Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Side 25
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
417
Börn Jens Sigurðssonar rektors.
TaliÖ frá vinstri: ÞórÖur stjórnarráÖsfulltrúi, Björn Mentaskólakennari, sr. SigurSur í Flatey, Jón yfirdómari,
Bjarni lœknir. Systurnar: Talið frá vinstri: Ingibjörg, GuÖlaug, kona Sigurðar sýslumanns Jónssonar í
Stykkishólmi, Þórdís kona sr. Þorvaldar Jónssonar aÖ Setbergi, síÖar á ísafirði, og Ragnhei'Sur.
stólinn sinn. En síðasta morgun-
inn fór hann inn í læsta herberg-
ið sitt, en þar geymdi hann pen-
ingana sína. Þegar við vorum
komin út í forstofuna á leiðinni
inn 1 dagstofuna stakk hann að
mjer specíu.
— Á jeg að færa mömmu
þetta, sagði jeg.
— Nei, sagði hann, þú átt að
eiga þetta sjálf, því þú hefir
verið svo alúðleg við mig. Þá
kom móðir mín fram í forstof-
una og kystum við hann báðar
fyrir specíuna.
Það var fastur siður afa alla
tíð, á meðan hann var ferðafær
um bæinn, að hann fór þann
fyrsta hvers mánaðar til landfó-
geta að taka út launin sín, og
síðan í tvær verslanir, Hav-
steensverslun og Thomsens og
lagði 40 dali inn í reikning sinn
á hverjum stað. Sömu upphæðina
lagði hann inn mánaðarlega, alt
árið, hvað sem úttektinni leið, og
átti þar mikið inni þegar hann dó.
Á hverjum miðvikudiegi og
laugardegi fjekk móðir mín spe-
cíu hjá afa, til þess að kaupa
fyrir mjólk og brauð til heimil-
isins.
Sjaldan sá jeg afa lesa, þar
sem hann sat á daginn í stólnum
sínum. En þegar hann leit í blað
eða bók notaði hann aldrei gler-
augu, en altaf stækkunargler, er
hann hafði hjá sjer.
Heyrnin var mikið farin að
bila, og átti hann erfitt með að
heyra hvað sagt var í kringum
hann. En annað var það, þegar
menn komu beinlínis til að heim-
sækja hann og töluðu við
hann einan. Þessir komu oftast
til hans, Hannes Árnason, Hall-
grímur Sveinsson og Bergur
Thorberg.
„Verði Guðs
iÐ vorum þrjú ár hjá afa.
Eftir tveggja ára veru þar
dó móðir okkar. — Vestur í
Sauðagerði dó hálfsystir hennar.
Börn hennar vildu endilega að
mamma væri við þegar hún
yrði kistulögð, svo hún fór
vestur eftir — Það var frost-
stormur af norðri, og mömmu
varð kalt á leiðinni. Hún lagðist
í lungnabólgu og dó eftir nokkra
daga. Afi var altaf að koma inn
til hennar og spyrja hvernig
henni liði. Þegar hún hafði skil-
ið við var Ingibjörg Petersen
látin segja honum frá því, að
Drottinn hefði tekið dóttur hans
til sín.
Verði guðs vilji, sagði hann.
Svo sagði hann ekki meira.
Þegar mamma var jörðuð,
hjelt Hallgrímur Sveinsson hús-
kveðjuna. Afi stóð við hliðina á
prestinum meðan hann flutti
ræðuna. Jeg man vel eftir því,
hvernig hann var. Hann var
klæddur í „diplomat“-frakkann
sinn og hafði orðurnar á brjóst-
inu. Hann studdist við stóran