Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 195 þetta rjett ágiskað um uppruna Þórðar og dvalarstað þá eru mikl- ar líkur til þess að hann hafi verið tekinn af lífi við Trjebrúna, að settum aukarjetti þó sá þingstaður væri ekki í sýslu Þorsteins Sigurðs sonar. Bessastaðir í Fljótsdal voru að vísu ekki heldur rjettur þingstað- ur að dæma Þórð, ef hann hefir átt heima í Helgustaðarhreppi, því að Fljótsdalur fylgdi syðsta hluta Múlasýslu, en hana hafði Bessi Guðmundsson á Skriðuklaustri. En sakborningar vorú venjulega færðir sýslumanni, og dæmdi hann þá á næsta þingstað. Sermilegast er, að Þórður hafi dvaliát 1 Hnefils- dal og átti hann þá stystu leið á af- tökustað við Trjebrúna og mun það r hafa ráðið, er um gamlan og hrum- an mann var að ræða. Eftir nútíma skilningi á rjettarfari, og reyndar þeirra tíma líka, hefir Þórður ver- ið saklaus af lífi tekinn, og ekki sá eini. Og þegar þetta er saklaus maður, sem verður fyrir þessum hörmulegu örlögum og frændmarg ur að góðu fólki, þá skilst það, að haglega og fallega hafi verið búið um legstað hans. Rósin og döggin Einu sinni sagöi rósin — jeg- ursta blómið í garðinum — við hina nýjöllnu dögg: ■— Jeg er svo lítillát að leyja þjer að skreyta þig með hinum hreina, rauða lit míjium. En hvernig stend ur á því að þú metur það svo lítils? Þjer er alveg sama þótt þú takir á þig lit annara blóma. Svo Ijettúð- ug ertu, að þú ert gul á sóleyjunni, hvít á baldursbráinni og blá á jjól- unni. Þú ert jafn vel svo ósvíjin að taka á þig græna lit töðunnar og hvaða illgresis sem er. — Fagra rós, svaraði döggin, þú mátt ekki ætla að jeg kunni ekki að meta jegurð þína, eða að jeg sje vanþakklát. En það hœjði eigi að jeg væri með þínum fagra lit, er jeg heimsœki önnur, óæðri blóm eða grasið á grundunum. Jeg sem ven mig að siðum þeirra, er jeg um- gengst, og haga klæðaburði mínum eftir því. Hörundsflúr. HAFIÐ þjer ekki tekið eítir því, að margir sjómenn hafa látið marka mynd af akkeri í hörund sitt, á hend- ur eða handleggi. Þjer haldið máske að það sje aðeins tákn þess að þeir sje sjómenn? Ónei, annað liggur til grundvallar. Akkerið er tákn vonar- innar og það á að vera sjómönnun- um til verndar gegn öllum hættum. I i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.