Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
399
Prjedikunarstóll
úr Stóranúpt-
kirkju, er Jón
Vídalín gaf kirkj-
unni. Hann átti
Stóranúp. Upp-
hafsstafir biskups
og konu hans eru
teiknaSir framan
á prjedikunarstól-
prestarnir sjeu „undir hans kom-
mando“ — það var ekki ólíkt her-
foringjanum — en er samt mild-
ur, rjettsýnni og aldrei smásmug-
legur. Þegar svo ber við, að hann
sýnist hanga í smámunum, þá er
það af því, að annað er bak við.
Það sýnist t. d. vera heldur lítil-
fjörlegt, þegar hann lætur prófast
setja sjera Jón Sigmundsson á
Þykkvabæ hjá í útbýtingu kon-
ungsskipunar um bæn fyrir heið-
ingjum! En þetta var liður í löng-
um og erfiðum deilumálum við
þennan prest, deilumálum, sem
Oddur Sigurðsson greip auk þess
inn í.
Þegar postillan
var að fæðast.
En jeg get ekki stilt mig um að
greina hjer nokkuð frá snurðu
þeirri, er hljóp á þráðinn milli
þeirra vinanna og höfðingjanna,
Vídalíns og síra Jóns prófast.s
Halldórssonar í Hítardal, af því,
að þessi atburður lýsir þeim báð
um í raun og veru mjög vel. Þá
varpar það og nokkuð ljósi á það,
hvernig Vídalínspostilla er til orð-
in. -
Milli þessara jafnaldra og nafna
var góð vinátta, enda voru þeir
lærðustu menn landsins og báðir
hinir mestu höfðingjar. En ólíkir
voru þeir að skapferli eins og eld-
fjall er ólíkt lygnri elfi og ekki
er æfisaga Vídalíns í Biskupasög-
um Jóns Halldórssonar eins hlý og
hefði mátt vænta af vini og sam-
starfsmanni.
Þegar Vídalín fór verulega að
gefa sig að bókagerð þótti honum
gott að senda nafna sínum ritin
til yfirlestrar, og 17. mars 1715
skrifar Vídalín Jóni á þessa lund
n\. a.;
„Nú hef jeg stóra bón til yðar,
Dne Præposite! Jeg hefi sýnst við
að skrifa nokkuð yfir evangelia
(guðspjöllin) árið í kring, en hefi
enn nú ekki þar af hreinskrifað
nema vetrarpartipn, frá aðventu
til trinitatis sunnudags, ef þá
hreinskrifað skal kalla; því að jeg
hefi corrigerað (leiðrjett) þar í
víða, þar jeg er aldrei ánægður
með sjálfan mig, þegar jeg las upp
aftur. Þó ætla jeg að það muni
lesið verða“. (Hjer er Vídalín
meiri spámaður en hann hefir get-
að grunað!)
„Nú er mín bón til yðar, sem
áður er getið, að þjer vilduð í
gegnum lesa minna vegna þann
síðari part af þessum commenta-
tionibus (skýringum), er jeg yður
nú sendi með þessari ferð. Eu
þann fyrri hefi jeg sent prófast-
inum sjera Þórði Jónssyni og beð-
ið hann að senda yður hann með
skilum, þegar yfir lesið hefir; en
yður bið jeg senda honum . . . .
o.*s. frv.“
Síra Jón Halldórsson tók þessu
hið besta: „Þakka jeg fyrir þá
stóru æru, að jeg mátti sjá yðar
góðu commentationes yfir evange-
lia; en þar sem óskið, að jeg
noteri (skrifi upp), hvað áfátt
þykir, þá er leitað ullar í hús til
geita .... Vil þó samt það yfir-
lesa eftir yðar ósk og tillögu“.
Snnrða á vináttu.
Síðari nnrturinn, sumarpartur-
inn, sem Vídalín var búinn að gera
upnkast að 1715, var ekki hrein-
skrifaðnr til yfirlestrar fvr en á
árinn 1717 og ætlaði Vídalín þá að
senda hann með sama hætti. En
þá var snurðan hlaunin á þráð-
inn, og lágu til þess tvenn atvik.
Þeo-ar sfra .Tón Halldórsson
sendi bisknpi <síðari partt) vetr-
arpartsins, hafði þar slæðst með
blað, sem átti ekki að vera þar.
Þó virðist mjer líka geta verið,
að þetta blað hafi borist biskupi
í hendur á annan hátt. En á þessu
blaði hafa verið einhverjar ónota-
legar athugasemdir um handritið
eða ræðurnar. Skrifar biskup síra
Jóni 9. apríl 1717 brjef, og við það
brjef er postskrift er svo hljóðar:
„Jeg hafði ásett að senda yður
með þessari ferð sumarpartinn af
mínum commentationibus, en jeg
hefi hann ekki enn hreinskrifaðan
eftir correcturunum (leiðrjetta
uppkastinu). Hins vildi jeg biðja
yður, að þjer skrifið sjálfir yðar
observationes (athuganir) með
eigin hendi. Orsökina skal jeg
segja yður að samfundum, ef guð
lætur þeirra auðið verða, og mun-
uð þjer þá játa, að hvorki sje hún
yður nje mjer til virðinagr, og
er þó upprunnin í yðar húsi að
yður óvitandi, ef jeg rjett til get“.
Jón Halldórsson hefir ekki beð-
ið eftir „samfundum" þeirra,
heldur hafið þegar rannsókn í
málinu, og kom þá upp úr dúrn-
um, að þessar athugasemdir, sem
vjer því miður höfum nú ekki,
voru ritaðar af ungum presti, sem
var þar á heimilinu.
Sennilega hefði ekki meira úr
þessu máli orðið, nema að Jón
Halldórsson hefði vafalaust af-
sakað þetta leiða atvik, ef ekkert