Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 21
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 30T Hið góða skaðar ekki“, en víst er um það að við urðum fljótlega bestu kunn ingjar Stenbergs-fjölskyldunnar. í FYRSTU hafði verið ákveðið að halda af stað heimleiðis þann 29., en vegna þess hve allir undu vel hag sín- um og flestir höfðu nægan tíma, varð það úr að við ákváðum að fara ekki úr skálanum fyrr en þann 1. jan. Gamlaárskvöldið var haldið hátíðlegt, eftir efnum og ástæðum. Við söknuð- um að fá ekki að heyra áramótahug- leiðingarnar og klukkuslá'tt nýja árs- ins heima. Að kvöldi hins fyrsta janúar ætlaði ferðafjelagið á Rena að halda okkur skilnaðarsamsæti. Við tókum því sam an pjönkur okkar tímanlega, fengum hestasleða að flytja þær á niðureftir, stigum á skíðin og rendum af stað. Á Rena var okkur vel fagnað af norsku kunningjunum okkar. Var kvöldið hið ánægjulegasta. Voru þarna mættir um 60 Norðmenn. Gerðu þeir alt til þess að síðasta kvöldið mætti verða sem skemtilegast. Matur var veittur af mestu rausn, síðan var sungið og dansað fram eftir nóttu. Við íslendingarnir reyndum að leggja nokkuð af mörkum til skemtunarinn- ar. Við sungum nokkra íslenska söngva, öll saman og síðan söng Sverrir okkar einsöng. Var söngnum vel fagnað, sjerstaklega einsöngnum. Daginn eftir notuðum við til þess að skoða pappakassavefksmiðju sem er á Rena. Er það ein sú stærsta í sinni grein í Noregi. Fórum við í gegnum alla verksmiðjuna, og fengum að sjá hvernig pappakassarnir verða til, alt frá því að trjen eru tekin úr viðar- kösinni, þar til kassinn er fullgerður. Er það töluvert meiri vinna en maður gerir sjer almennt í hugarlund þegar maður handfjallar tóma pappakassa. Verksmiðjan er nýbyggð, því sú gamla var eyðilögð í loftárás á stríðsárunum. Um þrjú hundruð verkamanna hafa vinnu þar. Nokkrir fóru að skoða skíðastökk- brautina, sem er rjett hjá bænum. Er þar hægt að stökkva um 90 metra og er hún ein af þeim stærstu í Noregi. Leist sumum hún ekki árennileg, enda varð einum að orði þegar hann sá Holmenkollstökkbrautina: „Þetta, er ekki mikið að sjá. Þú ættir að sjá brautina á Rena.“ Er það síðan haft að orðtaki meðal Renafaranna, þegar talið berst að einhverju stóru eða mik- ilfenglegu: „Þú ættir að koma að Rena, maður“. MEÐ söknuði og sumar, eða sumir jafnvel með trega, yfirgáfum við Rena seinnihluta annarsdags. Ýmis- konar vináttubönd höfðu knýttst, og var ekki laust við að klökkva gætti á kveðjustundinni. Með árnaðaróskum og von um endurkomu, kvöddu okkur vinir okkar á járnbrautarstöðinni, en við þökkuðum fyrir okkur og báðum þá vel að lifa, með ferföldu húrra- hrópi. Oft hafði verið þröngt á þingi í lestinni, en nú tók þó útyfir. Var það með herkjubrögðum að okkur tókst að fá rúm á ganginum, og urðum við að standa þar álíka þjett og síld í tunnu. Ragnar gat þó náð í gítarinn, enda var nú hver síðastur, því að hann ætl- aði að yfirgefa okkur á næstu stöð og fara upp að Lillehammar og heim- sækja móðursystur sína. Fengum við eins og svo oft áður, mikið af forvitnum áheyrendum, se.n virtust skemta sjer hið besta. í Oslo staðnæmdumst við í tvo daga. Hafði íslendingafjelagið í Oslo ákveð ið að hafa samkomu og óskaði eftir að við yrðum þar með. Var einnig von á stórum hóp fslendinga, sem höfðu verið uppi í Hallingdal í jólafri- inu. Veðrið var ekki ákjósanlegt til að skoða bæinn. Þó sáum við Holmen kollen. Vigelandsgarðinn og ráðhúsið, sem er í smíðum. — Vigelandsgarð- urinn, eða Frognerparken, eins og hann heitir á norsku, er ekki fullgerð- ur. Hinn frægi norski myndhöggvari, Gustav Vigeland, (d. 1943) lagði fram 25 ár ævi sinnar til að skapa þennari garð, sem á að vera aðalskemtigarður Oslobúa. Það er einkennir garðinn er hinn mikli fjöldi myndastytta og lág- mynda. Fyrir garðinum miðjum ,er geisihá súla öll greypt mannamynd- um. Eiga þær að tákna sókn mann- kynsins til ljóssins. Garðurinn fullgerð ur mun hvergi eiga sinn h'ka í heim- inum. Nokkur okkar heimsóttu formann íslendingafjelagsins í Oslo, Guðna Benediktsson. Er hann búinn að vera mörg ár í Noregi, en talar þó vel ís- lensku. Kona hans er norsk. Vorum við þar í góðu yfirlæti og sagði hann okkur ýmislegt frá hernámsárunum. Að kvöldi seinna Oslodagsins var svo íslendingamótið. Voru þar saman komnir milli 50 og 60 landar. Þótti þeim eldri íslendingum, sem höfðu lengi verið búsettir í Noregi, að þetta væri myndarlegur hópur og sögðust aldrei hafa sjeð svo marga landa sam ankomna þar í borg. Minntust þeir gamla landsins og báðu okkur fyrir kveðjur heim og óskuðu þess að við mættum losna við þá erfiðleika, sem fylgja því að búsetja sig í framandi landi. NÆSTA morgun kvöddum við svo Noreg með hlýjum hug og með marg- ar góðar endurminningar. Við höfð- um eignast marga góða vini, kynnst frændþjóð okkar betur en hægt er í bókum og aukið þekkingu okkar. Við lögðum líka fram nokkurn skerf til þess að kynna okkar land og okkar þjóð. Virtist okkur áhugi Norðmanna um að kynnast kjörum og h'fsháttum okkar einlægari og sannari en við höfð um átt að vcnjast annarsstaðar. Þeir líta á okkur sem jafningja, en ekki litla bróður, sem er að hreykja sjer hátt til þess að vekja eftirtekt. Við þurfum bara að gera meira til þess, að tengja að nýju vináttu og menn- ingarbönd milli Noregs og íslands. Göteborg í janúar 1947. Ólafur S. Ólafsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.