Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Síða 8
408 LESBÖK M0RGUNBLAÐ8INS Og hann sparaði ekki skeið- færiiv, hann ljet aldrei á sjer standa, því fvlgdu flokksmenn hans honum glaðir og öruggir. En Hannes Hafstein hefði ekki orðið sá ótrauði merkisberi þjóðar sinnar, sem hann var, hefði hann ekki notið hinnar ágætu konu sinnar, sem ekki var aðeins fríð með afþrigðum og glæsileg, held- ur fyrst og fremst góð kona og göfug, er fvlgdi manni sínum að málum, enda kveður hann meðal annars til hennar: Gott er nú á lífið fram að líta, ljúft er með þjer starfi dags áð hlýta. Hækkar sól og glæstri för vill flýta. Faðmi þig gæfan og leiði þín spor. Sjá, framtíðin bíður, með blóm- þakið skaut, og blasa við hlíðar með gróður og skraut. Sjá, röðullinn blikar svo blíður og fagur. Sje blessaður ætíð þinn fæðingar- dagur. Nú er fjelagið Fram fyrir löngu dáið, og meðlimir þess í flestum eða öllum stjórnmálafje- lögum landsins, en þótt þá greini á um dægurmál stjórnarflokk- anna, þá eru þeir allir sammála um að glæsilegri og þróttmeiri foringja en H. Hafstein hafi þeir aldrei átt, og allir minnast þeir með óblandinni ánægju funda í Fram, er þeir heyrðu foringja sinn reyfa mál eða hvetja til starfs og dáða. Minning H. Hafsteins lifir í ljóma í hjörtum þeirra allra, og minning hans lifir ætíð meðai barna íslands og livetur þau til að starfa af alhug að heill og heiðri föðurlandsins. Vil jeg svo kveðja skáldið og ráðherrann með erindi eftir hann: Hafðu þökk fyrirdijartans mál, hug og þrek og vilja. Gleðji nú Drottinn góða sál,. gefi oss rjett að skilja. Pjetur Zophoníasson. Þegar Hannes Hafstein var kosinn þingmaður Eyfirðinga ^Frásögn Jóns Stefánssonar fyrv. ritstjóra Hannes Hafstein í rátSherrastóI vi8 þingsetningu. *7 ón Stefánsson fyrv. ritstjóri á J AkUreyri var meðal þeirra Eyfirðinga, sem mest höfðu kynní af Hannesi Hafstein í sambandi við framboð Hafsteins og þing- mensku í Eyjafirði. Brjefaskifti tíð voru þeirra í milli í mörg ár, enda var Jón ritstjóri á Akureyri öll þau ár, sem Hafstein var þing- maður Eyfirðinga. — Jeg sá Hannes Hafstein í fyrsta skifti á æfinni 27. sept. 1901, segir Jón, er við spjölluðum saman hjer um daginn um gamlar endurminningar að norðan. Haf- stein var þá að koma heim úr sendiför sinni fyrir Heimastjórn- arflokkinn. Hann sat á þingi sum- arið 1901 í fyrsta sinn. Og þá kaus flokkurinn hann til þess að fara utan og ræða við hina nýju Vinstri mannastjórn í Danmörku um stjórnbótarmálið. Hann kom heim með Ceres í september, var á leið til ísafjarðar, kom við á Akureyri. Jeg var þi verslunarmaður hjá Jakob Hav- steen á Oddeyri, kom heim úr fjárkaupaferð seint um kvöld, er jeg fjekk brjefmiða frá Hannesi Hafstein um að hann væri um borð í „Ceres“, er þá lá úti á Ak- ureyrarpolli, og að hann vildi hafa tal af mjer. Frá því jeg komst til vits og ára hafði jeg dáðst að skáldskap hans. Hann var eftirlætisskáld mitt, eins og annara jafnaldra minna. Um glæsimensku hans hafði jeg margt heyrt. En er jeg, tvítugur sveitapiltur, stóð í fyrsta sinn frammi fyrir honum, reynd- ist mjer veruleikinn langtum fremri en allar fyrri hugmyndir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.