Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 14
300 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ur verið ráðizt hér á landi og miða að bættum lífskjörum þjóðarinnar. Fundurinn telur að leggja verði allt kapp á að efla svo atvinnuvegi þjóð- arinnar, að hún geti staðið á eigin fót- um fjárhagslega, og að svo verði jafn- an búið að þeim, að þeir geti veitt mót- töku öllu því vinnuafli, sem fyrir er í landinu á hverjum tíma. Lítur fund- urinn svo á, að með stofnun Fram- kvaemdabanka ríkisins og með því fé ár Mótvirðissjóði, er hann jafnan hef- ur til umráða sé merkum áfanga náð að því marki, sem hér er stefnt að. Fundurinn lítur svo á, að tímabært sé að leggja niður Fjárhagsráð í nú- verandi mynd, og afnema jafnframt allt fjárfestingareftirlit, og felur mið- stjórn og þingmönnum flokksins að vinna að því, að svo verði gert. En að því leyti, sem nauðsynlegt þykir á hverjum tíma að takmarka fjárfesting- una, þá sé það aðeins gert með lána- starfsemi bankanna. Dýrtíðarmál Landsfundurinn leggur áherzlu á að allt verði gert sem unnt er, til þess að halda við jafnvægi í fjármálum, við- skiptamálum og atvinnumálum þjóðar- innar, svo að takast megi að koma í veg fi*r fyrir vaxandi dýrtíð í landinu. Vill fundurinn sérstaklega benda á þá hættu, sem í því felst, að stuðla að of- vexti í einstökum óvaranlegum atvinnu framkvæmdum, sem draga um of vinnu aflið frá nauðsynlegri framleiðslu landsmanna og hleypa þannig á stað nýrri óviðráðanlegri dýrtíðaröldu. Tel- ur fundurinn að stefna beri að því með festu, að komið verði á samvinnu á milli stéttasamtakanna og opinberra aðila um lausn þessara vandamála á grundvelli þeim, er siðasti landsfundur gerði tillögur um í dýrtíðarmálum. Er fundurinn þess fullviss, að á þann hátt verði verðgildi gjaldmiðilsins bezt tryggt, að þar með verði glæddur á ný sparnaðarvilji hjá þjóðinni. Telur fund- urinn það höfuðnauðsyn, þar sem vitað er að vantraust á gjaldmiðli þjóðarinn- ar er eitt erfiðasta vandamálið í efna- hagsmálum hennar. Verzlunarmál Landsfundurinn telur frjálsa verzlun eitt af frumskilyrðum fyrir góðri af- komu almennings. Þess vegna fagnar fundurinn þeim umbótum, sem orðið hafa í verzluninni á undanförnum þremur árum, með því að vöruskömmt- un hefur verið afnumin og innflutn- ingurinn að % hlutum leystur undan innflutningshöftum. Er þetta í sam- ræmi við stefnuyfirlýsingu flokksins fyrir síðustu alþingiskosningar. Fundurinn lýsir yfir þvi sem skoð- un sinni: 1. Að leggja beri áherzlu á að af- nema öll höft af innflutningsverzl- uninni. Fundurinn telur sjálfsagt að breyting sé gerð á fjárhagsráði í samræmi við núverandi verkefni þess og að það verði lagt niður strax og tök eru á að gefa allan innflutninginn frjálsan. 2. Að eðlilegt sé að einkaverzlun og samvinnuverzlun starfi hlið við hlið í frjálsri samkeppni og á jafnrétt- isgrundvelli, ekkí sízt að því er snertir skattamál. 3. Að miklu varði, að fjármagn bank- anna sé skipt í eðlilegu hlutfalli milli atvinnuveganna og að einka- verzlunin og samvinnuverzlunin fái þar sinn rétta skerf eftir hlut- fallslegri þátttöku í innflutnings- verzluninni. Fundurinn leggur áherzlu á það, að frjálst verðlag verði ráðandi í landinu þar sem hann telur að frjáls sam- keppni og eðlilegt vöruframboð tryggi almenningi bezt hóflegt vöruverð og fyrirbyggi svartan markað. Ber því að stefna að því örugglega að heilbrigt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.