum, og dó hann svo drotni sínum. Þeirri ótrúlegu sögu komu illgjarnar tungur á loft eftir dauða Jóns, að móðir hans hafi orðið þess valdandi, að hann fengi ekki að drekka mjólk úr þrílitu kúnni. Biskupsfrúin hafði átt að tefja fyrir því, að lyklarn- ir að fjósinu fyndust ekki fyr en seint og síðar meri og svo þegar mjólkin kom, átti hún að hafa skift um fötu og látið Jón son sinn drekka venjulega kúamjólk af því að hún hafi heldur viljað að hann dæi, en ætti Þórunni, sem henni þótti ekki nógu tigin og göfug til þess að verða tengdadóttir sín. ★ Þannig urðu það óblíð örlög þessa glæsilega læknis og lista- manns, að deyja aðeins 23 ára gamall, saddur lífdaga. Steini biskupi fjell afarþungt fráfall sonar síns, enda var hann öllum harmdauði, sem honum höfðu kynst. Til er prýðileg olíumynd af Jóni Bergmann, sem máluð hef- ir verið á Hafnarárum hans og sjer þar á, að hann hefir verið glæsilegt snyrtimenni. Hann er þar með vel greidda hrokkna hárkollu að þeirra tíma sið, með hvítt hálsbindi, í rauðum skar- latskyrtli og ljósblárri silki- skykkju. Allur svipur hans og yfirbragð ber órækan vott hins siðfágaða hefðarmanns. Mynd þessi hekk tvær aldir í dóm- kirkjunni á Hólum, við hliðina a olíumynd af föður hans, Steini biskupi, en nú er hún komin hingað suður og er á Þjóðminja- safninu. Þess skal að lokum getið, að Jóni Bergmann var fleira til lista lagt, en læknishæfileikarnir. — Hann var ágætt skáld og eru mörg falleg kvæði til eftir hann, svo sem mansöngur o. fl.*) *) Not.: Præ. Sighv. Blanda III. o. fl. « fl. Skák. Alþjóðaskákþingið í Argentínu. Hvítt: Einar Þorvaldsson (ísland) Svart: Holowach (Kanada). 1. d4, Rf6; 2. Rf3, dð; 3. c4, e6; 4. Bg5, Be7; 5. Rc3, 0—0; 6. e3, Rbd7; 7. cxd, (Einar ljek þetta afbrigði á móti Argentínumann- inum Pleci og Iranum Nash og báðum með góðum árangri. Stað- an verður einföld, en mjög erfið og vandasöm á svart) 7...exd; 8. Dc2, He8; 9. Bd3, Rf8; 10. h3, c6; 11. 0—0, Re4; 12. Bf4, Bd6?; (Tapar peði. Betra var 12..... Rd6; eða jafnvel f5, sem er þó enganveginn fallegur leikur) 13. RxR, BxB; 14. pxB, pxR; 15. Bxe4, Be6; (Ef 15....Dd6; get- ur hvítt að vísu ekki valdað peð- ið á f4, án þess að gefa annað peð, en hins vegar getur hvítt þá leikið 16. f5, og biskupinn á c8 er mjög illa settur) 16. Hfel, Bd5; 17. g3, BxB; 18. HxB, Dd7; 19. Kg2, Dd5; 20. He5!, HxH; (Ef 20 ....Dd7; þá 21. De4, og hvítt nær annað hvort uppskiftum á þungu mönnunum eða sjöundu lín- unni) 21. dxll!, (Hvítt liefir nú 5 peð á móti 3 kongsmegin og nær þar af leiðandi sóknarstöðu) 21 ....Hd8; 22. Db3, Dd7; 23. Hel, Re6; 24. Dc3, c5; 25. De4, Db5; 26. f5!, Rd4; 27. e6!, pxp; 28. RxR, pxR; (HxR virðist ekki betra) 29. Dxp+!, Kh8; 30. f6!, g6; 31. f7 (Fljótvirkara var 31. De7, Hg8; 32. f7, og ef svart bjargar hróknum, þá annaðhvort f8D+, eða Df6 mát) 31.......... Kg7; 32. De8, Dd5+; 33. Kgl, Dd6; 34. He7, Dxll; 35. DxD, Hf8; 36. De5+, og svart gaf nokkrum leikjum seinna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.