Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 10
JÓLAVIÐBÚNAÐUR í THULE Á NORÐ-VESTUR-GRÆNLANDI Eítir írú Sya Þorláksson Mikið íshrafl var á firðinum. JEG hef oft verið spurð að því, hvernig í ósköpunum við höfum getað lifað af skammdegis myrkrið í Thule á Grænlandi. Jeg svara þá ætíð: „Við höfðum alls ekki tíma til þess að taka eftir eða hugsa um myrkrið og hve af- skekt við vorum, því við höíðum svo mikið að gera við að undirbúa jólin, nýjárið o. s. frv.“ Það sjer enga dagskímu í Thúle í 3 mánuði, — en tungl og stjörnur lýsa þar fegurra og skærara en nokkurs- staðar annars staðar í heiminum, — svo ætla mætti að þetta væri nokkuð langur tími til hátíða viðbúnaðar, en við gátum ekki farið til kaupmanns- ins og keypt jólatrje viku fyrir jól, eða til slátrarans og pantað hangikjöts læri eða svínasteik svo jeg tali nú ekki um að hlaupa í biðirnar á sjálf- an aðfangadaginn og kaupa jólagjafir. NÝLIÐUM á verslunarstöðinni verð ur alleinkennilega við, þegar verslun arstjórinn fer að tala um það, ein- hverntíma í sept. að nú sje víst mál til komið að fara að hugsa fyrir jóla- trjenu. Þeir fá þá að vita, að í Tliúle er það siður að „búa til“ jólatrje úr grenistaurum, sem skreyttir eru kræki berjalyngi, en lyngið verður að sækja norður yfir Wolstenholmsfiörðinn áð- ur en fer að snjóa og fjörðinn að leggja. Krækiberjalyng er sjaldgæf vara í Thúle. Við biðum lengi eftir góðu ferðaveðri, og loks 22. sept. kváðu spakir menn óhætt að fara. Ferð þessi er orðin fastur siður. Allir „sem vettlingi valda“ vilja vera með. Verslunarstjórinn, presturinn, læknir- inn, hjúkrunarkonan og annað stór- menni er sjálfkjörið, en auk þess eins margir Eskimóar eins og vjelbáturinn getur tekið. Vjelbáturinn „Thúle“ helt því strax um morguninn frá verslunarstaðnum yfir til Eskimóa- þorpsins, sem liggur nokkuð vestar. Hjer bættíst mikill mannfjöldi við, einkum konur, og var glens og gaman á allra vörum. Eftir klukkutíma ferð komum við í ,,berjalandið“, en borgar ísinn var svo þjettur við ströndina, að það reyndist erfitt verk að stjaka róðrarbátnum í gegnum hann. ísjak- arnir flutu ekki einungis í sjónum, heldur þöktu þeir einnig ströndina. Þeir líktust geisistórum hvítum dýr- um eða fuglum, sem höfðu hópað sig saman á landi, eða vögguðu hægt og letilega á bylgjunum. Það fyrsta, sem við gerðum, er á land kom, var að reisa tjaldið og hita kaffi. Það var margt skrafað og nokkrar gamlar kon ur kveiktu sjer í pípum sínum. Því næst var haldið upp í hlíðarnar, til þess að rífa lyngið en einnig til að tína krækiberin, sem eru ágæt á bragðið, þegar ekki býðst annað betra. Bak við brattar fjallahlíðar tók við sjálfur Grænlandsjökullinn, óendan- legur og ógnþrúnginn. ísinn hafði þeg ar lagt ár og læki í læðing svo söngur þeirra var hljóðnaður en langt þarna niðri lá hafið, sem ennþá var ófjötr- að, og raulaði vögguvísur sínar við ísjakana. Alsstaðar í brekkunum gat að líta litskrúðuga sitjanda kvenn- anna, sem kepptust við að tína berin, skreyttar hvítum og bláum refaskinns brókum, sem námu við snjóhvít sel- skinnsstígvjel þeirra efst á læri. Þær líktust mest háfættum fuglum, flam ingóum, sem bugða hálsinn í matar- leit. HAFFLÖTURINN var spegilsljett- ur á heimleiðinni, en himininn glóði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.