Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 385 uppreist og vaxandi sjálsvirðing, er námið sóttist vel. Og enn þetta voðalega, — að hann skólapilturinn gat barn með giftri konu, sem honum var trúað fy^ir að kenna kristindóm. Hvílík sæla og synd. Ha.nn man hennar funheita fas og frásagnir frá sólheitum Suðurlönd- um, þar sem púlsinn sló svo hratt. Og sjálfur var hann þá ör og einn og reynslulaus, og þráði að gleyma sjei, sleppa sjer. ALLT var nú þetta orðið draumur, ýmist illur eða góður, heimur, sem hann hvarf til endrum og eins. Og myndirnar halda áfram að líða hjá, hver annarri skuggalegri. Það er eins og martröð leggist yfir hann. — Heim til íslands með Guðríði, þar sem ekkert beið, nema fátæktin og fyr irlitning frændanna voldugu á Hóla- stað. En brotnar brýr að baki. Reiði og strangleiki meistara Brynjólfs vel- gjörðamannsins, er hann hafði brugð- ist. — Já, lífið heima, málastapp og sektir vegna barns Guðríðar og hans. Látlaust strit og þrældómur, beiskja og gæfuleysi. Og preststaðan á Hvalnesi. En sú tið! Hann hafði ekki verið öfunds- verður. Stórbokkar og steigurlætis- menn, sem kostuðu kapps um að troða niður af honum skóinn. Var það nokk- ur velgjörð af Brynjólfi biskupi, að vígja hann þangað? Var það ekki einskonar straff? Hvernig áttu þeir á Nesinu að taka hann alvarlega, með þá fortíð, sem hann hafði? Gátu þeir- sætt sig við að taka á móti slíkum manni sem sóknarpresti ? í raun og veru skildi hann þá. En skuggir.n var ekki minni fyrir því. En hvað var þetta mótlæti saman- borið við hitt, að missa Steinunni litlu, yndið og eftirlætið, og augup, þessi fallegu augu, döggvast við þá hugsun. — Nú hefði hann viljað leiða hana sjer við hönd úti, og benda henni á dásemdir umhverfisins, meðan hjarð ir loftsins allt í kring ljóðuðu um ljós- ið og lífið, blómin voru að gróa og skógarilmurinn barst að vitum hans úr Vatnaskógi og Saúrbæjarhlíð. — Hann lýtur höfði andartak, og það bregður birtu yfir þeldökkt, veður- barið andlitið. Guð, verði vilji þinn. OG NÚ er hann hingoð kominn að Saurbæ. Hann hafði þ.’áð skiptin og notið hjálpar góðra manna. Velgjörða- maður hans, >Árni lögrjettumaður Gíslason á Ytra-Hólmi, hafði átt drjúgan þátt í því. Og hans herra- dómi Brynjólfi Sveinssyni gat naum- ast dulist lengur, að sjera Hallgrímur bjó yfir þeim andans auði, sem ekki hafði fengið að njóta sín hingað til. Og var ekki mál til komið að leggja hann á vöxtu? Var ekki Saurbær ein- mitt sjera Hallgrími heppilegt setur? Náttúran fögur, en friðsæl byggðin. Prestakallið fremur fámennt, þó víð- lent væri, aðeins ein kirkja (heima- kirkjan), eftir að hálfkirkjan á Kala- stöðum hafði verið lögð niður. Jörðin að vísu ekki sjerstök kostajörð, en þó vel í meðallagi og fremur hæg. Og oft mátti þar fá bein úr sjó, er gat orðið drjúg búbót. Hyggindi biskups- ins, vitmannsins mikla, lágu sjálfsagt á bak við þessa embættisveitingu. Ef sjera Hallgrímur gat ekki notið sín þarna, varð honum ekki viðhjálpað. SJERA HALLGRÍMI var staður þessi ekki með öllu ókunnur. Hann hafði átt heima á Ytra-Hólmi, og þaðan var tiltölulega skammt að Saurbæ, þrátt fyrir slæmar samgöngur þeirrar tíð- ar, svo að ekki hefur farið hjá því, að hann hefur oft sjeð inn í Hval- fjörðinn, og án efa komið að Saurbæ oftar en einu sinni. Og þá þegar hef- ur hann tengst þessum stað, eins jg hulin hönd benti honum þangað. Og er hann reikar úti í náttúrunni, finnur hann til þess, ef til vill í fvrsta sinni á æfinni, að hann er kominn heim, svo vel fellur hugur hans saman við umhverfið, og hann er fullur þakk lætis við Guð og lofgjörð stígur hon- um af vörum. Að vísu er hjer enginn ytri glæsi- bragur af manna hálfu, síður en svo, en hann hafði ekki heldur haft frá miklu að hverfa. Hann lítur heim. Á hólnum við lindalækinn stendur fremur hrörlegur bær, og reykur stíg- ur þaðan upp í loftið, og nokkia faðma í suðaustur frá honum torf- kirkjan, lág og kumbaraleg, en skammt að baki henni heygarður og útihús. Verkefnin bíða til viðhress- ingar staðnum. — Það hafði verið gott árferði, veturinn mildur, nema einmánuður. Og sumar kom með sumri, svo að gróandinn er óvenju- mikill um þetta leyti. Kargþýft túnið með jarðíöstum klettum hjer og hvar er nokkuð farið að spretta og því horfur um góðan grasvöxt. —--------- En fljótt hverfa þankar hans frá þessum hlutum. Dýrleg vornáttúran með öllum sínum töfrum nær fastari og fastari tökum á honum. — Tjald- urinn trítlar í túnjaðrinum og tínir maðkinn með löngu mjóu nefinu. Stokkandarhjónin líða hægt um hálí- lygnu lækjarins. — Það er friður yfir öllu. Hátt í lofti sveimar hljóður máfur og hrossagaukurinn gneggjar hátt beint uppi yfir honum og boðar auð að gamalli trú. Vestan við túnið vellir spóinn graut, en dirrindí lóunn- ar er slungið inn í hina margþættu tónaröð. Rjett upp við fjöruna syndir æðurin í stórum hópum, með fagn- aðarsælu, sefandi kvaki, er blandast reglubundnum andardiætti hafsins, hljóðlátum sogum þessarar höfuð- skepnu. Heillandi bláma slær yfir baksviðið, Hvalfjarðarbotninn, Þyrilinn með tignum hamrabeltum og Múlafjall. En að baki þeim rís Ilvalfell og Botns- súlur, með fönnum hjer og hvar, ó- krýndar drottningar Hvalfjarðar- byggða. Hvílík sjón óþreyttu, opnu auga. — í suðvestri Akraf jall, er lok- ar Hvalfirði til hálfs. Á það slær dauf um roða aftansólarinnar. — Það minn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.