Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 18
304 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Allsherjarnefnd minmr á fyrri ályktanir landsfunda i raforkumálum. sem gerðar hafa verið til framgangs þeim málum undanfarin ár. Telur fundurinn hinar ýmsu virkjan- ir, sem nú eru í byggingu og undirbún- mgi, ásamt rafmagnsveitum, sem komn- ar eru um byggðir landsins, spor í rétta átt. Fundinum er Ijóst að raforkan er eitt mikilsverðasta atriðið til þess að skapa lifsþægindi og vinna gegn þvi, að fólkið flytji úr sveitum og kauptún- um landsins til kaupstaðanna. Allir hugsandi menn skilja þá þjóðfélagslegu nauðsyn, að jafnvægi megi verða i byggðum landsins og að framtíð þjóð- arinnar veltur á því, að landið verði ræktað og að sveitirnar byggist. En það verður bezt tryggt með því að fólkið út um byggðir landsins njóti ekki lak- ari lifskjara og þæginda, en íbúar kaup- staðanna. Raforkan er undnstaða iðnaðarins i landinu, sem er nú og verður þýðing- armikill þáttur í atvinnulífi þjóðarinn- ar. Fundurinn treystir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til þess að vinna eftirleiðis, eins og hingað til, með festu að framkvæmd raforkumálanna. Vmna ber að því, að fallvötnin verði virkjuð svo að nægileg orka verði fyr- ir hendi til venjulegrar heimilisnotkun- ar og vaxandi iðnaðar, svo að tak- mörkun og skömmtun á raforku þurfi ekki að eiga sér stað. Fundurinn telur, að hefjast beri handa um undirbúning stórvirkjana til nýtingar auðlinda landsins með stór- iðju og útflutning fyrir augum. Þá telur fundurinn mikla nauðsyn bera til að hraða lagningu rafmagns- veitna til þeirra býla, sem liggja á sam- veitusvæði. Til þess að flýta fyrir framkvæmd raforkumálanna telur fundurinn nauð- synlegt: 1. Að framlag til raforkusjóðs verði stóraukið frá þvi sem nú er. En hlut- verk raforkusjpðs er meðal annars að lána með góðum kjörum til einka rafstöðva (dísilstöðva og vatnsafls- stöðva) á þeitn býlum, sem vegna legu srnnar ekki geta fengið raforku frá stærri virkjunum. 2. Að framlag á fjárlögum til nýrra raforkuframkvæmda verði marg- faldað enda flestum orðið ljóst, að þessi liður fjárlaganna er mun lægri miðað við kaupmátt krónunnar, heldur en var fyrst eftir að raforku- lögin komu til framkvæmda. 3. Fundurinn telur að afla megi fjár til að hraða framkvæmdum með lántöku innanlands eða utan og telur miður farið, að ekki skyldi verða samþykkt frumvarp það um lántöku handa Rafmagnsveitum rík- jsiris er borið var írarr. aí Sjálfstseð- ismönnum á nýafstöðnu Alþingi. Fundurinn telur lántökur óhjá- kvæmilegar í þessu skyni vegna þess hversu nauðsynlégt er að hraða framkvæmdum, en greiðslugeta rík- issjóðs takmörkuð. Fundurinn telur miður farið, að frumvarp ■ Ingólfs Jónssonar og fleiri um í afofkulánadeild' við Búnaóarbank- ann hefur ekki náð fram að ganga, en þeirri deild er ætlað að veita hagstæð lán til greiðslu á heimtaugargjöldum. Fundurinn telur sjálfsagt að verð á rafmagni verði sem jafnast og fram- kvæmdum í raforkumálum verði þann- ig hagað, að landsmönnum verði gef- in sem jöfnust aðstaða til þess að hag- nýta raforkuna. • Áfercgismál Landsfundurinn leggur áherzlu á nauðsyn þess að vinna gegn ofnaufn áfengis og tóbaks i landinu og telur mikilvægt að gefa þessu alvarlega vandamáli meiri gaum en verið hefur, meðal annars með þvi að efla stai'fsemi bindindisfélaganna. Fundurinn telur nauðsynlegt að bi-eyta núgildandi áfengislögum i saxn- ræmi við fengna reynslu og þakkar dómsmáiaráðherra forustu hans um endurskoðun áfengislaganna. Var það miður farið, að Alþingi skyldi varpa frá sér þeim vanda að lögleiða skyn- samiega áfengislöggjöf. Funduinn leggur áherzlu á það. að haldið sé uppi í skólum landsins fræðslu um skaðsemi afengis fyrir and- lega og likamlega heilbrigði manna og hvetur æskuiýðs- og menningarfélög til þess að stuðla að áfengislausu íélags- og skemmtanalífi. Fundurinn telur ekki rnega dragast lengur að koma upp nauðsynlegum hælum fyrir áfengissjúklmga og telur eðlilegt að ríkið, sem hefur allan á- fengisgróðann, komi á cigin kostnað upp gæzluvistarhæli fyrir drykkju- sjúka menn, svo sem lagt var til í frum varpi Gunnars Thoroddsen og Kristínar L. Sigurðardóttur á síðasta þingi. Jafrcvægi í byggð landsins Lar.dsfundurinn lastur í Ijós ánægju

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.