Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Blaðsíða 30
410 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS GOBANTAFL Þetta tafl er að minsta kosti 3000 ára gamalt og er fundið upp í Japan. Til þess að tefla það þarf í rauninni ekki annað en spjald eða blað með hæfilega mörgum reitum. Það er t. d. ágætt að hafa reitana jafnmarga og á skákborði, en þeir mega vera færri. Japanar bjuggu til reitana fyrst í stað á þann hátt að marka stryk í sand. Tveir menn tefla og merkja reitana með blýant eða penna, einn og einn í senn. Annar velur sjer merkið o, en hinn merkið x. Sá, sem fyr getur merkt 5 reiti samstæða í röð hefur sigrað. Það er sama hvort röðin er þvert yfir borðið, upp og ofan, eða á ská. Ef allir reitar eru merktir og hvorugum hefur tekist að setja 5 merki í röð, þá er jafntefli. RBCDEFGHJ x leikur, vinnur í 4. leik. SEXSTRYKA MYNDIR Margir gera það að gamni sínu aS teikna myndir með sem fæstum strykum. Hjer eru þrjár myndir og hver þcirra teiknuð með sex strykum. Fremst er golfleikari. f miðið er drengur að renna sjer niður handrið. Seinast er rnynd af veitingaþjóni. — Viljið þið reyna að teikna nokkrar myndír með sex strykum? Til þess þarf talsverða hugkvæmni og glöggt auga fyrir „líflínu“. Þetta er einfaldasta aðferðin og þá er altaf hægt að tefla ef menn hafa blað og blýant. En svo má einnig tefla það á skákborði með nógu mörgum peðum, eða þá með töflum, sem eru með tveimur litum (þá kemur t. d. hvítt í staðinn fyrir o og svart í stað- inn fyrir x). Líka má nota einseyr- inga og tíeyringa, hvítar tölur og svartar tölur, hvít glerbrot og mislit glerbrot, þorskkvarnir og brendar kaffibaunir, eða eitthvað annað. En hvor taflmaður ætti að byrja með 12 töflur. Þetta er einfalt, en skemtilegt tafl og hefur nú á seinustu árum farið sigurför um allan heim. Það barst frá Japan til Bandaríkjanna og varð brátt aðalskemtun æskunnar í tómstund- um. En það er eigi aðeins skemtun fyrir æskufólk, heldur jafnt fyrir alla, unga og gamla. Til þess að vekja áhuga manna hjer fyrir þessári skemtilegu og saklausu dægrastyttingu, eru birtar hjer tvær taflþrautir. Með því að athuga þær geta menn betur sjeð hvernig taflið er og um leið spreytt sig á því að ráða hvernig hægt er að sigra í hinum sýndu taflstöðum. Suör ól?á n ÓLFlS EINU SINNI sendi eitthvert blað sænska skáldinu August Strindberg nokkrar spurningar og bað hann að svara þeim hreinskilningslega Strind- berg gerði það, og hjer eru nokkrar spurningar og svör hans: 1. Hvað metið þjer mest í fari manns? — Að hann sje ekki smásmuglegur. 2. Hvað metið þjer mest í fari konu? — Móðurástina. 3. Hvað munduð þjer helst vilja eignast? — Lausnina á ráðgátu lífsins. 4. Hvað teljið þjer stærsta bölið? — Að missa sálar- og samviskufrið. 5. hvers óskið þjer mannkyninu helst ? — Afvopnunar. 6. Hvern fyrirlítið þjer mest af öllum mönnum, sem uppi hafa verið? — Maður hefur engan rjett til að fyrirlíta r.einn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.