Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 407 bagaður. Hann hafði hrapað austur í Hjörleifshöfða og fót- brotnað illa og hlotið önnur meiðsl. Hann varð aldrei heill eftir það slys. Er vafasamt hvort hann hefði þolað sjóvolkið og því ekki ólíklegt, að sömu hamr- arnir, sem höfðu leikið hann svo grátt áður, hafi hjer orðið til þess að bjarga lífi hans. En mað- urinn, sem kom í stað Högna druknaði. ■jír Gömul kona, Sigríður Hall- dórsdóttir að nafni, móðir Jóns Brynjólfssonar, sem hjer drukn- aði, átti um þessar mundir heima í'Suður-Vík, hjá Halldóri Jóns- syni, fóstra mínum. Gamla kon- an lá í rúminu, var komin í kör, og virtist nokkuð rugluð með köflum. Þenna morgun var hún altaf að spyrja heimafólkið, hvort sjórinn væri ekki vondur; hvort uppskipunin h jeldi áfram; hvenær myndi verða hætt o. s. frv. Það bar ekki mikið á sjón um heiman frá Suður-Vík að sjá og veðrið var ágætt þenna morg un. Fólkið sagði gömlu konunni að ekkert væri að sjónum. En Sigríður ljet sjer þetta ekki lynda. Hún var ekki í rónni. Hún var við og við að rísa upp í rúm- inu, horfa út á sjó og spyrja hvort ekkert hefði orðið að. Fólk ið sinti þessu engu. Hjelt að þetta væri rugl hjá gömlu kon- unni. Það voru aðeins tveir frá Suð- ur-Vík á Stóra-Farsæl í þetta skifti, Jón Jónsson, sá er drukn- aði, og jeg. Þegar jeg kom heim, hafði enginn frjett um slysið. Jeg kom inn í eldhús, illa til reika, berhöfðaður, holdvotur og allur söndugur og sagði stúlk unum hvað skeð hafði. Lítil telpa, Agnes Jakobsdóttir (nú hjúkrunarkona í Ameríku), dótt urdóttir Sigríðar gömlu, var þarna viðstödd. Þegar hún heyrði að Jón Brynjólfsson, móð urbróðir hennar, hafði druknað, hleypur hún grátandi upp á loft til ömmu sínnar. Er hún kemur upp í baðstofu segir Sigríður að fyrra bragði: „Vertu ekki að gráta, Agga mín. Jeg veit að hann Jón minn er dáinn". Enginn hafði þá sagt Sigríði hvað skeð hafði. Heimafólkið hjelt að þetta væri rugl hjá gömlu konunni, er hún var um morguninn að hjala um vondan sjó og að eitthvað myndi verða að. En hún vissi betur. Við vit- um hinsvegar ekki hvernig hún fjekk sína vitneskju. Hollenskur togari lá inni á Vík þenna dag og var skipstjór- inn góðvinur Víkverja: hafði oft látið þá fá fisk í soðið. Þegar skipstjóri sá hvað skeð hafði við sandinn, setur hann bát út og sendir til lands upp í Básinn. Bátsmenn höfðu með sjer stór- an og fallegan hund. Það var björgunarhundur. Hollending- arnir komu með seppa á slys- staðinn. En þá var alt fyrir löngu um garð gengið. Hinsvegar voru ófundin lík fjögurra manna, sem druknuðu. Hollendingarnir gáfu hundinum bendingu um, hvað hann ætti að gera. Þaut þá seppi út í brimgarðinn, synti og kaf- aði í sjóina og þótti mönnum mikið til um aðfarir hans. En ekki kom hann með líkin, enda munu þau þá hafa verið komin langt austur með fjöru, því að straumur var mjög mikill. ★ Stöðugt voru menn sendir austur á fjöru, til þess að að- gæta hvort líkin ekki ræki. Strax þenna sama dag rak lík Jóns Jónssonar, og var þá komið ca. 1/4 km. frá slysstaðnum. Jón hafði lengi haldið sjer uppi á ári eða stýrinu. Hann var hið mesta hraustmenni. — Fjöldi manns var í fjöru og horfði á hvar hann rak austur með fjör- unni, skamt frá landi, en engri björgun varð við komið. Var á- takanlegt að horfa upp á þetta. Daginn eftir fundust rekin lík Jakobs Björnssonar og Jóns Brynjólfssonar. Lík Jakobs var um einn km. frá slysstaðnum. En lík Jóns var miklu austar, eða um 2 km. frá þeim stað, sem slysið varð. Lík Jakobs var lítils- háttar skaddað á höfði. Hann hefir sennilega rotast. En lík Jóns var óskaddað með öllu og það var alsnakið, er það fanst rekið á fjörunni. Þetta er merkilegt, ekki síst þegar þess er minst hvernig menn voru bún ir við sjóvinnuna. Fyrst voru hin venjulegu föt. Jón var í þetta sinn í þykkum ullarbol inst klæða, en það er enginn hægð- arleikur að komast úr þeirri flík, þegar hún er orðin gegnvot. En utan yfir fötunum voru skinn- klæðin. Fyrst var skinnbrókin. Hún náði upp undir hendur og var girt um mittið. Sjóskór (úr leðri) voru á fótunum, bundnir upp með snæri, sem var marg- vafið um mjóleggina. Að ofan var skinnstakkurinn; bolurinn heill, nema hvað op var á hon- um, til þess að smeygja höfðinu Frh. á bls. 410.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.