Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Side 9
LESBÓK MORGTJNBLAÖgmS
40Í
Prófastur hafði komið við við-
kvæman blett er hann bað að
senda sjer ekki sumarpartinn. Eu
höggið hefir þá ekki heldur geig-
að hjá Vídalín, er hann lætur í
ljós þá skoðun (vafalaust gegn
betri vitund), að bókin myndi
ekki missa svo mjögx mikils í við
þetta. í því lá dómur um starf
prófasts að vetrarpartinum, vafa-
laust ósanngjarn dómur, en Vída-
lín sjest ekki fyrir þegar hann
er í þessum ham.
Nærri má geta, hve vægur
hann hefir verið við þá, sem hann
þóttist þurfa að hirta alvarlega,
þar sem hann er svo hvass við
vin sinn, sómaklerkinn í Hítardal.
Nefna má hjer eitt dæmi. Hann
skrifar um Ólaf Andrjesson, er
skorast hefir undan að hlýða
„kommandó“ biskups: „— — —
skammist hann sín, sem er upp-
alinn á kongsins ölmusu hjer á
skólanum, að hann þykist ofgóð-
ur til að þjóna einu litlu kalli á
meðan á liggur, þar hann er þó
naumast hæfur til prestsskapar,
og skal hann það fá reynt, ef
eg lifi, að honum skuli ekki verðu
uppgrip á öðru betra, hVer sem
þar í skerst, eg ræð svo miklu þar
fyrir, að eg meina þetta efnt geta,
og skuluð þið mega kalla það
laussinni mitt, ef eg bind ekki
enda hjer á, að mjer heilum og
lifanda. Og vil eg þess færra hjer
um skrifa, sem eg hefi ásett mjer
það betur að halda“.
Jón Vídalín bitkup. Myndin, tem Jón SigurtS««on 1 jet gera fyrir Ný Fjelagirit.
Það eru ekki loppin handtök-
in hjá Vídalín þegar hann fer út
í þessa sálma.
IV.
Vondur aldarhátfur
Raunalegasta dæmið um það,
hve Jón Vídalín var uppi
á óhentugum tíma er viðureign
hans við Odd Sigurðsson. Vitan-
lega er ómögulegt að rekja það
hjer. En það er leitt, að eina bók-
in á íslensku, þar sem þessi saga
er rakin, dregur mjög taum Odds,
og varpar því miklu verra ljósi
á Jón Vídalín, en hann átti skil-
ið. Hefði því verið full þörf þess,
að rita sögu Vídalíns á íslensku,
ekki til þess að þvo hann af hverj-
um þeim bletti, er hann fjekk af
samtíð sinni, heldur til þess að
annað eins stórmenni andans þurfi
ekki að standa frammi fyrir þjóð
sinni með þeim aurslettum, sem
hann á ekki skilið. Það er óvið-
unandi, að aðrar eins hundaþúf-
ur og Oddur fái öldum saman að
„hreykja kamb“ frammi fyrir
fjalli eins og Vídalín.
Og þörfin á sanngjarnri lýs-
ingu þessarar viðureignar er ein-
mitt því meiri, sem það er ómót-
mælanlegt, að Vídalín átti sína
sök á þessum deilum, og kom
engan veginn svo fram, sem við
hefði átt. Þar kemur skapgerð
hans fram, ofsi hans og fram-
girni, er urðu þess valdandi, að
hann ljet draga sig inn í óöldina
í stað þess að standa þar utan
við. Þeir vinir hans, Árni Magnús-
son og Páll frændi hans Vídalín,
urðu honum þar ekki hollir vinir.
Þá var það og einn löstur sam-
tíðar hans, sem hann stóðst ekki
nógu vel, og það var drykkju-
skapurinn. Mun þó oft fullmikið
orð vera gert á þessu. En á slík-
um tímum hefði honum verið
nauðsynlegt, að standa þar alveg
álengdar fjær .— ekki síst með
hans skaplyndi. Ör var hann að
eðlisfari, svo að ekki var á bæt-
andi. En við vín hefir hann verið
ofsalegur, ertinn og neyðarlegur.
Er heimsókn hans að Narfeyri 5.
sept. 1713 átakanlegt dæmi þessa.
Bjó Oddur lögmaður þar, en bisk-
up var á yfirreið. Virðist Vídalíu
hafa verið drukkinn nokkuð, er
hann kom þar um kvöldið, dg
hefir þótt gaman að ná sjer niðri
á fjandmanni sínum. Oddur Var
þá hinsvegar við brjefagerðir með
Stykkishólmsskipi og vitanlega