Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 26
406 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS verndari þeirrar borgar. Þann 4. des. var tilhlökkunin auðsæ á öllum barna andlitum. — Leikfagnabúðirnar voru uppljómaðar og fyrir framan glugg- ana stóðu h 5par af börnum, sem störðu á dýrðina og bentu á það, sem ^eim fanr't mest tii um. Allsstaðar neyrðust sömu orðin: Voila, Saint Nicolas! Jeg gekk um borgina ásamt tveim- ur nunnum af reglu hins heilaga Frans frá Assisi og þær útskýrðu fyr- ir mjer það sem fyrir augun bar. — Sjálf þekkti jeg ekki Saint Nicolas nema af afspurn og eiginlega ekki nema af sagnfærðum frásögnum um Sankti Claus og reykháfinn. En þann 6 des. kom hann sjálfur í heimsókn í skólann, þar sem jeg bjó. Hann var öðru vísi búinn en jeg átti að venjast. Hann var í biskupsskrúða með mitur og bagal og heilsaði okkur með kross- marki. Síðan mælti hann fram ávarp til hvers einstaks nemanda, útbýtti gjafabögglum til allra viðstaddra og kvaddi okkur siðan með krossmarki og fór. NU VAR heilagur N^kulás kominn til borgar sinnar. Hann ætlaði að dvelja hjerna eina nótt, en að kveldi hinS 7. des. ætlaði hann að fara, og við urð- um að kveðja hann vel, því hann kem ur ekki aftur fyr en að ári. Hinn 7. des. var laugardagur. Um 7 leytið um kveldið voru göturnar orðnar fullar af fólki, sem beið eftir Saint Nicolas. Allsstaðar voru börn. Þau minnstu sátu á háhesti fullorðna fólksins. Öðru hvoru hrópuðu þau upp yfir sig af gleði og eftirvæntingu. Allt í einu heyrðist trumbusláttur og flautuspil. Saint Nicolas var að koma! Hljómsveitin gekk í fararbroddi klædd í litklæði og á eftir henni kom Saint Nicolas í biskupsskrúða með mítur á hvíthærðu höfðinu og bagal í vinstri hendi; þeirri hægri lyfti hann til kveðju og gerði krossmark yfir hópinn. Fagnaðarópin gullu hvaðan- æfa. Börnin ruddust fram í áttina til hans, en þar var vörn fyrir. Háskóla- stúdentar gengu sitt hvoru megin við hann með kaðal strengdan á milli sín, svo engin gæti komist of nærri. — Rjett á eftir Saint Nicolas gengu þrír drengir í litklæðum. Sá í miðið bar heljarstóra körfu á bakinu og hinir tveir tóku góðgæti upp úr körfunni og köstuðu því til barnanna. Þá varð nú heldur en ekki handagangur í öskj- unni þegar börnin voru að reyna að grípa góðgætið á lofti. En aftast í skrúðgöngunni gekk skuggalegur svartskeggjaður náungi í dökkum munkakufli með stóreflis húsvönd í hendinni. Hann barði frá sjer á báða bóga svo allir hrukku saman og reyndu að forða sjer frá Uöggunum. Þetta var Faðir Fouettard. Hann veit nefnilega að börn eru eng- ir englar, þau eru oft óþekk. Og þó að Saint Nicolas sje svo góður, að hann vilji gefa öllum jafnt, þá hugsar faðir Fouettard sjer nú samt að reyna að sjá um að hver fái sitt: óþekku börnin flerrgingu og góðu börnin gjaf- ir! Jeg hafði heyrt getið um faðir Fouettard undir öðru nafni, svo jeg kannaðist strax við hann. í Þýska- landi heitir hann Knecht Ruprecht. Þar kemur hann inn á jólakveldið og yfirheyrir börnin, til þess að vita, hvort þau hafi verið óþæg undanfarið ár. Ef þau hafa verið óþæg og vilja ekki biðja fyrirgefningar, þá stingur Knecht Ruprecht þeim niður í pokann sinn og fer með þau heim til sín. En hafi þau verið þæg, fer hann muldr- andi leiðar sinnar og Saint Nicolas kemur á eftir með gjafirnar. SKRÚÐGANGAN færðist hægt á- fram í gegn um mjóar og brattar göt- urnar í áttina til dómkirkjunnar, sem helguð er heilögum Nikulás. Allsstað ar voru opnir gluggar fullii' af fólki. Öll borgin var uppljómuð og gleði á hverju andliti. Góðgætinu rigndi yfir hópinn og högg föður Fouettards hvinu í loftinu. Trumburnar voru barðar og spilað á flauturnar af mikl- um móð. Loksins staðnæmdumst við á torginu fyrir framan dómkirkjuna. Saint Nicolas hvarf þar inn um hús- dyr og kom von bráðar í Ijós'við op- inn glugga. Hann heilsaði mannfjöld- anum með krossmarki og hjelt ræðu fyrir börnin. Hann áminnti þau um að vera góð og hlýðin á komandi ári svo hann gæti komið aftur næsta ár. Svo hvarf hann úr glugganum, kom aftur út um dyrnar og skrúðgangan fór sömu leið til baka. Við gengum síðan heim, því það var orðið áliðið kvelds. Saint Nicolas var líka farinn og kemur ekki aftur fyrr en að ári. En næstu daga kinkaði jeg kunnuglega kolli í hvert sinn sem jeg sá mynd af honum í búðarglugga. Mjer fannst jeg hafa eignast nýjan vin. Og þó jeg sje fyrir löngu orðin íullorðin, skil jeg samt vel gleði barn anna yfir komu slíks vinar, sem gefur örlátlega án manngreinarálits og ber jafn hlýjan hug tii allra. Slíkur maður er sannarlega heilagur. Guðrún JónsdóUi'r frá Prestsbakka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.