Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
403
þrjú andvörp og burtsofnaði sæt
lega nokkru fyrir dagmál“.
Það er róleg tign yfir þessari
frásögn. Og það er tign yfir hin-
um mikla kirkjuhöfðingja á bana-
sænginni. Hann var þó ekki nema
rúmlega 54 ára að aldri. Fáeinum
dögum áður hafði hann látið í
ljósi í brjefi til Rabens, að sig
langaði ekki svo mjög til þess að
lifa langa æfi, enda tók hann þá
og andláti sínu með mikilli tign
og hugarró.
Jeg heyrði í æsku minni, að
Vídalín hefði átt að kveða þessa
vísu áður en hann lagði af stað
frá Skálholti;
Herra Guð í himnasal
haltu mjer við trúna.
Kvíði jeg fyrir Kaldadal,
kvölda tekur núna.
Hver reisir minnisvarðann?
IPrestafjelagsritinu 1920 skrif-
ar dr. Hannes Þorsteinsson
þetta:
„Þá er Ludvig Harboe fór úr
Skálholti sumarið 1745 í eftirlits-
ferð til Vestfjarða ásamt ritara
sínum, Jóni Þorkelssyni, fyrrum
skólameistara, tjölduðu þeir við
Sæluhús, þar sem Jón biskup
Vídalín hafði andast, og eins á
leiðinni að vestan aftur. Voru þá
liðin 25 ár frá láti biskups, og
barst þá í tal milli Harboe og
Jóns, að vel ætti við, að Jóm
biskupi væri reistur minnisvarði
á þessum dánarstað hans við
Sæluhús. Mun Jón Þorkelsson hafa
átt frumkvæði að þeirri uppá-
stungu, og fól Harboe honum að
semja áletranina (grafskriftina).
Frá þessu skýrir J. Þ. í brjefi til
síra Hjalta prófasts Þorsteinsson-
ar í Vatnsfirði, ds. í Khöfn 8.
maí 1748, sendir honum sýnishorn,
er hann hafði samið, af grafskrift-
inni1) og spyr hann um, hvers-
konar minnismerki ætti að reisa
yfir biskup“. Dr. Hannes skýrir
svo nokkru nánar frá bollalegg-
ingum þeirra um þetta, og segir
svo að lokum:
„Ekki er mjer kunnugt um, að
þessi hugmynd — um minnismerki
við Sæluhús yfir Jón biskup —
hafi síðar verið tekin upp“.
Nú er liðið á þriðja hundrað
ára frá því er Jón Vídalín gaf
upp öndina.við Sæluhús. Og ald-
irnar hafa leitt í ljós það, sem
þeir Harboe og Jón Þorkelsson
gátu ekki sjeð jafnglögt, að Vída-
lín gnæfir hátt yfir kennimenn
*) Þetta grafletur þekkist nú
ekki. H. Þ.
þá, sem þjóð vor hefir eignast.
Nú eru ekki heldur þeir eymd-
artímar í fjárhagsefnum, sem þá
hlutu að kyrkja í fæðingu allar
framkvæmdir, sem nokkra fjár-
muni þurfti til.
Vill nú ekki einhver, sem þetta
les, og Guð hefir blessað með
góðum efnahag, láta svo sem 5--
10 þúsund krónur í einfaldan
stöpul á þessum stað? Áletrunina
þarf ekki að sækja langt njc
„dikta“ hana á latinu. Þar ætti
ekkert að standa annað en nafu
Vídalíns og það, að hann andað
ist hjer 30. ág. 1720. Og svo síð-
ustu orðin, sem þessi mikli kenni-
maður mælti sjálfur. Þau sóma
sjer vel:
Jeg á góða heimvon.
VÍDALÍNSMYNDIN
(Sjá forsíðumyncL).
]i/f yndin af Jóni Vídalín biskup, sem
birtist á 1. síðu í þessu tölublaði
Lesbókar, er eftir teikningu. sem geymd
er á Þjóðminjasafninu. Er hún nefnd
„frummynd“ vegna þess, að þjóð-
minjavörður lítur svo á, að þetta sje
sú frummynd, sem hin alkunna mynd
af Vídalín hafi verið gerð eftir, og
sýnir hann nokkuð eldri, en hann er
sýndur á þessari mynd.
Þjóðminjavörður telur víst, að þessi
mynd sje gerð af samtíðarmanni Vída-
líns. og sje því mest á henni að græða,
þó hún 'sje viðvaningslega gerð, um
svip og útlit þessa merkilega manns.
En engin tök eru á því, að vita um
það, hver er höfundur myndarinnar.
Um það verða gerðar ágiskanir einar.
Smælki.
Piltur, sem var ekki meiri maður en
hann þóttist vera, og máske ekkert
svipað því, var trúlofaður stúlku.
Var "hann mjög hrifnin af unnustu
sinni, eins og lög gera ráð fyrir. En
hainn var ekki í neinum vafa um, að
hún hefði valið hann vegna þeirra
miklu yfirburða sem hann hafði fram
yfir alla aðra menn í veröldinni.
En einn góðan veðurdag sagði hann
skilið við unnustuna. Vinir hans undr-
uðust hvernig á þessu gat staðið, og
spurðu hann hvað hefði komið fyrir.
Hann sagði þeim þá upp alla sögu.
Eitt sinn er þau sátu í einrúmi, spurði
hann hana að því, hvernig á því stæði
að hún lokaði altaff augunum þegar
hann kysti hana.
Því svaraði hún: ,,Ef jeg hef augun
lokuð, get jeg vel látið mig dreyma,
að það sje Clark Gable, sem kyssir
mig“.
Þá var unnustanum nóg boðið.
★
Flokkur trúðleikara hafði reist
sýningartjald í þorpi einu, er feitur
og búlduleitur maður kom að máli við
íorstjórann og spurði hann að því,
hvort hann vildi ekki ráða sig til að
sýna átlist sína. Hann gæti borðað
25 linsoðin egg í einu og drukkið 3
lítra af vatni.
Forstjóranum leist vel á þetta og
kvaðst skyldi ráða rnanninn í 3 vikur.
— En eruð þjer alveg viss um,
sagði hann svo, að þjer getið þettaí
Hann var í engum vafa.
— Já, en á sunnudögum, sagði for-
stjórinn, þá höldum við sex sýningar
san.a daginn, svo þjer þurfið að sýna
þessa list yðar hvað eftir annað, frá
morgni til kvölds.
Þá varð maðurinn hugsi. Síðan seg-
ir hann. Ef jeg á að halda svona á-
fram allan daginn, þá áskil jeg mjer
rjett til að hafa klukkustundar mat-
arhlje um miðjan daginn, til þess að
rreta fengið mjer almennilegan mið-
dagsmat.
★
Maður gekk á götunni í þungum
þönkum. Utanbæjarmaður mætti hon-
um og sýndist þar fara gamall kunn-
ingi sinn en var þó ekki alveg viss.
Hann beindi skrefum sínum til bæjar-
mannsins og sagði:
— Fyrirgefið. Þjer eruð vænti jeg
ekki Hannes Hannesson ?
— Nei, þajð er mjer alveg ljóst,
sagði hinn.
★
Skoskur leikari kom að máli við
leikhússtjóra.
Leikstjórinn bað um að fá að sjá
nafnspjaldið hans.
Leikarinn:
Má jeg þá fyrst sjá hvort þjer eruð
hreinn um hendurnarf