Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 18
398 LESBOK MORGUNBLAÐSINS tímanlega og vorum komin á stöðina klukkutíma áður en lestin átti að leggja af stað. Vegna þess að aðrir voru rólyndari þennan morgun, gekk vel að hreiðra um sig, en hinir, sem komu á elleftu stundu, urðu að gera sjer ganginn að góðu. Það var spilað og sungið og áheyr- endurnir virtust skemmta sjer hið besta. Smám saman birti af degi og við fórum að lita út um gluggana. En útsýnið er ekki stórfenglegt á þessari leið. Aðeins skógiklæddir ásar. Það var fremur snjóljett og við fórum að kvíða að við gætum ekki sýnt Norð- mönnum skíðalistir okkar. LEIÐIN upp að Rena liggur yfir Raumariki, framhjá Eidsvoll, Hamar og Elverum, allt sögustaðir, að fornu og nýju. Lestin staðnærrist lítið eitt í Eidsvoll. Nokkrir fóru út til að kom- ast í betra samband við norska nátt- úru. En viðdvölin varð skemmri en búist var við. Við, sem inni sátum, vissum að hinir hefðu orðið naumt fyrir. Var þá liðið kannað og reyndist þá að einn vantaði. Það var Ingólfur. Var hafin leit, en án árangurs. Senr.i- legast hafði hann orðið eftir af lest- inni. Var ekki um slíkt að fást, enda vissum við að hann myndi bjarga sjer. Næsta stöð var Hamar. Nokkru eftir að lestin hefur stöðvast eiu klefadyrnar opnaðar og inn kemur enginn annar en týndi sonurinn, Ing- ólfur. Varð fagnaðarfundur og margs getið um hvernig hann væri kominn hingað á undan okkur. Sumir hjeldu því fram að þeir hefðu sjeð hann skjótast framhjá lestinni miðja vega milli Eidsvoll og Hamar. Reyndar er lestin fremur hægfara, ca. 60—70 km. á klukkustund. Þó þótti eftir atvikum vel af sjer vikið að ná meiri hraða á göngu. Að síðustu kom svo skýringin. Hann hafði komist upp í síðasta vagn- inn, en ekki náð sambandi við okkur, vegna þrengsla. Á STÖÐINNI á Rena tók á móti okkur formaður ferðafjelagsins, Osk- ar Börresen. Stóð þar matur á borð- um og var okkur veitt af mestu rausn. Var það ferðaf jelagið, sem sýndi þessa gestrisni. Við áttum svo að fá bíl nokk uð áleiðis en urðum svo að fara fót- gangandi um 7 síðustu kílómetrana fram að skíðaskálanum. Þegar við fórum að taka fram skíði okkar, höfðu nokkrir Norðmenn orð á því að þetta hlytu að vera miklir skíðakappar, ef dæma mætti eftir útbúnaðinum. Var ekki laust við að sumir kímdu um leið. Við reyndum að draga úr skíða- íærninni og sögðum, sem satt var, að sumt væri oýkeypt í Svíþjóð en ann- að smíðað heima. Nú kom bíllinn og tveir fylgdarmenn. Bílferðin tók ekki langan tíma, og nú var að taka til fótanna. Var töluvert tekið að rökkva. öllu dótinu var hlaðið á hestasleða, að undanteknum skíðunum, sem sum- ir kusu fremur að hafa á bakinu en fótunum. Áttum við nú fyrir höndum tveggja tíma ferð, því alt var uppí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.