Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLA ÐSTNS 403 Jón hlyti að vera dauður og sjálfsagt allur marinn sundur. Væri það á- byrgðarhluti fyrir þá að vanhelga jólahátíðina með þessari vinnu. Urðu um þetta all-miklar umræður og voru menn ekki á eitt sáttir. Þó. fór svo að lokum að mennirnf. k >mu sjer saman um það að þeir skyldu halda áfram þar til þeir fyndu Jón, lífs eða liðinn, jafnvel þó þeir þyrftu að vinna alla nóttina og fram á jóladag. Munu þeir Baldvin og Friðlaugur mestan þátt hafa átt í því að haldið var áfram. Sagði Friðlaugur.að eng- um heimilismanni á Hafralæk mundi koma dúr á auga um jólin ef Jón sæti niðri í brunninum um hátíðina. Leið nú fram á kvöldið og var unn- ið af hinu mesta kappi. Þegar búið var að grafa um þrjár mannhæðir niður í brunninn komu menn að allstórri hellu, sem lá flöt. Þegar búið var að lyfta henni upp kom í ijós höfuðið og herðarnar á Jóni og sáu menn þá, að hann var lif- andi. Glaðnaði þá heldur yfir björg- unarmönnum. En þeir sem hugminstir voru, gengu frá verki og treystu sjer ekki að horfa upp á það, þegar Jón yrði tekinn allur marinn og limlest- ur upp úr grjótinu. En það töldu þeir áreiðanlegt að hann mundi vera, jafn- vel þó hann væri með lífsmarki. Yrtu menn nú á Jón og var hann málhress. Var nú farið að losa grjótið, sem var meðfram honum og gekk það seint, því nú þurfti að hafa alla varasemi, svo ekki hlytust meiðsli af fyrir hann. Lá grjót og mold alstaðar að líkaman- um, nema að framanverðu, þar var autt rúm á litlum parti, svo hann hafði getað andað. En þegar kalda loft ið kom að honum setti að honum skjálfta mikinn. Tók þá Baldvin spiri- tus, sem hann hafði haft með sjer í flösku og gaf honum að súpa á. Gerði Baldvin það á 10 mínútna fresti á meðan mennirnir voru að losa grjótið frá Jóni, sem tók alllangan tíma. Og gekk fullerfiðlega að halda hita á honum á þennan hátt. Enda kom það í ljós að Jón hafði annan fótinn í vatni upp undir hnje. Þegar loks var búið að losa alt grjótið frá Jóni kom það í ljós að hann var alveg óbpotinn, en allmikið marinr. á handleggjum og á he. ðum. Var nú Jón dreginn upp úr brunnin- um og gengu tveir menn undir hon- um inn í baðstofu. Var hann síðan háttaður niður í rúm og gefinn heitur drykkur. Var klukkan átta um kvöld- ið þegar Jón kom inn og var þá búinn að vera hátt á sjöunda klukkutíma niðri í brunninum. Var Jón við rúmið einn eða tvo daga, en fór svo á fætur og gerði verk sín, en stirður var hann alllengi á eftir. Sagði Jón svo frá að þegar hann hefði verið kominn niður undir vatn- ið í brunninum hefði hann stigið á stein einn í brunninum og hefði hann losnað og svo hver af öðrum. Hjelt Jón sjer þá uppi á reipinu. En þegar brunnurinn fór að hrynja ofan við hann misti hann handfesti af reipinu og hrapaði þá eitthvað niður, en þó ekki langt, því brunnurinn var þá all- ur kominn saman neðan við hann. Sat Jón nokkurn veginn eins og þeg- ar maður situr á stól, nema bolurinn hallaðist fram og fanst honum mikill þungi hvíla á herðunum á sjer. Og kulda lagði um hann, því eins og áður var sagt, var annar fóturinn í vatni, sem var ískalt uppsprettuvatn. Sagð- ist Jón fyrst hafa búist við dauða sín- um, því vonlaust þótti honum að hægt yrði að grafa brunninn upp nema á svo löngum tíma. Óttaðist hann að hann mundi kafna, því fremur var honum erfitt um andardráttinn, eða þá hitt að þunginn sem hvíldi á herð- um hans mundi kremja sig. En þegar hann 'hefði heyrt til mannanna fyrir ofan sig, þegar þeir voru að grafa brunninn upp, hefði lifnað von hjá sjer að hann slyppi lifandi úr þessari hættu. Þó hefði sú von verið fremur veik fyrstu kviðuna, því hann bjóst við að þeir mundu ekki endast. til að halda svo lengi áfram, og ekki síst þegar jólanóttin fór í hönd. En þegar hann heyrði hávaðan nálgast hefði vonin o.ðio ste.kari. Ekki leið langur tími þar til Jón var alveg jafngóður af brunnferðinni, enda \cu na 'n hraustur maður og terkhvggður. Lifð: hann lengi eftir þetta og varð aldraður maður. Jóhannes Friölaugsson frá Fjalli. r —---------------r- - Ertu fús aö gleyma því hvaö þú hefur gert fyrir aöra, en hugsa aöeins um þaö, sem aörir hafa gert fyrir þig? Viltu minnast þess aö þú átt engar kröfur til heimsins, en heimurinn stór ar lcröfur til þín ? Viltu leggja á Hilluna þaö sem þú kallar rjettindi þín, en hugsa aöeins um þaö aö gera skyldu þina og þó heldur meira? Ertu fús aö viöurkenr.a aö aörir hafa sömu rjcttindi í þessum heimi og þú? Ertu fús aö viöurkenna aö þú ert ekki fœddur í þennan heim til þess aö hafa mikiö upp úr lífinu, heldur til þess aö gera mikiö fyrir lífiö? Ertu fús að hœtta að fjargviðrast út af því hvað heimurinn sje vondur, en reyna að sá nokkrum gleöifrœkorn- um meöal náunga þinna? Ef þú getur meö góöri samvisku svarað öllum þessum spurningum ját- andi, þá eignast þú gleöileg jól.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.