Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 22
BJÖRGUN JÓNS GUTTORMSSONAR Eítir Jóhannes Friðlaugsson ÁRIÐ 1879 bjuggu bændur tveir á Hafralæk í Aðaldal í S.-Þingeyjar- sýslu, sem hjetu Friðlaugur Jónsscn og Jón Guttormsson. Báðir voru þeir fátækir og áttu all-margt barna og flest ung. Vatnsból var þannig á Hafralæk að á hlaðinu var brunnur, eitthvað 9—10 metrar á dýpt og var vatnið dregið upp úr honum með vindu. — Brunnurinn var allur hlaðinn upp úr grjóti, neðan frá botni cg upp á jarð- brún, en yfir brunninum var trjekassi þar sem vinduásinn var festur. Svo bar til á aðfangadag jóla, að kona Jóns bað dreng, sem þau áttu, að sækja vatn í fötu fyrir sig. Hleyp- ur drengurinn síðan út með fötuna. Eftir örlitla stund kemur drengurinn aftur inn til móður sinnar og segir henni að þegar hann hafi verið að vinda upp brunnfötuna hafi hún slitn- að úr festinni, eða festin bilað og sje fatan niðri í brunninum og ómögu- lega að ná vatninu fyr en búið sje að ná fötunni. Jón var viðstaddur þegar drengur- inn sagði móðir sinni,slysið með föt- una og segir að það muni verða ein- hver ráð með það að ná fötunni upp úr brunninum. Enda halði það komið fyrir nokkrum sinnum áður að brunn- festin hefði slitnað og fatan hrapað niður. Var þá venja að tveir karl- menn væru við það að ná henni. — Annar seig niður í bandi, en hinn stóð uppi yfir og hjelt í bandið. Gaf hæfilega eftir meðan niður var farið og dró svo upp manninn, þegar hann var búinn að ná fötunni. Fyrir kom líka að aðeins einn maður seig niður í brunninn. Var þá reipinu bundið í vinduásinn og hinn endinn látinn falla niður. Klifraði svo maðurinn niður brunninn og hjelt annari hendi í reipið en studdi sig með hinni við brunn- veggina, meðan hann var að leita að festu með fótunum. Höfðu þeir Haf''a- lækjarbændur oftar en einu sinni farið þannig niður í brunninn, án þess að þá sakaði. En ekki var talið ráðlegt að fara niður í brunna á þennan hátt, neirta þeir væru velhlaðnir og traustir að öllum frágangi. Rjett á eftir gekk Jón út ,og með honum þrír smádrengir, tveir sem hann átti sjálfur og einn sonur Frið- laugs. Var þá klukkan rúmlega eitt. Eftir öriitla stund koma drengir Jóris háorgandi inn til móðir sinnar og segja henni að pabbi sinn hafi farið niður í brunninn og brunnurinn hrun- ið niður yfir hann. Konan hraðaði sjer út, en trúði þó naumast frásögn drengjanna. Þegar hún kom út á hlað- ið kom Friðlaugur sambýlismaður Jóns heim á hlaðið. Hafði hann verið að taka kýrhey sitt í fjósheyinu, sem stóð sunnan og austan við bæinn og hafði hann heyrt hljóðin í drengjun- um þegar þeir hlupu heim og datt í hug að einhver drengjanna hefði máske dottið í brunninn. Þegar Frið- laugur og kona Jóns komu að brunn- ýium sáust verksummerki. Var brunn- urinn allur hrapaður upp að jarðbrún og Jón horfinn. Brá Friðlaugur þegar við og hleypur eins og orkan leyfir út í Garð, sem er næsti bær við Hafra- læk og ekki langt á milli. Þá bjó í Garði Baldvin Sigurðsson, smáskammtalæknir og Guðný Jóns- dóttir, kona hans. Voru þau hjón stödd í bæjardyrum þegar Friðlaugur kom þangað. Var hann þá svo móður af hlaupunum, að hann kom engu orði upp fyrst í stað. Segir nú Friðlaugur Baldvini frá slysinu og fara þeir síðan að ráðgast um hvað gera skuli. Kemur þeim fljótt saman um það að senda á næstu bæi og safna mönnum og hefja svo björgunarstarfið. En vonlitlir voru þeir um það að nokkrar líkur væru til þess að Jón væri lifandi í brunn- inum, eða mundi lifa svo lengi að hægt væri að bjarga honum, þótt hann hefði ekki marist til dauða þegar brunnurinn hrapaði saman, sem þeiin þótti þó langlíklegast. Enda virtist það alveg óskiljanlegt að nokkur lifði undir margra álna þvkku lagi af grjóti og mold. Sendi Baldvin þegar mann til næstu bæja og átti hann að kveðja saman alla vinnufæra karlmenn, sem þar voru. En Friðlaugur sneri þegar heim aftur og Baldvin með honum. Flutti Baldvin með sjer á sleða stórt segi, sem hann átti og talíu og enn fremur hálftunnu vel girta og alla járnvafða, sem hann átti og hafði verið notað við það að draga grjót og mold upp úr brunninum í Garði nokkru áður. Kom allt þetta sjer vel við björgunarstarfið og hefði það aldrei unnist á jafn skömmum tíma, sem rauð varð á, ef þessara hluta hefði ekki við notið. Á skömmum tíma söfnuðust nú svo margir menn heim í Hafralæk, að fleirum varð ekki við komið. — Voru nú trönur settar upp, yfir brunninn, og talían fest á þær, og var nú farið að draga upp grjót og mold og höm- uðust menn við verkið eins og frekast var hægt. Leið nú tíminn og gekk verkið vel, en þó var auðsjeð að ekki mundi verk- inu lokið fyr en einhverntíma um nótt ina eða næsta dag, ef það þyrfti að grafa allan brunninn upp. Fór nú að' dimma af nóttu og var þá seglið tekið og tjaldað áveðurs við brunninn og kveikt ljós svo hægt væri að halda vinnu áfram. Fóru þá sumir menn- irnir að hafa orð á því að best væri að hætta starfinu og láta það bíða framyfir jólahelgina. Kváðu þeir að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.