Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 289 Landsfundurinn heitir á alla þjóð- holla íslendinga til fylgis við Sjálf- stæðisflokkinn. Flokkurinn boðar þá stefnu, sem hann frá öndverðu hefur barist fyrir, stefnu sjálfsbjargarvið- leitni, atvinnufrelsis og séreignar, stefnu lýðræðis og mannhelgi, viljann til að gera rétt og þola ekki órétt.stefnu stéttasamvinnu og þjóðfélagsfriðar, stefnu frelsis til handa einstakling- um og þjóðinni í heild, þá einu stefnu, sem er í samræmi við íslenzkt þjóðar- eðli og þjóðarþörf og tryggt getur hinni vaxandi íslenzku þjóð verðug lífskjör og farsæla framtið. Landsfunduíinn heitir • á alla góða íslendinga að efla þessa stefnu til sigurs, þannig að flokknum gefist færi á að sanna hvérs hann ér megnugur, þegar hann þarf ekki-að semja um þjóðmálin við andstæðingana, sem oft kann að vera óhjákvæmilegt, þótt það' sé ekki æskilegt. íslendingar eru nú márgir orðnir . langþreyttir á samstarfi ólikra flokka. Eina úrræðið til að losna undan því er að efla Sjálfstæðisflokkinn. Eng- inn annar flokur hefur minnstu mögu- leika til meirihlutavalds á Alþingi ís- lendinga. Með því að efla Sjálfstæðis- ílokkinn eflir þér yðar eigin hag og hgg þjoðarinnar- Llanríkismái Landsfundurinn iýsir eindregnum stuðningi við þá stefnu í utanrikis- málum, sem fylgt hefir verið undan- farin ár. Telur fundurinn sjálfsagt að íslendingar eigi vinsamleg skipti við allar þjóðir, en leggur þó áherzlu á það, að þeir hljóti ætíð að eiga nán- ast samstarf við þær þjóðir, sem hafa lýðræðislega stjórnhætti og standa vörð um hugsjónir sjáifstæðis, lýð- frelsis og mannréttinda. í samræmi við þessa meginstefnu telur íundurinn eðlilega aðild íslands að Sanieinuðu þjóðunum, Atlantshafs- bandalaginu, Efnahagssamvinnustofn- uninni og öðrum þeim alþjóðlegum samtökum, sem mynduð eru til vernd- ar friði og freísi einstaklinga og þjóða og til eflingar efnahagslegu sjálf- stæði þeiiTa. Öryggismál Landsfundurinn telur, að á meðan ekki verður grundvallarbreyliiig á á- standi í alþjóðamálum, sé nauðsynlcgt að tryggja varnir íslands með dvöl er- lends varnarliðs hér á vegum Norður- Atlantshafsbaiidalagsins. Fundurinn ef- ast ekki um, að þroski. og metnaður þjóðarinnar endist til þess að í’áða bug á þeim annmörkum, sem eru samfara slíkri dvöl erlends liðs um sinn í land- inu. Fundurinn varar við skemmdar- starfi kommúnista og aðstoðarmanna þeirra í þessum efnum, enda er það alkunnugt að sú hætta, sem ógnar freJsi og jafnvel tilveru þjóðarinnar, og gei’ir varnirnar óhjákvæmilegar, er sprottin af yfirgangi og ofbeldi hins alþjóðlega kommúnismá. Fundurinn telur, að vörnunum beri að haga svo, að þær verði að sem mestu gagni með sem minnstri trufl- un á þjóðlifinu, og auðvi.tað eigi ekki að hafa meira erlent lið í landinu cða lengúr en bi-ýn þörf er á, samanber ákvæði varnarsamningsins þar að lút- ándi. Jafnframt bendir fundurinn á, að eins og nú horfir eru sterkar varnir, þ. á. m. á íslandi, öflugasta trygging- in gegn því, að stórstyrjöld brjótist út, og verður þess vegna að halda þeim uppi þangað til oi'sakir núver- andi hættuástands eru horfnar. Þá vekur fundurinn athygli á því, að jafnvei eítii’ að fuliur varaniegur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.