Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 391 Grænlenskir kvenbúningar: Thulebúningur t. v., suður-grænlenskur til hægri. í vestri þar sem sól var nýlega hnígin til viðar, en borgarísjakarnir virtust vera kolsvartir, ógnandi jötnar, þar sem þá bar við eldrauðan himininn, en hvítir máfar flögruðu sem dökkir skuggar yfir höfðum okkar. I austri runnu himinn og haf saraan í eitt og voru samskeytin hulin himinbláma og nú komu hisin í ljós, skuggamyndir á himni í austri. Á milli skuggamynd- anna sást Mars eins og rautt b!ys í fjarska. Moldarkofar Eskimóanna standa á lágum nöfum, sem teygja sig langt út í fjörðinn, en að baki og um- hverfis kofana standa hjallar og þurk- grindur fyrir kjöt og skinn. Þetta kveld voru allir Eskimóar’, sem heima voru, á stjái til þess að taka á móti okkur. Hundarnir hlupu fram með ströndinni með miklum ys, en uppi á bröttum hömrum nokkru innar stóðu 3 menn í kafloðnum hvítabjarnar- skinnbuxum og skygndust eftir okk- ur. Og deginum lauk, eins og hann byrjaði, með gleðskap og gamni. í. OKTÓBERMÁNUÐI varð annar atburður til þess að minna okkur a nálægð jólanna. Það var orðið of kalt fyrir jólageltina okkar, Sófus og Her- í refaskinnsbuxum og selskinsstígvjel.. mann, svo þeim var slátrað þann 28. Þeir höfðu komið frá Danmörku um sumarið með sama skipi og við og að sjálfsögðu vakið mikla athygli í Thúle. Heimskautaeskimóar hræðast hvorki hvítabirni nje rostunga, en svona dul arfull dýr eins og grísi vilja þeir helst hafa í hæfilegri fjarlægð. Það varð til þess, að Krulodenguakr litli, vikadrengurinn okkar, gat sjer mikinn orðstír fyrir hugprýði sína, þegar hann — nauðsynjarinnar vegna — hirti grísina um haustið. Dag nokkurn kom verslunarstjórinn að honum, þeg ar hann var að gefa grísunum rost- ungakjöt. Jeg veit því miður ekki, hvað Hermann og Sófus sögðu við rostungnum. — Slátrunin var auðvitað stórviðburður. Áhorfendurnir stóðu allir í hæfilegri og öruggi fjarlægð utan við timburskýlið, þar sem svín- unum var slátrað, og skutust að glugg unum við og við, til þess að gægjast inn í skúrinn, þar sem Hermann sötr- aði ósköp rólega blóð síns fallna bróð- ur, áður en hann sjálfur var skotinn. Næstu daga vorum við önnum kaf- in við að búa tii slátur, lifrarkæfu o. a. og við borðuðum eins og við þold- um af nýrri svínalifur, og kótelettum en mestur hluti grísanna var þó geymdur til jólanna og þurfti ekkert íshús. Nóvembermánuður fór í það að búa til jólagjafir. Það voru ekki allir sem höfðu verið svo forsjálir að panta þær meðan tími var til, og þess vegna urðu þeir hinir sömu nú að beita öllu hug- viti sínu, til þess fyrst að upphugsa einhverjar gjafir og því næst að búa þær til. Loks byrjaði jólamánuðurinn og þar með hið eiginlega jólaannríki við að baka, búa til jólaskraut og skreyta með því, matartilbúningi o. fl. Dag nokkurn, þegar við vorum hvað mest önnum kafin, komu svo fyrstu sleðarnir að sunnan, til þess að kaupa inn til jólanna. Það hafði í langa hríð verið ísskæningur á firðinum, sem ekki hjelt sleða og hindraði þannig allar samgöngur. Það mun því hæpið að menn geti gert sjer í hugarlund, hvílíkur viðburður þessi sleðakoma var okkur. Þetta voru miklir veiði- menn og þekktir menn, sem bar að garði, vel til fara með 17 til 18 hunda fyrir hverjum sleða. Tveir af þeim höfðu verið með Knud Rasmussen í 5. Thúle-leiðangrinum, og höfðu verið sæmdir ágætustu heiðursmerkjum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.