Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Síða 4
396
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Dr. theol. Magnús Jónsson prófessor:
Smávegis
biskup Víd
m
L
Tindamir og flatneskjan
egar litið er yfir sögu lands-
ins verður það ekki ósvip-
að því, er litið er yfir mikið og
vítt land af háum tindi. Augað
nemur staðar við fá sjerkenni,
svo sem háa fjallstinda, mikil
vötn eða ár, fjölbygða bæi eða
annað slíkt. Hitt alt hverfur í blá-
inn og sjest ekki fyr en nánar
er að hugað. Af sjónarhóli sög-
unnar sjáum vjer fyrst fáa við-
burði, er úr hafa skorið um örlög
kynslóðanna, stefnur, er hafa sett
mót sitt á tímabilin — og svo
nokkra einstaka menn, er gnæfa
eins og háir tindar úr öldum
fram.
Einn þessara tinda er Jón
biskup Vídalín, eða „meistari
Jón“, eins og hann hefir oft heit-
ið í alþýðumunni. Um þann tind
leikur mikill bjarmi, dálítið rosa-
legur að vísu, eins og þar væri
útsynningur á ferð, en mikill í
litskrúði sínu og svo frábær, að
ekki fær dulist, jafnvel ekki inn-
an um þá skýjaklakka og óveð-
ursský, sem umhverfis hann þyrl-
ast. Hann gnæfir upp úr þeim í
ljóma sínum, litrófi og tign.
Jón Vídalín er uppi á óskemti-
legum tíma í sögu vorri og
versnandi. Hann er fæddur árið
1666, skömmu eftir erfðabylting-
una í Kópavogi, og embættisár
hanS á biskupsstóli, 1697 eða 1698
ef talið er frá því er hann tekur
biskupsvígslu, og kemur heim til
embættis síns, til 1720, er illur
tími á flesta lund. Efnahag þjóð-
arinnar er farið að hraka óskap-
lega undir áhrifum ills árferðis og
ókjara í verslunarháttum, og ald-
arháttur allur er hroðalegur. Er
lítill möguleiki að rekja það hjer,
og er þó engum manni vel lýst
nema umhverfi hans sje gaumur
gefinn að nokkru. Verður því að
treysta á það, að þetta sje flest-
um nokkuð kunnugt. En hvar sem
litið er á umsagnir manna frá
þessum árum, kveður við sama
tón.
„Vont fósturland“.
Árni Magnússon, vinur Jóns
Vídaiíns, segir t. d. í einu af
hrjei'um sínum til Þormóðs Torfa-
sonar, að hann fýsi ekki mjög
heim til íslands. Hann geti að
vísu ef til vill fengið þar vara-
lögmanns embætti, en „þar eru
við 200 Rixdaler ungefehr (h. u.
b.); einginn kann þar af lifa,
nema sjái til að gjöra gott partie
á íslandi; hvar er það, eða hvörs
er vert að binda sig þar niðurf
Eg vildi gjarnan allstaðar ann-
arsstaðar heldur lifa. . . . Frá ís-
landi er ei annað að heyra en alt
ilt, svo þar hefir aldrei verra ver-
ið . . . .“ Grunnavíkur Jón kall-
ar ísland beiniínis „mitt vonda
fósturland“. Þetta var hljóðið í
þessum góðu mönnum. Árni
segir í þessu sama brjefi, að þeir,
sem í íslandsferðum sjeu, telji
ráðlegra að taka heldur hvaða
hringjarastöðu, sem fást kynni í
Danmörku, en að fara til ís-
lands. „Biskup sunnanlands (Þórð-
ur Þorláksson, fyrirrennari Vída-
þns) sagður í temmilegum skuld-
um við Danska“. Svona var þá
búið að biskupinum.
Var þetta tóm óþjóðrækni og
illgirnif Ekki skal jeg um það
dæma, en líku máli tala þings-
vitni, er tekin voru víða um land
ið, áður en Gottrup lögmaður fór
ferð sína á konungsfund 1701. Um
Mulasýslu segir t. d.: „Hjer hryn-
ur fólkið hvað ^ftir annað niður
úr hungri og dýrtíð, og ekki minn-
ast elstu menn hjer í sýslu þess,
að annað eins árferði hafi yfir
gengið jafnlengi og samfelt. . . .
Prestar og þjónar Guðs orðs eru
nú einnig komnir á vergang“. Um
Skagaf jörð segir t. d.: „Hvað
við víkur dauða fólks hjer í
Hegranessýslu úr hungri og dýr-
tíð, þá getum vjer ekki lýst því
eins og það raunverulega er, því
að það hrynur daglega niður af
hungri, hraðar en svo að tölu
verði á það komið jafnharðan, og
er ekkert, svo að vjer fáum sjeð
með augum vorum, fram undan
(svo framarfega sem Guð og kon-
ungurinn ekki líkna oss í neýð
vorri) en að þjóðin (einn með
öðrum) deyi alveg út af hungri
og landið leggist algerlega í
auðn“.
Jafnvel þótt vjer drögum eitt-
hvað frá þessu fyrir barlóminum
þá verður samt eftir mynd af
ægilegri neyð. Enda staðfestir
saga næstu tíma það fullkomlega,
og jarðabók Páls og Árna gefur
góða skýrslu um það, hve öllu var
hrakað hjer á landi.
Drykkjuskapurinn.
Annað var í raun og veru eftir
þessu. Drykkjuskapur var hroða-
legur. Höfðingjarnir voru blind-
fullir að dæma og rexa um mál
manna á Alþingi ekki síður en
annarsstaðar. Raben stiptamtmað-
ur segir t. d.: „Nokkrir af þeim,
sem alþing sækja, og það einkum
menn af hærri stjettunum, koma
þangað til að gegna málum
drukknir og vitlausir og eins og
óarga dýr .... Það er með öllu
gagnstætt vilja konungs, að menu
þjóni rjettinum dauða-drukknir
og eins og skynlausar skepnur“.
Og almúgamenn notuðu helst það
litla, sem þeir gátu sjeð af til þess
að drekkja raunum sínum fáa
daga í því ódýra brennivíni, sem
jafnan fjekst í búðum einokunar-
kaupmanna, þó að hörgull væri á
flestum öðrum vörum.
Það er nokkurt merki um ald-
arháttinn, að annar eins dólgur
og Oddur Sigurðsson skyldi geta
vaðið uppi jafnlengi og raun var