Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Page 13
I
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
405
Högni Högnason var ekki með
þessa ferð, en í stað hans kom
Skúli Unason, bóndi á Fossi.
Hjer virtust forlögin vera að
verki, og verður nánar vikið að
því síðar.
★
Uppskipunin byrjaði snemma
morguns þenna dag. Morgun-
verður var snæddur um klukk-
an 10—11 og öllum færður mat-
ur fram í fjöru. Sjávarskiftin
voru mjög vond, útgrynni mikið
og föll langt útá eftir því sem
meira fjell út, en fjaran fór nú
í hönd. Var sýnilegt að sjór yrði
ófær um fjöruna og ekki hægt
að skipa upp. En skipstjórinn á
„Vendsyssel" var orðinn mjög
órólegur, vegna þess hve seint
gekk að afferma skipið. Hann
hafði hótað að fara til Vest-
mannaeyja og setja vörurnar
þar á land, ef enn yrði hlje á
uppskipuninni. Var þess vegna
ætlunin, að fara eftir morgun-
verðinn tvær til þrjár ferðir 1
Básinn og skipa þar upp um fjör
una. Básinn er afdrep undir
Reynisfjalli og er þar oft fært,
þó annarsstaðar sje ófært.
Eftir morgunverð var Einar
Hjaltason fyrstur til þess að
reyna að komast út. Við settum
Stóra-Farsæl framí og biðum eft
ir lagi. Biðin varð all-löng, því
að föllin voru orðin tíð, og lög-
in mjög stutt. Svo kallaði for-
maður til útróðurs. En við feng-
um uppslátt og vonda kæfu.
Skipið hálffylti og við það urðu
menn hraktir og all-þjakaðir.
Uppslátturinn hafði vond áhrif
á mennina og átti áreiðanlega
sinn þátt f, að illa fór síðara
skiftið, sem reynt var.
Næst reyndi Jón Þorsteinsson
að komast út á Björginni og
hepnaðist vel. Hann hitti á gott
lag og slapp við öll föll.
Var nú Stóri-Farsæll settur
framí öðru sinni. Halldór í Vík,
fóstri minn, var staddur í fjör-
unni. Honum leist mjög illa á
sjóinn, enda urðu föllin æ tíðari
og lengra frá landi, eftir því sem
nær dró fjöru. Það var föst
venja, þegar farið var út í vond
um sjó, að hafa band (ca. 20
faðma) fest við afturstefni skips
ins. Menn í landi hjeldu í enda
bandsins. Á þann hátt var hægt
að sjá um, að skipið væri rjett
fyrir, ef það fengi sjói út á. Hall-
dór í Vík sýndi hjer fyrirhyggju
sem endranær. Þegar hann sá
hve föllin voru langt út á í ólög-
unum, sækir hann annað band
og hnýtir við hitt, svo að það
lengdist um 10—20 faðma. Þessi
fyrirhyggja Halldórs varð áreið
anlega til þess að bjarga lífi
þeirra 10 manna, sem af kom-
ust.
Sjór var mjög versnandi í fjör
una og við urðum að bíða lengi
eftir lagi. Ekki var hægt að
styðja framarlega, vegna þess
hve sjór var vondur. En það er
altaf vont að þurfa að styðja
ofarlega, einkum ef lögin eru
stutt, því að þá er hætt við, að
of seint gangi að koma skipinu
á flot.
★
oks kallaði Einar Hjaltason
__til útróðurs, og var þá
Stóra-Farsæl ýtt á flot. En lag-
ið var stutt. Þegar skipið var
komið vel á flot og allir ræðar-
ar farnir að róa af kappi, reið
ólagið yfir framundan. Fyrsti
brotsjórinn, sem reið yfir skip-
ið, mun hafa verið á þriðja eða
fjórða sjó frá landi. Svo kom
hver brotsjórinn af öðrum, uns
skipið fylti og hvolfdi.
Jeg fylgdist vel með atburð-
unum, því að jeg hafði ýtt á
skutinn, en sat nú á bitanum og
fjell á hiá öðrum ræðaranum í
austursrúminu. Jeg sá því vel sjó
ina framundan. Fyrsti sjórinn
braut rjett framan við mitt skip-
ið. Dró þá mjög úr ferðinni og
talsvert af sjó f jell inn í skipið.
Var nú róinn lífróður til þess að
reyna að komast út, áður en
fleiri sjóir f jellu á skipið. En ó-
lagið magnaðist og reið nú hver
brotsjórinn af öðrum yfir skipið
og fylti það, svo að rann út af
hástokknum beggja megin. —
Þannig marraði Stóri-Farsæll í
hálfu kafi um stund, en svo reið
enn brotsjór yfir skipið, og þá
hvolfdi því.
Erfitt er að gera sjer grein
fyrir því, sem nú gerðist. Vafa-
laust hafa mennirnir rejmt að
halda sjer við skipið eins lengi
^og mögulegt var. En sennilega
hafa einhverjir losnað strax við
skipið. Jeg komst á kjöl og voru
þá tveir fyrir framan mig á
kjölnum. Svo kom brotsjór og
velti skipinu aftur við, og urðum
við þá undir því og sukkum til
botns. Þegar mjer skaut upp aft
ur, var jeg rjett við skutinn. Jeg
fikraði mig aftur að stefninu og
greip þar í bandið, sem fest var
í stefnið og menn í landi hjeldu
í. Fór jeg svo upp á bandinu og
var gripinn við marbakkann af
vaðbundnum mönnum, sem þar
voru. Á þenna sama hátt munu
margir hinna hafa bjargast.
Það hefir áreiðanlega verið
okkur, sem af komust, til lífs,
að ekki var búið^að sleppa band
inu, og það var að þakka fyrir-
hyggju Halldórs í Vík, sem eins
og fyr segir bætti við bandið.
rjett áður en lagt var í ferðina.
En litlu munaði, því að land-
menn hjeldu í bláendann, þegar
skipinu hvolfdi, svo langt var
það komið frá landi. Jeg tel hins
vegar miklar líkur til þess, að
enginn hefði bjargast, ef búið
hefði verið að sleppa bandinu,
því að mjög mikill straumur var
austur með landi og þar skamt
frá grynningar, þar sem brotsjó-
ir fjellu látlaust. En margir
menn voru í fjöru og þeir gátu
dregið skipið að landi, með sjó-
unum.
Þarna druknuðu 5 menn. Þeir
voru: Sigurður Björnsson, Jón
Bryniólfsson, Jakob Björnsson
(bróðir Sigurðar), Jón Jónsson
og Skúli Unason.
Sigurður Björnsson var með
þeim fyrstu, sem náðust í land.
Var álitið, að hann hefði verið
með lífsmerki þegar hann náð-
ist, en lífgunartilraunir reynd-
ust árangurslausar.
Enginn þeirra, sem voru í
Stóra-Farsæl í þetta sinn, kunnu
sUnd. Jeg er þó ekki viss um, að
það hefði komið að haldi, því að
það er erfitt að koma við sundi
í miklu brimi og f öllum sjóklæð
um.
★
m þessar mundir var Sig-
urður Eggerz sýslumaður
Skaftfellinga og bjó í Vík. Hann
kom fram í fjöru skömmu eftir