Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Page 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Page 30
422 lesbók MORGUNBLAÐSINS ef á þurfti að halda, og umgekst jeg mest heimili þeirra. ★ Frú Ingibjörg hefir frá mörgu að segja af lífinu í „Hólmin- um“, veislunum þar og gesta- boðum heldra fólksins, skemti- ferðum á sumrin um nágrennið, rausn og höfðingsskap. Þó hún misti mann sinn 1894, var hún í Hólminum fram yfir aldamót. Þar kunni hún best við sig. — Jeg vildi ekki til Reykja- víkur koma, sagði hún. Því það- an hafði jeg svo margar daprar endurminningar, svo margir ást- vinir og vandamenn, er jeg misti hjer á æskuárum mínum. En svo var það úr að jeg keypti skák af túninu hans sr. Þórhalls í Lauf- ási og bygði þetta hús. Þá var Laufásvegurinn lítið annað en götuslóði. En þá var indælt hjerna við Laufásveginn, græn og gróðursæl tún alt í kring og á morgnana blasti við manni græn og húsalaus Tjarnarbrekk- an. Nágrannar mínir og kunn- ingjar drógu dár að þessu húsi mínu, vegna þess að jeg ljet eld- húsið snúa að götunni, en hafði stofuna sólarmegin, og skeytti ekkert um það þó jeg sæi ekki til þeirra, sem um veginn fara. Jeg hafði sól í Stykkishólmi, og eins vildi jeg hafa það hjer. Það er ,ekki of mikið sólskin í lífinu, svo mjer finst ekki ástæða til að fela sig fyrir því. En þetta segi jeg aðeins fyrir yður. Menn mega snúa húsun- um sínum fyrir mjer eins og þeir vilja. En jeg vil vera sólarmegin meðan jeg get. V. St. FJAÐRAFOK ÞaC var í veislu. Einn af gestunum settist viö slaghörpuna og spilaði af lífs og sálar kröftum í heila klukku- stund. AS þvi búnu sneri hann sjer að einum gestinum og sagði: — Gerið þið ykkur það ljóst, að jeg hefi ekki notið tilsagnar í hljóð- færaslætti einn einasta tíma á æfi minni. — Það er fallega gert af yður, sagði þá einn er viðstaddur var, að þjer reynið ekki að skella skuldinni á aðra. ★ Maður einn víðförull sagði frá ýms- um æfintýrum, er hann hufði lent í í Astralíu. Hann sagði m. a.: — Alt í einu komu 20 blámenn, vafalaust mannætur og umkringdu mig! — Og hvað tókuð þjer til bragðsf — Jeg hjelt niðri í mjer andanum svo jeg blánaði í framan. Og þá hjeldu þeir að jeg væri einn af þeim. Klæðskerinn: Þetta er nú í síðasta sinn, sem jeg kem með reikninginn. Maðurinn: Það var gleðilegt að heyra. Jeg er satt að segja orð- inn dauðþreyttur á yður. ★ Hann var tvígiftur, og hveitibrauðs- dagamir síðaji löngu liðnir. Nágrann- amir heyrðu hávaða í íbúðinni einn góðan veðurdag. Daginn eftir spurði nágranni einn hvort nokkuð alvarlegt væri á seiði. — Jeg hef verið ólánsmaður í kvennamálum, fyrri konan strauk frá mjer. — Og sú seinni — hvað með hanaf — Hún strýkur ekki. ★ — Pabbi! Því var konan sköpuð seinastf — Ef hún hefði verið sköpuð á tmdan, drengur minn, þá hefði orðið að gera ait úr garði eins og hún vildi. — Jeg heii verið að hugsa um að byggja mjer hús, en mig vant- ar peninga. — Því reynirðu ekki að koma þjer í kynni við frímúrara? — Getur þú sagt mjer hvað ljós er, Pjetur? — Já, það er það, sem maður getur sjeð. — Hvaða slúður. Þú getur sjeð mig og er jeg þó ekki neitt ljós. — Hvað vinna margir í verk- smiðjunni hjá yður núna? — Líklega svona helmingur- inn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.