Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 27
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 407 KIRKJUR FÁNGANNÁ CHURCHILL ávarpaði einu sinni stríðsfanga í útvarpi á þessa leið: Stríðsfangar! Dapurleg er ævi yðar. Þjer eruð alveg á valdi óvinanna. Þjer eigið það undir góðmensku þeirra hvort þjer fáið að halda lífi, og undir geðþótta þeirra hvort þjer fáið nægi- legt viðurværi. Þjer verðið að hlýða fyrirskipunum þeirra, sitja og standa eins og þeim þóknast, og bera það alt með þögn og þolinmæði. Dagarnir eru langir, það er eins og tíminn dragnist ekki úr sporunum. Andrúmsloftið í fangabúðum er óholt, hvað góðar sem fangabúðirnar eru. Menn verða upp- stökkir og deila út af smámunum, og gera því hver öðrum lífið leitt. Þjer hafið það altaf á tilfinningunni að þjer sjeuð í búri, umkringdir af gaddavír og girðingum, umkringdir af vopn- uðum varðmönnum, heftir af reglu- gerðum og fyrirskipunum.-------- ALT ÞETTA og mikið verra urðu margir stríðsfangar að þola. En Ástra- líumenn tóku þessu eins og hetjur. Þeir horfðust í augu við ill forlög og ljetu þau ekki kúga sig. Þeir bygðu sjer kirkjur í fangabúðum Japana. — Með því fengu þeir hughreystingu og dáð til að þola hina illu ævi. Fyrsta kirkjan var víst bygð í Oes- apa Besar fangabúðunum á eynni Timor. Fangabúðir þessar voru um- girtar með gaddavír, og það var svo kaldhæðnislegt að þessar gaddavírs- girðingar höfðu Ástralíumenn sjálfir sett þarna 'til þess að verjast innrás Japana. Staðurinn var áður álitinn mjög heilsusamlegur, gríðarmiklar pálmaekrur fram að sjó. En þarna komu upp drepsóttir, vegna þess að engin læknislyf nje hjúkrunargögn voru til handa þeim, sem sárir voru. Japanar bönnuðu föngunum ekki að reisa kirkju, en þeir ljetu þá ekki fá neinn efnivið til hennar. En með ótrú- legri nýtni og fyrirhyggju var verkið hafið. Pálmatrjen voru höíð fyrir stoðir og súlur, en annað byggingar- efni var ekki nema gaddavír og pálma blöð. — Þess munU víst engln dæmi hvorki fyr nje síðar, að kirkja hafi verið bygð úr slíkum efniviði. Og hún var ekki helguð neinni sjerstakri trú nje kennisetningum. Hún var ekkert annað en guðshús fanganna. AÐRAR fangabúðir voru í Tand- jong Priok á Java. Þar voru fang- arnir hafðir í kofum, sem verkamenn við höfnina höfðu áður búið í, og um- hverfis þá var hin sjálfsagða gadda- vírsgirðing. í þessum fangabúðum voru þúsundir fanga frá ýmsum lönd- um: Bretlandi, Hollandi, Bandaríkj- unum, Ástralíu og Indlandi. í miðj- um þessum fangabúðum var reist feg- ursta kirkjan af öllum fangakirkjum. Ástralskur byggingameistari teiknaði hana og sá um smíði hennar. Og það voru eingöngu Ástralíumenn, sem að henni unnu. En listfengri menn frá öðrum löndum skreyttu hana. Og svo fengu fangarnir því til leiðar komið að stórt autt svæði var alt í kring um kirkjuna og þetta svæði gerðu þeir að hinum fegursta aldingarði. Yfirforingi Japana þarna var lið- legri en margir aðrir. Hann Ijet fang- ana fá ýmiskonar efnivið, svo sem timbur og sement, og var það eins- dæmi. En auk þess gátu fangarnir krækt sjer í ýmislegt. Þeir voru látnir vinna við höfn- ina og á hverju kvöldi báru þeir eitt- hvað á sjer innan klæða heim í fanga- búðirnar, eitthvað, sem að gagni gat komið við kirkjusmíðina og þeir höfðu komið höndum á niður við höfnina. Kirkjan varð meistarasmíð. Og það sem tók öllu fram var það að á henni var gluggi með máluðum rúðum. Ensk ur sjóliðsforingi, sem þarna var,/ kunni að mála á gler. Hann eyddi öll- um frístundum sínum í það. Að vísú hafði hann ekki annað en venjulegt gluggagler til að mála á, en í hönd- um hans urðu rúðurnar að listaverk- um. Á þeim voru táknmyndir þeirra hugsjóna, sem bandamenn börðust fýrir. — Japanar skildu ekki þessar Kirkjan í Tandong Priok.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.