Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Page 29

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Page 29
i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 421 Hjörtur Jónsson lœknir í Stykkishólmi. ar jeg var í Hólminum. Þá voru gefin saman Eggert - Finnsson, seinna bóndi að Meðalfelli í Kjós og Elín Gísladóttir frá Reynivöll- um. Vígslan fór fram á Breiða- bólstað á Skógarströnd, en þar var þá prestur sjera Eiríkur, bróðir Elínar. — Veisluna sátu helstu menn í Hólminum, t. d. sýslumannshj ónin, Clausenshjón- in og Páll Briem frændi Elínar og fyrri kona hans, auk fjölda fólks af Ströndinni. Þegar verið var að búa brúð- guman í puntið, fanst jakki hans hvergi og var leitað víða. Loks bar þar fyrir einn veislugestinn, sjera Jakob Guðmundsson á Sauðafelli, og þótti hann óvenju- lega vel til fara. Við aðgæslu kom það fram að sjera Jakob var kominn í jakka brúðgumans.Sum- arið 1938 skrapp jeg upp að Með- alfelli að hitta Elínu, hún hafði í æsku sinni verið þjónustustúlka á heimili foreldra minna, og því góð vinátta með okkur. Þar barst þessi atburður í tal og vjek Egg- ert sjer þá fram en kom nokkurri stund síðar inn aftur, klæddur brúðkaupsjakkanum, sem þá var orðinn 55 ára gamall. Til minn- ingar um þetta og rækt við liðna tíð, var Eggert í jakkanum með- an jeg stóð þar við. ★ Árið 1890 giftist Ingibjörg Hirti Jónssyni lækni, en misti mann sinn eftir 4 ára sambúð. Hjörturlæknirvarhiðmesta ljúf- menni, og var öllum harmdauði er Jón SigurSsson, forseti. hann þektu. Hann dó úr inflú- ensunni. — Það var altaf verið að kalla á hann upp úr rúminu, sagði frú Ingibjörg. Hann vildi öllum hjálpa og liðsinna. Jeg er að láta mjer detta í hug, að það hafi verið vegna góðverka hans og hjálpsemi að mjer hefir farn- ast svo vel með alt mitt síðan. Um Stykkishólmsárin komst frú Ingibjörg að orði á þessa leið: — Það var ósköp indælt í Stykkishólmi og mikið um skemt anir hjá okkur. Nú er búið að eyðileggja „Stykkið“ og byggja ofan á það bryggju. Það þykir mjer synd, svo jafnvel þeir, sem í Hólminum búa þekkja það ekki og vita ekki af hverju staðurinn hefir fengið nafn sitt. 1 þá daga voru þar margir vel efnum búnir. En einna mest bar á heimili sr. Eiríks Kúld, og eftirminnilegust er mjer frú Þuríður kona hans af vanda- lausu fólki þar. Sr. Eiríkur Kúld var einkar ástúðlegur maður. Honum þótti mjög vænt um konu sína og var henni umburðarlyndur og eftir- látur. En hún var einkennileg á skapsmunum og hreytti oft i mann ónotum. En mest bar á kaldlyndi hennar gagnvart manni hennar. Sólskinsdag einn að sumri til sat hún utan við hús sitt með „parasol". Sveitamaður gekk þar fram hjá, kastaði kveðju á Frú I -gibjCrg Einarsdóttir. frú Þuríði og sagði: „Það er gott v.eður í dag“. — „Eins og mað- ur sjái það ekki“, sagði prests- frúin og snjeri upp á sig. 1 annað skifti var hún úti við, er maður hennar gekk fram hjá. Ávarpaði hún hann þá að fyrra bragði, og kvartaði undan því hve óskaplega dökkur hann væri 1 andliti. „Og svona ertu um allan skrokkinn, Eiríkur". Kvaðst hún ekki geta unað við það lengur. „Það er seint sjeð, Þuríður mín“, sagði prestur. Annað sagði hann ekki. Sagt var að í fyrsta sinn, sem sr. Eiríkur kom með móður sína á heimili þeirra hjóna, þá hafi Þuríður ávarpað þau mæðgin eitthvað á þá leið, að hún spurði Eirík hvaða herfa það væri, sem hann kæmi þarna með. Er þetta fjósakerlingin þín? — Nei, þetta er móðir mín, sagði sr. Eiríkur.- Þegar gestir voru á heimili þeirra hjóna, hafði frú Þuríður það fyrir vana að setja mann sinn hjá, láta hann annaðhvort vanta diskinn, hníf og gaffal eða stól við borðið. Þeir, sem þessu voru kunnugastir, voru því van- ir að sjá um að húsbóndinn fengi sömu „uppvartningu" og gest- irnir. Bestu vinir mínir í Stykkis- hólmi voru þau hjónin Sæmund- ur Halldórsson kaupmaður og Magdalena kona hans, einnig læknirinn, sem tók við eftir mann minn, Davíð Sch. Thorsteinsson og frú Þórunn kona hans. Var ætíð góðra ráða til þeirra að leita,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.