Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 13
UPPHAF ÞORLÁKSMESSU OG JARTEINABÓK ÞORLÁKS HELGA verk; hann hjet á hinn heilaga Þor- lák biskup sjer til heilsubótar, batn- aði ekki, kvaldist hann lengi í þess- um sjúkleika; og eina nótt dreymdi hann, að Þorlákur biskup kæmi að honum og mælti til hans: „Heyrði jeg kall mitt til mín, en því máttu enga heilsubót fá* að þú hefur glæpi ósagða; nú játtu þig fyrir presti, ef þú vilt heilsu fá“. — Síðan vaknar hann, og þegar hann hafði skrift- að, varð hann heill. Kona ein hafði vanheilsu mikla af hræðilegum kvið- sull 30 vetra; hún hjet á hinn hei- laga Þorlák bisk- up sjer til heilsu- bótar, en um nótt- ina fyrir hinn 13. dag sýndist henni Þorlákur biskup í svefni, en hún • vaknaði alheil. JARÐTEINABÓK ÞORLÁKS BISKUPS. Áriö 1199 Ijet Páll biskup Jónsson lesa hátt á aJþingi jarteinir, er sanna áttu helgi Þorláks biskvps. Voru þær síöan, ásamt fleirum, er bœttust viö, skráöar í bók.' Frumbókin sjálf er glötuö, en í Árnasafni í Kaupmannahöfn er afskrift af henni allforti, líklega frá önd- verðri 13. öld. Myndin er af einni blaðsíðu úr þeirri bók og eru þar á skráöar jarteinir þær, sem prentaöar eru meöfram myndinni. ÞORLÁKUR biskup Þórhallsson, hinn helgi, andaðist í Skálholti 1193 „einni nótt fyrir jólaaptan 60 vetra gamall og hafði 15 vetur biskup verið“. Sá dagur kallast nú Þorláksmessa. Var búið um líkama hans og skorið hár hans. Hafa menn þann helgan dóm víða og fá mikla bót af. Eftir andlát biskups var lík hans borið í Irirkju og var í sönghúsi þrjár nætur að bíða greftrar. En annan dag jóla var hann í jörð lagður. En áður menn gengi frá greftri hans, þá mælti Gissur Hallsson um þau tíðindi er orðin voru, eftir því sem siðvenja var á yfir tiginna manna grefti; „Gott er á það að minnast að voru vitni og að sögu vorra foreldra, um þá biskupa, er fyrir vort minni hafa verið, að sá þykir hverjum bestur er kunnastur er, og svo dýrlegir menn, sem þeir hafa verið allir í sínum biskupsdómi, þá er það þó frábært, hversu Þorlákur hefir búið sig til biskupstignar, langt frá því sem allir aðrir. Hann var hreinlífur alla ævi, siðsamur og lastvar, ör og rjettlátur, miskunnsamur og heilráður, lítillátur og stjórnsamur, mjúklyndur með sannri ást og elsku bæði við guð og menn. Hann tók vigslu á barnsaldri og sýndist hinum vitrustu mönnum að auka hans sæmd og vígslur, meðan til voru, og á unga aldri gaf hann sig undir heilaga reglu, og varðveitti hana alt til dauða. Nú þó að það sje boðið, að vjer leggjum eigi bera dóma á ráð manna, þá munu fáir vonarmenn vera, ef hann er eigi fullsæll svo ólíkur sem hann var flestum mönnum í sínu lífi og góðum siðum“. Lauk hann sinni ræðu með snjöllu máli. Staðarfólk og landsfólkið víða harmaði mjög andlát biskups, því að þeir ætluðu hann meir skildan við mennina, en nú er reynt, því aldrei hafði upp komið helgi nje jarteinir nokkurs manns á íslandi fyr en Þor- láks biskups, en þó voru margir menn huggaðir af þekkilegum draumum, þar til er guð birti verðleika hans framar. Töluðu það margir vitrir menn, að annaðhvort mundi helgi Þor- láks biskups upp koma, ella mundi þess eigi auðið verða á íslandi, svo sem Eiríkur erkibiskup bar vitni í brjefi því, er hann sendi Páli biskupi svo segjandi: „Ágætan bróður vom, Þorlák biskup, góðrar minningar, trú- um vjer helgan verið hafa í lífinu, en nú dýrðlegan kraftanna gimstein fyrir guði, og mikils ráðandi.“ Hið sama sumar eftir sendi Brand- ur biskup Orm prest með öðrum klerk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.