Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSIN S 389 Abingdon er mjijg snotur fcær Á næstu árum íara litlar sögur af klaiistrinu í Abingdon og ekki fyrr en 870, er það var rænt af dönskum víkingum. Munkarnir sluppu ómeiddir og gátu forðað mestu af dýrmætum skjölum klaustursins og öðrum grip- um og sest þar að aftur, eftir að Dan- ir höfðu verið flæmdir á brott. Eru um það helgisagnir, hvernig klaustr- inu var, í það sinn, bjargað úr hönd- um hinna herskáu Dana. Árið 944 varð klaustrið aftur fyrir árás af hendi norrænna víkinga og var þá gjöreytt og yfirgefið um hríð. Á árunum 955—959 er klaustrið endurreist af Aðalvaldi hinum helga og vgrð það mjög frægt um hans daga, bæði fyrir byggingar þær, er hann ljet reisa þar, því að hann var sjálfur mikill byggingameistari og ekki siður fyrir hreinlífi og reglusemi munkanna, enda var klausturslifnaður þar, um hans daga, talinn mjög til fyrirmyndar og gætti áhrifa frá Abingdon í klaustrum á suður Eng- landi og víðar. Einn af lærisveinum Aðalvalds. Ælfric, er síðar varð erkibiskup í Cantaraborg hefur ritað ævisögu hans og er þar margan fróðleik að finna um klaustrið í Abingdon og áhrif þess. Aðalvaldur ljest 984 og var þá orðinn biskup í Winchester. — Til dauðadags ljet hann sjer mjög annt um klaustrið, rjeð þangað munka og vjek þeim burt, eftir þvi sem honum þótti við þurfa. Ýmsir.frægir menn úr sögu Englands koma við sögu klaustursins í Abingdon, svo sem' þeir Alfreð konungur hinn mikli og Vil- hjálmur sigursæli. Eftir daga Aðalvalds fara norræn og normönsk áhrif vaxandi í Bret- landi, er leiða til fullkomlega nor- manskra yfirráða með Vilhjálmi sig- ursæla 1066. Vilhjálmur þrengdi allmjög kostum klaustursins, þó að það yrði síðar all- frægt á dögum Játmundar hins helga (1170—1240). Endalok klaustursins í Abingdon urðu þau, að það var lagt niður laust eftir 1534 á dögum Hinriks konungs VIII. Konungur hafði fengið enska þingið til þess að lýsa því yfir, aö enska kirkjan segði sig úr lögum við rómversku kirkjuna og væri að fullu og öllu laus undan valdi páfans og afskiptum, og konungur væri uppfrá því æðsti maður kirkjunnar í Eng- landi. Þetta varð til þess að konungur kastaði eign sinni á mikið af eignum rómversku kirkjunnar og Ijet leggja niður klaustrin. Gekk konungur að þessu með allmikilli hörku og voru ábótar þeir og munkar, sem ekki vildu beygja sig, annað hvort fangelsaðir eða líflátnir. Klaustrið í Abingdon mun þó ekki hafa verið lagt formlega niöur fyrr en 1533. KLAUSTURuDi GGINGARNAR, SEM ENN STANDA Hvað er svo eftir aI hinu forna klaustri? verður manni á að spyrja. Nokkrar gamlar byggingar standa þar ennþá og hafa nokkrar þeirra ver- ið ondurreistar á allra síðustu árum. Hluti af aðal klaustrinu stendur enn uppi og má sjá, hvernig sumar af vistarverum munkanna hafa litið út, þó allt sje þar nú hrörlegt orðið o^ niður fallið. Á aðal byggingunni ber einna mest á sjerkennilegum reykháf, sem talinn er vera frá 14. öld og einstakur i sinni röð meðal slíkra mannvirkja i Bretlandi. Margar af byggingum klaustursins eru nú horfnar með öllu. Ekkert sjest nú lengur af klausturkirkjunni, en steina úr henni má víða íinna í Abing don. Þá eru og nokkur örnefni þar í bænum, sem minna á hið forna klaust- ur, svo sem Abbey Lane og Abbey Gate o. s. frv. Þegar maður reikar um hinar fornu klaustursbyggingár í Abingdon, gæg- ist fram úr rökkri horfinna alda, minn ingin um farandbiskupinn Róðólf i Bæ, er eyddi nær tveim tugum ára ævi sinnar til eflingar Guðs kristm á íslandi, en gcrðist síðan ábóti í einu af frægustu klaustrum Bretlands, til þess að greiða þar fyrir norrænum áhrifum. Máske hvíla nú jarðneskar leifar hans í hinum gamla klausturskirkju- garði í Abingdon, þar sem beinvaxm og tíguleg álmviðartrjen veifa krónum sínum ljettilega í hægum kvöldblæn- um. Óskar J. Þorláksson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.