Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Side 6
398
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
sonum sínum. Hver áhrif hefði
það haft á íslenska kristni, ef Jón
Vídalín hefði haldið áfram „paa
floden med Convojerne“, eins og
Árni Magnússon segir um hann í
brjefi frá 1690, í stað þess að setj-
ast á biskupsstól í Skálholti og
verða mesti ræðuskörungur kirkj-
unnarf Eða þá ef Hajlgrímur
Pjetursson hefði orðið vel metinn
kljensmiður í Kaupmannahöfn?
Passíusálmarnir og Vídalínspost-
illa, þessir tveir lýsandi vitar,
hefðu þá aldrei orðið tendraðir.
Og hve mörg eru þau ljós, sem
aldrei hafa tendruð verið vegna
einhverra álíka atvika? Um þess
háttar er jafnan gagnslaust að
spyrja, en sundlað getur mann
við hugboðið eitt saman.
Keji)tur laus.
Jón Vídalín slapp úr gini Ijóns-
ins. En skuggi hefir þetta jafnan
þótt á æfiferli hans. Jón Halldórs-
son er aldrei væginn í garð Vída-
líns þótt vel væri oftast með
þeim, og því lætur hann ekki hjá
líða að geta þessa. En ekki dett-
ur síra Jóhanni Þórðarsyni pró-
fasti í hug að víkja að því einu
orði í líkprjedikun sinni. Hann
segir, að eftir guðfræðiprófið
1689 hafi Vídalín framhaldið
„þessum sínum stúderingum með
loflegri kostgæfni og framför alt
til Annum Kristi 1691, en hans
aldurs 26., þá reisti hann þaðan
hingað“. Hefir hann líklega fóðr-
að þetta með því, að Vídalín hafi
stundað vísindi í frístundum. Á
það bendir t. d. það, sem Árni
Magnússon ritar Þormóði Torfa-
syni 4. mars 1690: „Inga sögu,
Innocenti III bannsbrjef ifir
Sverri et si quæ similia1) skal jeg
með fyrstu afskrifa láta, þá Jón
Þorkelsson aftur kemur; hann
..... kommer hiem til S. Michels-
dag“. Hjer var um gönuhlaup að
ræða, sem ekki þótti sæma minn-
ingu hins mikla kirkjuhöfðingja.
Er ekki ólíklegt að margt hafi
valdið því, að Jón fór í þetta flan.
Það var bágt útlit um lífvænlegt
starf hjer heima, en dæmin til
þess á hinn bóginn, að sumir
*) og ef um fleira er að ræða
af líku tagi.
fengu fljótan frama í herþjón-
ustu. Jón hefir verið ákafamaður
í æsku ekki síður en þegar hann
eltist og mikill hrókur alls fagn
aðar í fjelagslífi ungra manna
ytra. Má mikið vera, ef þessi ráð
hafa ekki verið ráðin við skál. Að
minsta kosti eru efndirnar því
ekki ólíkar. En þrátt fyrir alt
þetta verður að leita upptaka þess
og framkvæmd í skapferli Jóns.
Margt í biskupsstjórn hans ber
þess drjúgan keim.
m.
Harðorð brjefaviðskifti
U ramaferill Jóns Vídalíns hjer
•*- á landi er mjög hraður
Hann hefst í lægingu, eins og
vænta mátti eftir það, sem nú
var frá sagt.'Kom Jón árið 1691
hingað til landsins „fátæklega til
fara. Um haustið tók M. Þórður
(biskup Þorláksson) hann af
meðaumkvan og eftir bón náunga
hans“. En árið 1692 verður hann
kennari í Skálholtsskóla og 1693
dómkirkjuprestur, og „komst þeg-
ar í mikið gengi og kærleika, helst
eftir það biskupinn veiktist og
rjenaði fvrir honum ein og önn-
ur veraldarhvggja, svo hann var
í biskupsins nafni sendur til að
visitera hjer og hvar í stiptinu",
segir Jón Halldórsson. Þá verður
hann skamma hríð prestur í Görð-
um og árið 1697 er hann skipaður
biskup í Skálholti. Hann fer á 6
árum alla leið frá því að vera
gustukamaður á staðnum upp í
það að setjast á sjálfan biskups-
stólinn. Þá var hann 31 árs að
aldri.
óvarkár
fjármálamaður.
Eins og nærri má geta verður
ekki unt að rekja hjer biskups-
sögu Jóns Vídalíns. Verður að
nægja að drepa fingri niður á
einstaka atriði, er varpa Ijósi á
einkenni í fari hans. Mun það þá
koma í ljós, að það, sem dró hann
til þess að leita frama í herþjón-
ustu, hjelt að sumu leyti áfram
að móta persónu hans og athafnir.
Vídalín komst brátt f góð efni.
En fjármálastjórn hans var mjög
sjerstæð. Hann gat ekki lagt sig
' niður við neina smásmuglega bók-
færslu, heldur Ijet vaða á súðum.
Varð honum hált á því oft og ein-
att, en þó sjerstaklega ekkiu hans
eftir hans dag. Hann pantaði fisk
af Guðmundi ríka í Brokey, og
skrifar honum: „Jeg set yður í
sjálfdæmi um verðið á fiskinum,
annars bið jeg að fá kynni hið
mesta sem missa kunnið, en and-
virðið skal koma með mönnunum,
sem fiskinn sækja“. Þá er og sagt
í brjefum Vídalíns um það, að
hann tók bæði skólasveina og aðra
unglinga til sín án þess að hirða
um borgun. Er þetta næsta ólíkt
embættisbræðrum hans öðrum um
þessar mundir. Þar voru allir
reikningar nákvæmir og klögumál
ekki fá um smámuni eina.
Þetta er bæði kostur og galli á
Vídalín, má segja. En hitt er eng-
inn efi, að hjer er á ferð hinn
„flotti“ herra, sem leggur sig ekki
niður við það, að reikna í aurum
Hann vill heldur tapa en vera
smásálarlegur. Glæsimenska her-
foringjastjettarinnar höfðar ein-
mitt til manna af þessu skapferli.
Það er eins og Vídalín sje altaf
inni í glæsilegum samkvæmissal,
prúðbúinn í hefðarmannahóp, þar
sem ekki þarf að hirða um fje.
..Einn lítil-
látur herra“.
En þá er þó tvenns að minnast.
Annað er hjálpsemi hans við fá-
tæka, sem var einstök. En hitt er
látleysi hans, t. d. í klæðaburði.
Hann segir í brjefi til Rabensr
„Eitt er víst, að jeg og kona mín
klæðumst slíkum vaðmálsfötum,
bæði heima fyrir og á ferðalögum
og notum sjaldan annað, og svo
alt heimili okkar. Erum við ef til
vill af öðrum löstuð fyrir þetta“.
í líkræðunni segir svo: „1 sinni
daglegri umgengni var hann einn
lítillátur herra og hógvær, gest-
risinn og stórgóðgerðasamur . . .
en þó sjerdeilis við fátæka og
nauðstadda guðs vesalinga".
f svipuðum anda er biskups-
stjórn hans. Hann lítuð svo á, að