Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 3
LESBÓIC MORGUNBLAÐSINS 3*3 fyrirmynd og hefir auk þess sannað oss ódauðleikann með því að brjóta af sjer bönd húms og heljar. Vjer þráum að finna leið til þess að lifa í sátt og samlyndi við alla menn. Kristur segir: „Jeg stend við dyrnar og kný á“- dyr hjarta þíns, dyrnar að hjörtum þjóö- höföingjanna og þjóðanna sem til skamms tíma hafa barist á banaspjót. „Minn frið boða jeg yður“. Það sem spámaöurinn sá í anda á löngu liðnum tímum hefir rœst. Hann kemur, enn á þessum jólum, til aö benda oss á þá þroskaleið sem oss ber að ganga. Það er sama vegferð in og fyrstu lœrisveinar hans gengu, og svo allir síöar sem hafa boðið hon um búsetu í hjarta sínu. Fyrstu vik- urnar og mánuðina stóðu lœrisveinar hans orðlausir af undrun frammi fyrir verkum hans; hann var þeim undra- ráögjafinn, hetjan. En brátt fœrðust þeir nær honum, undraráðgjafinn og hetjan, hurfu á bak við hinn besta bróður og vin. Loks er hann spurði þá: Hvern segið þjer mig vera, kom aðeins eitt svar af allra munni: ,,Þú ert Kristur, sonur hins lifandi Guðs“. Kristur getur ekki veriö sannleiks- elskandi sálum aöeins undraráðgjafi eða kennari til lengdar Á jólunum heyrum vjer hann knýja á og spyrj- um: Hver er maðurinn? En svo fram arlega sem vjer bjóðum honum inn, og biöjum hann aö dvelja með oss, mun svarið viö spurningu vorri koma af sjálfu sjer, bergmál af vitnisburði kyn slóðanna, staðfest af eigin reynslu- „Sonur Guðs ertu með sanni sonur Guös, Jesú minn, son Guðs, syndugum manni sonararf skenktir þinn “ Gleöileg jóll ÞAÐ er mælt að feúther hafi byrjað á því að skreyta heimili sitt með grenitrje á jólunum. Þetta var á öndverðri 16. öld og síðan breiddist siður þessi út um öll lönd. En þó er mikið eldri sagan um það hvernig grenitrjeð varð imynd Jesú-barnsins. Hún er frá þeim tíma er St. Winfred (Bonifasiús) fór frá Englandi til Þýskalands að kristna heiðingjana þar á 8. öld. — Sagan er þannig sögð: Það er skammdegiskvöld. Á háum hól stendur stór eik (þrumueikin, sem helguð var guðinufn Þór)- Bál hefur verið kveikt undir eikinni og hjá því stendur blótstallur. Rauðar logatungur leika um hann. Um- hverfis standa hvítklæddir hermenn, konur og böm. Hjá blótstallinum stendui* goðinn og hjá honum krýp- ur barn. Þessu barni á ao fórna Þór. Þá ber Bonifasius þar cð. Hann bar krossmerki hátt og hinum fell- ust liendur. Hann bjargaði hinu dauða dæmda barni. Hann boðaði hinum heiðnu mönnum fagnaðarer- indi Krists, og að hann vildi þjón- ustu heldur en fórn. Skammt þar frá stóð fagurgrænt grenitrje upp úr snjónum og toppur þess benti til himins. „Sjáið hjer“, mælti trúboðinn og benti á grenitrjeð, „hjer er hið lif- andi trje, sem aldrei hefur verið saurgað með blóði. Látum það vera tákn hins nýja siðar. Sjáið hvernig það bendir til himna- Við skulum kalla það trje Jesúbarnsins. Höggvið það upp og flytjið það heim í höll foringjans, því að á þessari nóttu ef yður frelsari fæddur, sem er Hvíta- Kristur. Aldrei framar skuluð þjer fara út í skóginn til að halda þar blóthátíð. Þjer skuluð halda hátíð f^eima hjá yður með fögnuði og gleði söngvum og velvild til allra manna“. önnur saga er líka um uppruna jólatrjesins: Það voru einu sinni lítil grenitrje og þau grjetu út af því að þurfa að standa inni í dimmum skóginum, þeg ar vinir þeirra, fuglarnir, voru flogn- ir til hinna suðlægu landa. Kaldur norðanvindurinn heyrði raunatölur þeirra og sagði Jesúbarninu í Betle- hem frá. Og lífsins herra, sem vill að öllum líði vel, gerði grenitrjánum boð og sagði að ef þau vildi verða glöð, þá ætti þau að gera eitthvert góðverk. Grenitrjen hlustuðu á skila- % boðin og svo breiddu þau út greinar sínar til að skýla lággróðrinum, sem óx við fætur þeirra- — Vindurinn sagði þá Jesú frá þvi, hvað litlu grenitrjen hefði gert. Hann fór þá til þeirra og blessaði þau. — Og hann hengdi gjafir til barnanna á greinar þeirra og sagði að þau skyldi hjeðan í frá gleðja börnin á jólunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.