Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 24
310 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frá landsfundinum Skipulagsnefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins. hafði til meðferðar skiplagsmál flokksins og starf. — (Pétur Thomsen hefir tekið ljósm., nema myndina á bls. 298, er Ól. K. Magnússon tók). Hrun og niðurfall penings alls stað- ar, svo færleikar dóu þegar á jól- um. Ekki varð vitjað kirkna vegna ófærðar, hvorki af prestum né sóknarfólki. Naumlega varð kom- izt fram á milli fjárhúsa og bæa. Sums staðar fennti fjárhúsin svo, að þau fundust eigi. Fennti hundrað hesta á Kjalarnesi, en 153 færleik- ar feliu undir Eyafjöllum, en 7 einir lifðu eftir í Skálholti. 1200 kúa horfellu eða voru afskornar frá Borgarfirði austur að Rangá. Hesta kaffennti á sléttum velli, en bæði þeir og sauðfé átu tré og torf- veggi. Hafís kom á þorra og lá all- an veturinn og fram nær að Jóns- messu“. 1639. Bauluhaust. Vegna frosta og norðan kulda, varð nær engin grasspretta um sumarið og urðu menn að lóga nautgripum sínum um haustið vegna heyleysis. 1648. Rolluvetur, “mjög harður með fjárfelli og ísalögum, kom á mán- uði fyrir vetur, harðnaði um jól og varaði til annars dags Hvíta- sunnu. Um Þorláksmessu (18. júlí) voru tún eigi alls staðcir uppleyst af snjóum", fyrir no^ðan og austan. — Þessi vetur var einnig nefndur Glerungsvetur. 1697. Vatnsleysuvetur, þvi að vatn hvarf fyrir frostum um land og „höfðu margir þar af þungar þraut- ir“. Það væri ekkert á móti því að þessi nafngiftasiður heldist, og væri þá jafnt minnzt hinna góðu áranna, sem hinna illu, eða árstíðirnar kenndar við hina merkustu atburði, er þá skeðu. Hvað mundu menn t. d. vilja kalla þennan seinasta vetur, er -var fádæma mildur um land allt? Hann ætti það skilið að eiga gott og fagurt nafn í sögu þjóð- arinnar, og mál til komið að vér förum að minnast björtu stundanna ekki siður en hinna dimmu. >——- SPAKMÆLI: Sá, sem fer illa með tímann, er venjulega sá fyrsti að kvarta yfir því, hvað tíminn er stuttur. FÖÐURSYSTIR JÓNASAR SKÁLDS Þegar Bogi Benediktsson fró Hrapps- ey var í Hólaskóla, var hann stundum í jólaleyfinu á vetrum hjá séra Pétri Péturssyni á Miklabæ, eða Vigfúsi Scheving sýslumanni á Víðivöllum. Var þá uppeldisstúlka hjá sýslumanni, Anna Þorsteinsdóttir, föðursystir Jón- asar skálds Hallgrímssonar, og felldu þau Bogi hugi saman og trúlofuðust. En séra Stefán Þorsteinsson ó Völlum, bróðir Önnu, segir í ættartölum sín- um, að Bogi hafi „ekki fengið þess ráðið fyrir sínum“ að kvongast Önnu, hafi hún þótt fátæk. Var hún friðleiks- stúlka og gjörfuleg og vildi Ari læknir Arason á Flugumýri einnig fá hennar, en hún giftist síðar séra Magnúsi í Steinnesi, syni Árna biskups Þórarins- sonar (Hannes Þorst.) —.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.