Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 7
ROÐOLFUR BISKUP I BÆ OG KLAUSTRÍÐ í ABINGDON Eftir sjera Oskar Þorláksson FYRSTU ÁR KRISTNINNAR í MEIR en hálfa öld, eftir að kristni var lögtekin hjer á landi, var engu íöstu skipulagi komið á kirkjumálin. Kirkjan átti engan yfirboðara og þess varð ekki vart, að páfi eða erkibiskup gerðu nokkuð kristninni til eflingar. Eini maðurinn, sem ljet sjer annt um hina ungu kristni hjer á landi var Ólafur konungur Haraldsson hinn helgi. Hann hafði komist í kynni við nokkra íslendinga og kynnst ýmsum þeim annmörkum, sem voru á kristni- haldi á Islandi. Sjálfur var Ólafur konungur mikill trúmaður og áhuga- maður um viðgang kristninnar og átti erfitt með að skilja það umburðar- lyndi íslendinga, er lýsti sjer í því, að þeir mættu bera út börn og eta hrossa kjöt, og jafnvel blóta á laun, ef ekki yrði sannað með vottum. Hafði hann þau áhrif á ýmsa góða íslendinga að þetta var tekið úr lögum um eða laust eftir 1016. Þá sýndi hann hug sinn til hinnar ungu kristni hjer á landi með því að gefa við til kirkju á Þingvöllum og klukku, til minningar um kristnitök- una þar. Þá sendi hann hingað til lands hirðbiskup sinn Bjarnarð hinn bókvísa Vilráðsson, til þess að leið- beina landsmönnum um skipan kirkj- unnar mála, enda mun þess ekki hafa verið vanþörf. Á árunum frá kristnhökunni til 1056 eða þar til ísleifur Gissurarson er til biskups kjörinn, dvöldu hjer a landi allmargir prestar eða farand- biskupar, er komu hingað í þessu augnamiði. Um fæsta þeirra vitum við nokkuð að ráði. Flestir þeirra munu hafa komið frá Noregi, aðrir frá Orkneyjum, Þýskalandi eða jafn- vel frá Armeníu. Dvöldu sumir þeirra hjer aðeins skamma stund, en aðrir lengur og eftir að þeir fóru af landi brott er fátt eitt um þá kunnugt. Um Kol, biskup, er þess getið, að hann hafi dvalist hjá Halli í HauKa- dal og hafi andast hjer, eftir skamma dvöl og verið grafinn í Skálholti, — fyrstur biskupa í íslenskri mold. RÓÐÓLFUR BISKUP í BÆ Einn þeirra erlendu farandbiskupa, er hjer dvöldu lengst, var Róðólfur, biskup, er oftast hefur verið kenndur við Bæ í Borgarfirði og dvaldi hjer á landi um nær tvo tugi ára. Ari fróði nefnir hann Hróðólf og getur þess, að hann hafi dvalið hjer í 19 ár, telur hann og upp nöfn annarra erlendra biskupa, er hjer dvöldu. íslenskar heimildir eru furðu fáorð- ar um Róðólf biskup, en hans er að nokkru getið í erlendum ritum, svo að nokkra vitneskju má fá um ævi þessa merkilega manns. Hann var kominn frá Rúðuborg í Frakklandi og af tignum ættum. Var hann dansk- ur í aðra ættina og frændi Játvarðar, hins góða, konungs á Englandi, Emmu drottningar, Ríkarðs II, Rúðujarls og Róberts bróður hans, er var erki- biskup í Rúðu. (A. D. Jörgensen: Den nord. Kirkes Grundlæggelse, bls. 363 —477). Hafði Róðóifur fengið biskups vígslu, áður en hann fór þaðan með Ólafi konungi, á leið til Noregs 1015. Þar fjekk hann til forráða kirkju þá, er Ólaíur konungur ljet gera í Sarpsborg og helguð var Maríu mey, eins og frúarkirkjan í Rúðu. Af Róð- ólfi fara litlar sögur í Noregi, en af frásögn Adams frá Brimum má ráða, að hann hafi unnið þar dyggilega að útbreiðslu kristninnar. Sumarið 1029 eða skömmu eftir flótta Ólafs konungs, úr Noregi, fór Róðólfur biskup, þaðan til Brima á fund Liavizo, erkibiskups og sagði honum, hvað orðið hefði ágengt með. útbreiðslu kristninnar í Noregi, sjer- staklega í Víkinni. Erkibiskup tók honum með mestu sæmd og mun hafa hvatt hann að halda áfram kristni- boðinu og að hans undirlagi mun hann hafa farið til íslands. Róðólfi hefur eflaust verið kunnugt um Islandsferð þeirra Bjarnarðs hins bókvísa og Kols biskups og getað frætt erkibiskup nokkuð um ástandið í kristindómsmálum hjer á landi. Má og vera, að þeir hafi-þegar spurt frá- fall Kols biskups, eða að Róðólfur hafi haft fregnir af því, áður en hann fór úr Noregi. Þegar Róðólfur kemur til íslands sest hann að í Bæ í Borgarfirði og bjó þar í 19 ár (1030—1049) (Hung- urv. I. 65). Dvöl hans hjer á landi sýnir glöggt, hve mikið far hann gerði sjer um að efla og útbreiða kristnina hjer, og að hann hefur hugsað meira um eflingu guðsríkis hjer í fámenninu en hóglífi, auðævi og metorð meðal stærri þjóða. Hjer hafði hann litlar tekjur við að styðjast annað en það, er hann fjekk fyrir prestverk sín, sem varla hefur verið mikið. Um störf hans í þágu kirkjunnar er ekki mikið kunnugt, en þó mun hann, auk prestsstarfa sinna, hafa reynt að ráða nokkuð bót á þeim til- finnanlega skorti, sem var á kenni-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.