Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 28
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS rm myndir, en þeir sáu að þetta var list og yfirforinginn hrósaði listamannin- um mjög mikið, og bað hann að mála myndir fyrir sig. Svo tilkomumikil var þessi kirkja og guðsþjónusturnar í henni, að jap- önsku hermennirnir stóðu stundum heiðursvörð á meðan. Og mynd af henni birtist í einu japanska blaðinu, til sannindamerkis um það hve vel Japanar færi með fanga sína. ENN VORU íangabúðir í Maka- suna og þangað voru flestir áströlsku fangarnir sendir. Þessar fangabúðir voru ekki annað en þorp þarlendra manna, kofar gerðir úr bambusviði og stráþaki. Snemma á árinu 1934 voru þarna þúsund ástralskir fangar. Þeir tóku sig til og breyttu hálfbygð- um kofa í kirkju. Engin verkfæri höfðu þeir og engan efnivið nema það, sem hægt var að safna saman innan fangabúðanna. Altarið var gert úr bambusstöngum og á það breiddur hvítur klútur, sem flugmaður nokkur áttí. Stafninn á bak við altarið var svo að segja alþakinn með bláu silki. Það fengu þeir úr ónýtri fallhlíf, sem einn hermaðurinn hafði verið með í poka sínum. Prjedikunarstóllinn var þó máske hugvitssamlegast gerður. — Hann var úr bambus, en það mátti hækka hann og lækka eftir vild þess, sem prjedikaði og til þess var notað stýri úr ónýtum bíl. Ekki fannst þeim kirkjan sín nógu skrautleg með þessu. Þeir vildu endi- lega hafa blómaskraut þar. Og fram úr því var ráðið á einfaldan hátt. Fyr- ir utan tjald varðliðsforingjans, sem var þar mjög skamt frá, voru tvær cementspípur, íimm feta langar og tvö fet í þvermál. Þessum pípum hnupl- uðu þeir og grófu þær niður á endann, sitt hvorum megin við altarið. Svo rændu þeir skrautlegum blómum úr garði varðliðsstjórans. Og alt í einu yoru þarna komnir tveir blómstur- pottar með stórvöxnum og fögrum ^þlómum. Varðmönnunum íanst ekki neitt athugavert við þessa skreytingu og einhvern veginn fór það svo, að þeir söknuðu ekki pípnanna. Kórinn var prýddur á þann hátt að tjalda hann innan með Ijereftspokum. Var rakið upp úr endunum svo að þar varð kögur á. Og svo var þetta málað með heiðbláum lit og skreytt með gull stöfum. Það gerði maður, sem jap- anski foringinn hafði látið mála bíl- inn sinn með þessum litum. Það var föngunum happ að hann skyldi aldrei taka eftir þessari litaskreytingu í kirkjunnf. í BATAVIA voru fangabúðir, þar sem áður höfðu verið hollenskir her- skálar. Þarna voru þúsundir fanga. Engin kirkja var byggð þar, en guðs- þjónustur voru haldnar í samkomu- skála, sem var opinn á þrjá vegu. — Þarna var mikill söngur og hljóðfæra- sláttur, því að þar voru 16 hollenskir hljóðfæraleikarar, sem áður höfðu ver ið í hljómsveit útvarpsins í Batavia. Vegna þess að skálinn var opinn, heyrðist söngurinn víðsvegar. Og rann sókn var hafin. Japanski embættis- maðurinn, sem hana framkvæmdi, áleit að söngurinn stælti fangana upp og viðheldi bardagahug þeirra. Bann- aði hann því flest lögin, sem sungin voru að jafnaði. Upp úr þessu vildi svo illa til, að presturinn komst í ónáð hjá stjórn fangabúðanna, og þá voru guðsþjónusturnar algerlega bannaðar. En fangarnir ljetu krók mæta bragði. Þeir fluttu guðsþjónustur sínar í jarð- hús, sem gert hafði verið til að geyma í því matvæli. Komu þeir kapellu- sniði á jarðhúsið. En aldrei gátu verið fleiri en 20 við messu í einu. Úr þessu var bætt með því að halda hverja messuna eftir aðra. Og þegar einn hóp urinn fór út, kom annar inn. Og þeim tókst að halda þessu leyndu fyrir Jap- önum. Þarna var messað fram í lok september 1943, og allir fangarnir munu ævilangt blessa minningu þess- arar litlu og ósjálegu kirkju. í ÖLLUM íangabúðum Japana voru kirkjur reistar. Það var ekki gert fyr- ir fortölur kennimanna, því að oft var enginn presturinn til að flytja guðs- þjónustur þar. En guðsþjónustur voru samt haldnar, ýmist opinberlega eða með leynd, eftir því hvernig á stóð. Og það voru hermennirnir sjálfir, sem prjedikuðu. Þeir eru múske ruddaleg- ir í herbúðum og grimmir á vígvöll- um, en er að þrengir verulega, þá leita þeir styrks í auðmýkt hjá skap- ara sínum. Þess vegna reistu þeir kirkjurnar í fangabúðunum. íW ^ íW ^ / MARGMENNI er jólunum spilt meö glaumi og yfirborös kœti, óhófi í gjöf- um, mat og drykk. Menn reyna aö skapa sjer jólafagnaö, en gleyma því aö hann fæst ekki meö fínum fötum, veisluhöldum og krœsingum, heldur veröur hann aö koma innan aö. Þess vegna eru jólin t sveitinni mjer hugstœöari og endurminning þeirra Ijúfari heldur en jólanna í borginni. í sveitinni skyggir glaumurinn ekki á jólin. Þar eru ekki svo björt Ijós, að stjörnur himinsins sjáist ekki fyrir Ijóma þeirra. Þar er ekki sá hávaöi af umferö, aö hann kœfi klukkna- hljóminn. Þar þekkjast allir og þar getur sameigmlegur jólahugur gagn- tekiö alla. Jeg hef aöeins lifaö ein gleðileg jól í borginni. Þaö var í spítala. Hjúkr- unarkonurnar fórnuöu sjér fyrir okk- ur sjúklingana. Þær reyndu aö gleöja okkur á allan hátt, jafnvel meö því aö brjóta settar reglur og gefa okk- ur betri mat, en viö áttum aö boröa. Þœr voru á fótum alla jólanóttina og þœr fullvissuöu okkur um þaö að sjer heföi aldrei liöiö betur. Þœr fluttu gleöi og friö inn í sjúkrastofurnar. Þaö getur verið aö þœr hafi sagt þaö satt, aö sjer hafi aldrei liöiö betur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.