Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
397
á. Voru þar og góðar fyrirmynd-
irnar að fara eftir, þar sem voru
embættismenn eins og Miiller amt-
maður og hinir raunverulegu
valdamenn í landinu, einokunar-
kaupmennirnir.
Þá bætti það ekki um siðfágun
og göfgi hugsunarkáttarins hvern-
ig lög voru og refsingar um þess-
ar mundir. Rjettaróvissan var af-
armikil, því að eftir ýmsu var
dæmt, Jónsbók, alþingissamþykt-
um eða konungsbrjefum eða
jafnvel geðþótta, og var livað eft-
ir annað reynt að fá einhvern
botn í þetta, án þess að úr yrði.
En refsingarnar vantaði ekki.
Menn voru hýddir svo að næst
gekk lífi þeirra fyrir litlar sakir,
brennimerktir fyrir hnupl og
drepnir fyrir meiri sakir. Á
hverju alþingi voru menn höggn-
ir og konum drekt meðan höfð-
mgjarnir sátu að veislum sínum,
en sumar sakirnar voru ekki
meiri eftir vorra tíma rjettarregl-
um en svo, að ekki væri dæmt fyr-
ir þær til smásektar.
Má jeg svo ekki eyða fleiri orð-
um að' þessu efni. En ekki er
furða þó að nokkrum rosalit slái
á þann fjallstind, sem í slíkum
óveðraham stendur.
M
SyseB’PCmtgtat
< «»5951*
M WúiísW
wt
Wb á 5
. ; 2tarn íöm Srfng. ;
SSklefcía ^döifttatttðKni
r . €S?*í$oftt»6hjift/
JpM*s* fotK
- . VJPAtrN..
' * paríutftt
gjjfjk 6ttjíui«9< i ít&ecnfn tt( {
m
TitilblaSiS á fyrstu útgáfu Vidalinspostillu.
n.
Ef hann hefði glatast kirkjunni
að var í raun og veru mikið
ólán, að Jón Vídalín skyldi
vera uppi á þessum tímum. Þéir
sýnast engu hafa bætt við hann.
En á hinn bóginn var ýmislegt
það í fari hans, sem vel var til
þess fallið að kippa undan hon-
um fótunum í þessum voðaflaumi.
Hann var hvorki líkur fyrirrenn-
urum sínum, prúðmenninu Þórði
Þorlákssyni og „konunginum“
Brynjólfi Sveinssyni R., nje eftir-
manni sínum, hinum járnharða
Jóni Árnasyni. Vídalín hefði ein-
mitt þurft að vera uppi á kyrrlát-
um tímum, og hættulitlum. Þá
hefði margt hið varasamara í fari
hans fengið að sofa í friði, en
skapstærð hans og átök hefðu
valdið því umróti, sem á hefði
borið. Það er varla hætta á öðru
en að hann hefði komið róti á
hvern lygnan poll. Þessi fjalls-
tindur er svo mikill og svo merki-
lega mótaður, að hann hefði not-
ið sín betur við heiðríkt loft en
vaðandi í rosaskýjum. Ef skipa á
Jóni Vídalín í einhverja hinna
fjögurra „skapgerða“, þá er
varla vafi á því, hvar honum er
búið sæti. Hann er „kólerískur",
skapstór, að eðlisfari.
í herþjónustu.
Þetta kemur þegar fram á fyrri
árum hans. Þegar hann hefir lok-
ið guðfræðinámi sínu í Kaup-
mannahöfn, hlaðinn lofi bæði hjer
heima og þar, kemur alt í einu
óvæntur hlykkur á leið hans. Jón
Halldórsson segir um þetta í
Biskupasögum sínum:
„Stór höfuð eru oft stórhuga
og standa til að brjótast fram
sem fljótast sjer til upphefðar;
svo og þar hann var bæði skarp-
ur og stórhugaður, þeinkti hann
Sjer mundi besta beinleiði til
frama og frægðar, að gefa sig
í stríðsmannsstjett og soldáts
þjónustu, hvað hann og gerði á
sama ári fyrir umtölur nokkra
hans kunningja af undir officer-
um, sem í orði ljetust strax eða
snarlega vilja gefa sig frá því
standi, en stoða hann og promo-
vera til sama embættis í sinn stað,
en varð þó ekkert af, svo þessi
fyrirtekt varð honum til stærstu
ánauða, en móður hans og náung-
um hjer í landi til mesta angurs,
svo honum varð ekkert úr þeim
fögru fyrirheitum. Þjenti hann
um 2 ár fyrir sljettan stríðsmann
í lágasta tilstandi, þar til land-
fógetinn Christoffer Heidemann
leysti hann, eftir innilegri bón
móður hans fyrir 24 rdr. eður 30
rdr. frá því standi“.
Svona er lífið og saga mann-
anna stundum. Hjer lá við að
kirkja íslands misti einn af bestu