Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 16
396 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þóra Sveinbjarnardóttir, Gróa Eyjólfs dóttir og Stella Eyjólfsdóttir. NÚ HEYRIST ys í fjarlægð. Mann- fjöldin kemst á hreyfingu. Lestin er að koma. Nú byrjar vandamálið. — Ilvernig eigum við að ná í sscti. Nú er ekki verið að hugsa um náungann. Lestin rennur inn á stöðina og fólkið þyrpist að dyrunum. Öll sæti fyllast á augabragði og við ísler.dingarnir, ó- vanir þessum aðgangi, nema þá þeir, sem eru vanir að ferðast milli Reykja- víkur og Hafnarf jarðar, stöndum eins qg þorskar á þurru landi. Eitt og eitt sæti er ennþá óupptekið, en við kjós- um að standa sameinaðir. Allt í einu er okkur gefið merki. Einn kleíi er nærri auður. Þetta hlaut að vera yfir- náttúrulegt. Allshugarfegin yfir að þurfa ekki að standa í lestargcngin- um 10—12 tíma, fáum við okkur sæti og reynum að láta fara þægiiega um okkur. Fólkið á ganginum gefur okk- ur illt auga og skilur ekki hvernig stendur á því að sætavandamálið skuli leysast sjálfkrafa og það gerum við ekki fyrr en við fáum skýringuna. Og hún er sú, að norskur skólaíjelagi eins okkar og sem hafði verið okkur hjálplegur við undirbúnjng fararinn- ar, hafði stokkið upp í lestina áður en hún stansaði og varið k'efann af mesta harðfengi, því hann bjóst viö að við myndum verða slyppfengir, eins og raunin varð. „Lokið dyrun- um. Fáið ykkur sæti“, kveður við og að andartaki liðnu taka hjólin að snúast. Liðið er kannað og allir virðast vera með. Farangurinn er kannaður og Sverrir gefur þá skýringu að hann vanti ferðatöskuna. í henni var allur nauðsynlegur útbúnaður til skíða- íerða og að auki vænn biti af íslensku hangikjöti. Sverri verður orðíátt og virðist eldast um 10 ár. Ilarkar þó ai sjer og hefur nýja rannsókn, en ár- angurinn er neikvæður. Ný tíu ára aldursaukning. Norðmaðurinn, okkar hjálparhella, þolir ekki að unglingur verði að gamalmenni löngu fyrir tím- ann, stendur á fætur og með honum vöskustu kappar. Að stundarkorni liðnu kemur leiðangurinn með tösk- una. Einhver góðsamur náungi hafði kastað her.ni inn um glugga á síðustu stundu mörgum vögnum aftar, í þeirri von að eigandinn væri innanborðs. Sverrir tekur aftur gleði sína og eðli- legan aldur. Ragnar tekur gítarinn og bráðlega kveour \ ið söngur og trall. Hitt ferðafólkið fer að stinga saman nefjum um hverskonar fólk þetta sje, sem syngi og tralli um miðja nótt, á óskiljanlegu tungumáli. Við heyrum að það er getið upp á ýmsu: Finnar, Estlendingar, kannski Rússar. En engum dettur það rjetta í hug, og það ekki að ástæðulausu, því fæstir Svíar geta látið sjer hugkvæmast að ír.lendingar sjeu að útliti og klæða- burði svipaðir öðrum mcnnum. N LESTIN rennur áfram og við syngj- um. Fyrsti viðkomustaður er Tröll- hettan. Þar er stansað nokkrar mín- útur. Við gægjumst út um gluggann en það er ekkert að sjá. nema nátt- myrkrið. Það er haldið áfram. Söng- urinn og spilið smáfjarar út. Svefn- inn sækir á hljóður og óbiíanlegur. Þcð sígur á í áttina til landamær- anna. Fólkið á ganginum situr á far- angri sínum og hallar sjer upp að vegnum og dottar. Allt í einu kemst einhver ókyrrð á. „Tollskoðun, vega- brjefaskoðun“. Tvær norskar stúlkur, sem sitja í klefa okkar og eru að fara hcim í jólaleyfinu, ókyrrast í sætum sínum og verða sýnilega taugaóstyrk- ar. Önr.ur tekur álnavörubút upp úr tösku sinni og hneppir frá sjer peys- unni og breiðir hann á brjóstið, hnepp ir að sjer og fer í kápuna, þó að það sje að minnsta kosti 20 gráða hiti inni. Hin er sýnilega í meiri vandræðum. Ilún er með nokkrar karlmannsskyrt- ur, sem við bjóðumst til að geyma íyrir hana yfir landamærin. Það má ekki flytja neina nýja vöru yfir landa mærin og alls enga vefnaðarvöru. — Einstaka vörutegundir getur maður þó sloppið með, með því að borga toll, en vefnaðarvara er gerð upptæk, sömuleiois skófatnaður og fleira. Sænski tolleftirlitsmaðurinn kemur og lítur lauslega á farangurinn, það er ógerningur í þessum þrengslum að gera það vandlega. Hann kemur þó auga á nýja skíðaskó, sem einn okkar á. „Eru þeir nýir?“ „Ekki alveg“. „Það lítur út fyrir það. Betra að passa þá yfir landamærir" — Svo cr hann farinn, en við ráðleggjum eig- andanum að setja skóna á fæturna og það er gert. Jólahátíðin er í nánd og tolleítirlitcmennirnir skilja vel að mest af þessu, sem fer yfir landa- mærin eru jólagjafir til þurfandi og þeir láta því eftirtektina hvíla sig venju fremur. Norski tolleftirlitsmað- urinn er eins skilningsgóður, spyr bara lauslega eftir tóbaki, útvarps- tækjum og nýjum fatnaði, en enginn hefur slíkt meðferðis, enda finnst okkur að ekki sje gert ráð fyrir já- kvæðum svörum. Þrátt fyrir að okkur virðist að tollskoðunin gangi greið- lega, tekur hún þó nokkuð langan tíma. Lestin er stór og gífurlegur fjöldi farþega. Það er sýnilegt á öllu að við verðum langt á eftir áætlun. Að öllu venjulegu á lestin að koma til Oslo um kl. 11, en í jólaösinni er altaf gert ráð fyrir að ekki sje hægt að standast áætlun. Klukkan er að verða þrjú þegar við loksins komum á brautarstöðina í Oslo. Þar er tekið á móti okkur af íslendingum, sem dvelja við nám í Oslo. Okkur er fylgt á gistihisin Hotell Norröna og Hotell Ansgar. Við höfðum verið svo for- sjál að panta þar gistingu mörgum dögum áður, enda kom það sjer vel. Það eru húsnæðisvandræði í Oslo, eins og víðar. Eftir að hafa matast vildu flestir ganga til hvílu. NÆSTI dagur, sem var sunnudagur, var notaður til þess að skoða bæinn. Veðrið var heldur leiðinlegt, þoka og éljagangur. Þetta átti sinn þátt í að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.