Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 399 móti. Veðrið var milt, en dimt af náttmyrkri og þoku. Við gengum öll í halarófu eftir miðj um skógarstígnum. Var ekki laust við að sumum fyndust þessir 7 km. und- arlega langir. Að lokum sáum við bregða fyrir ljósi milli trjánna. Varð það almennt gleðiefni. Alt í einu stóð- um við á skálahlaðinu. Þar voru fyrir norsk hjón og dætur þeirra tvær, 8 og 10 ára. Ætluðu þau að sjá okkur fyrir fæði í skálanum. Skálinn reynd- ist vera heldur lítill, lítið eldhús, svefn herbergi fyrir tólf og setustofa. Auk þess gátum við fengið afnot af öðr- um skála, sem var þarna rjett hjá. Það var búið að skreyta jólatrjeð og borðið og alt inni var hreint og þokka- legt. Þótti okkur gott að setjast niður framan við arineldinn og hvíla lúin bein. Bráðlega var komin á borðið rjúkandi kjötsúpa og soðið kjöt og var ekki laust við að rösklega væri tekið til matar. Það sem eftir var kvölds- ins leið fljótt og vandamálið, hverjir skyldu sofa í hinum kofanum, var leyst hljóðalaust. Dagurinn eftir var aðfangadagur. Veðrið var gott, lítið frost en þoka. Eftir morgunverð var farið að athuga um skíðabrekkur. Okkur hafði verið sagt áður, að þarna væri ágætt skíða- land. Þegar við komum út reyndist nægur snjór og færi sæmilegt, en eng- ar brekkur í nágrenninu. Urðu margir fyrir vonbrigðum, og þótti upplýsing- arnar ekki koma heim og saman við raunveruleikann. Seinna skildum við að Norðmenn þar um slóðir kalla það besta skíðalandið, þar sem gott er til skíðagöngu. Fara þeir þarna oft lang- ar gönguferðir, en iðka ekki svig eins og mest tíðkast heima. Eftir nokkra leit í nágrenninu, fundum við smá- brekkur, sem við undum við þangað ti; líða tók á daginn og maginn fór að láta vita um tilveru sína. Var síðan haldið heim á leið, margir dálítið von- sviknir yfir skíðalandinu. Þegar heim kom beið okkar besti matur. Var nú farið að ráðgast við Stenberg, gest- gjafa okkar, hvar fjallanna væri að leita og hvað væri langt þangað. Kom umst við að raun um að íjöllin voru svo sem á alla vegu og líklega um klukkutíma gangur þangað. Þótti hin um minni spámönnum það allískyggi- legt og minntust göngunnar kvöldið áður. Varð þó úr að Stenberg skyldi fylgja okkur fram á fjallið næsta dag sem var jóladagur. # NÚ LEIÐ AÐ kvöldi, aðfangadags- kvöldi. Bjuggust menn betri fötum, borð og veggir voru skreytt eftir föng um. Nú uppgötvuðum við að við höfð um ekki athugað að taka með okkur neitt, sem við gætum gefið hjónunum og telpunum í jólagjöf. Reyndar höfð um við ekki vitað fyrirfram um telp- urnar. Nú voru góð ráð dýr. Hafði nokkur nokkuð, sem væri hugsanlegt til gjafa. Eftir nokkra umhugsun hafð ist upp á forláta ullarpeysu og siki- sokkum handa frúnni og skyrtu handa Stenberg. Litlu telpurnar urðu að láta sjer nægja súkkulaði og annað góð- gæti. Var nú kveikt á jólatrjenu„dans að í kringum það, sungnir sálmar og kvæði. Alt í einu kemur Stenberg inn með fullan kassa af pökkum, vöfðum inn í jólapappír. Mjer varð á að hugsa að ekki væri minna um jólagjafirnar hjer en heima, ef litlu telpurnar ættu að fá öll þessi ósköp, því hvernig átti mjer að geta hugkvæmst að við, hvert og eitt okkar, ætti að fá sína jólagjöf, en það var það sem í kass- t anum var, jólagjafir til allra. Gjaf- irnar voru bæði frá einstaklingum á Rena og ferðafjelaginu. Þó gjafirnar væru ekki stórar, flest bækur eða tima rit, höfðu þær samt mikil áhrif á okk- ur og var ekki langt frá að sumir vikn uðu. Urðum við fegin að hafa getað slegið saman í jólagjafir handa hjón- unum, og sjerstaklega þar serri svo vel hafði tekist til að það kom í góðar þarfir, því bæði ullarvörur og skyrtur er því sem næst ófáanlegt í Noregi. Jólagjafirnar settu sinn svip á jóla- gleðina og við hugsuðum hlýtt til ferðafjelagsins á Rena fyrir þessa fá- dæma hugulsemi. Okkur varð á að spyrja hvert annað, hvort við heima myndum hafa gert hið sama, ef eins hefði staðið á. Nú var sungið og spilað. Litlu telp- urnar sungu fyrir okkur norskar jóla- vísur. Þær skemtu sjer ágætlega með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.