Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Side 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Side 28
420 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS bóndans, raða þeim bókum á sinn stað í bókaskápunum, sem „bróðir“ hafði tekið út daginn áður. Hann var þjónn eða dyra- vörður á Casino. Stundum gaf hann mjer aðgöngumiða á sjón- leiki þar. 1 fyrsta skifti sem hann gaf mjer miða, stakk jeg honum í barminn og fór með hann inn til „bróðir“ og sýndi honum. „Þú geymir hann meira að segja hjartamegin í barminum", sagði hann. Á hverjum degi að heita má fór jeg á göngutúr með „bróð- ur“. En Ingibjörg fór aldrei út fyrir dyr allan veturinn, fyrr en komið var fram á vor. — Hún var með ,,bronchitis“. Við geng- um víða um bæinn, og „bróðir“ sýndi mjer margt. Stundum var einhver bræðranna með okkur, Jón, Björn eða Sigurður, og oft var Sigurður uppeldissonur for- setahjónanna með okkur. Hann fór frá þeim heim þá um vorið. Þá var haldin mikil veisla fyrir hann. Það var sr. Þorvald- ur Bjarnason, sem hjelt aðalræð una. Mintist hann þess, að hann hefði verið á heimili þeirra hjóna, er Sigurður kom þangað fyrst. Sigurður var þá 8 ára gam all. 1 áramótaveislunni sem Jón hjelt, þegar jeg var hjá honum, líklega á gamlárskvöld 1877, gaf hann öllum gestunum almanak fyrir árið 1878, öll í bandi, sitt með hverjum lit. Hann hjelt al- manökunum í höndum sjer eins og spilum og ljet hvern gest draga sitt almanak. Almanakið, sem jeg dró er þetta. Hún sýndi mjer al- manak, í rauðu bandi með gyltu ártali og rósaverki. Þegar gestir komu, og þeir voru oft mjög margir, bæði boðn ir og óboðnir, var matast í stórri stofu, sem altaf var kölluð „sal- urinn“. Þá var mikið skrafað og skeggrætt, og mikið fjör á ferð- um. Þar voru tíðastir gestir Tryggvi Gunnarsson og ýmsir stúdentar, Þorvaldur Thorodd- sen, Þórhallur Bjarnarson o. fl. Þá var bæði Hendriksen og kona hans við matreiðslu og frammistöðu, Þóru til aðstoðar. Jeg fjekk mikinn bata á heyrn inni þenna vetur hjá ágætum lækni. „Bróðir“ borgaði alla læknishjálpina. Um vorið nokkru áður en jeg fór, bauð ,,bróðir“ okkur systk- inunum með sjer í skógartúr. Við leigðum fríðan hestvagn og fórum í honum víða. Það var í mínum augum dýrðlegur dag- ur. — Við komum í mörg veit- ingahús, og alstaðar „trakt- eraði“ hann okkur. En áður en við fengum nokkuð, sá hann um að ökumaðurinn væri ekki þur- brjósta. Var hann orðinn vel fjörugur áður en lauk. Frú Ingibjörg var nokkuð „snögg upp á lagið“ og fljót til svars. Eitt sinn fórum við syst- kinin að skoða dýragarðinn og var „systir“ með okkur. Við höfð- um víst vilst af rjettri leið og gekk því illa að finna hliðið. Jeg kom fyrst auga á það og sagði: „Hjerna kemur hliðið". „Þetta segir maður aldrei, að hliðið komi“, segir „systir“, „við segj- um að við komum að hliðinu". Það var stuttu eftir að jeg fór frá Höfn, að heilsu Jóns forseta fór að hraka mjög. Þeir bræður mínir voru þá stundum með hon- um á göngutúrum hans og þurfti þá oft að styðja hann og leiða. Hann mátti aldrei vera einn nokkra stund. ★ Þau urðu sam- ferða. EGAR ,,bróðir“ dó, voru þau yfir honum, Þóra Páls- dóttir og Björn bróðir minn. Ingibjörg hafði lagst til hvílu á legubekk í næsta herbergi. Var búin að vaka svo lengi. Alt fram í andlátið var Jón sannfærður um að sjer myndi batna. En aðr- ir sáu að hverju bar. Þegar hann var skilinn við, fór Björn fram til Ingibjargar, þar sem hún lá og hvíldi sig í fötunum, og sagði henni að nú væri alt búið. Hún mælti ekki orð, aðeins hneigði sig, stóð síðan á fætur, afklæddi sig og lagðist útaf. Hún steig aldrei í fæturna eftir það, og dó eftir 9 daga. Á uppboðinu, sem haldið var eftir þau hjónin, fór ýmislegt úr búi þeirra út í buskann. Björn bróðir minn keypti dálítið. En hann hafði ekki mikil peninga- ráð til þess. Hann keypti saumaborð „systur“ og gaf Þóru það. En Þóra gaf mjer það síðan. Það hefir staðið þarna við glugg- ann siðan jeg kom í þetta hús. Þóra sagði að sjer fyndist rjett að jeg eignaðist það, úr því jeg hjeti í höfuðið á frú Ingi- björgu, en sjálf ætti hún enga erf- ingja til að eiga það. Jeg ánafna það Þjóðminjasafninu eftir minn dag. Sigurður sýslumaður í Stykk- ishólmi skrifaði Tryggva Gunn- arssyni og bað hann að kaupa ýmislegt á uppboðinu fyrir sig. En jeg veit ekki hvernig á því stóð, að aldrei kom neitt frá Tryggva. í testamenti þeirra hjónanna var Þóru Pálsdóttur ákveðin nokkur fjárupphæð, fyrir trúa og dygga þjónustu. Hún notaði peningana til að kosta sig við matreiðslunám. Fjekk hún síð- an stöðu hjá Valdimar prins. Þar var hún meðan heilsa henn- ar entist, og kostaði Valdimar hana síðan á gamalmennahæli. Hún annaðist allan veislumat á heimili 'Valdimars prins, og fjekk mikið lof hjá konungum og keisarafólki, sem sátu veisl- ur þar. Á efri árum misti hún sjón. Var því kent um að hún hefði svo lengi og oft staðið á köldu steingólfi yfir sjóðandi pottunum með höfuðið í gufunni. > ★ í Stykkishólmi. D víkur sögunni til Stykkis- hólms. Þar var frú Ingi- björg Jensdóttir lengi. Er hún kom heim úr siglingunni fór hún aftur til systur sinnar Þórdísar og sr. Þorvaldar, en síðan í Stykkishólm og þar var hún í ein 10 ár hjá Sigurði sýslumanni frænda sínum, uppeldissyni Jóns Sigurðssonar, og systur sinni Guðlaugu, er giftist honum. Þau giftu sig í Helgafellskirkju með „pomp og prakt“. Þar skautuðu allar hefðarkonur og þar var genginn brúðargangur og sitt- hvað annað hátíðlegt. Aðra brúðkaupsveislu, sem mjer er minnisstæð, sat jeg, þeg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.