Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 295 Menntamalanefnd húsnæðí og aðbúnaður skolanna veití stætt námsstarf nemendanna en nú viðunanleg skilyrði til þess, að hver nemandi geti tamið sér að vinna bæði sjalfstætt og í samstarfi við aðra innan skólaveggjanna og á þann hátt tileinkað sér sem bezt almennar verk- dyggðir og umgengnismenningu. Fundurinn telur nauðsyn, að hald- ið verði áfram nákvæmri athugun á fræðslukerfi landsins og öllu skóla- starfi, og jafnskjótt og nægileg reynsla af hinu nýja fræðslukerfi þykir vera fyrir hendi, verði fræðslulögin endur- skoðuð. Fundurinn bendir og á þá nauðsyn að fullt tillit sé tekið til atvinuhátta hvers fræðsluhéraðs og aðstæðna strjálbýlisins við framkvæmd fræðslu- laganna. Fundurinn telur nauðsynlegt, að sett- ar verði reglugerðir samkvæmt fræðsiu lögunum og m. a. verði eftirfarandi atriði gaumgæfilega athuguð: 1. Að namseíni skola landsms se rmð- að við hina öru þróun i atvinnu- maJum þjóðarinnar og þær breyt- íngar, sem orðið hafa á þjóðfélags- háttuni, en þess gætt. að samræm- ing námsefna og prófa hindri ekki sjálístætt starf skolanna. 2. Að félagsstarfsemi nementfa sé að einhverju leyti ætlað rúm á stunda- skrám og miðist markvisst aö þvi að atlka siðgæði þeirra, ábyrgðar- tilfinningu og þjóðhollustu. 3. Að skólabyggmgar, bókakostur og keniiklutæki miðist meira rdo sjálf- tíðkast. 4. Að islenzk tunga fái fyllilega að njóta sín i menntastofnunuin iands- ins með þeim þrótti og fegurð, sem hún býr yfir. 5. Að kennslu í söng verði skipaður sá sess j skólum landsins, sem hann verðskuldar vegna hins mikla upp- eldis- og menningargildis, sem hann hefur. 6. Að menntun kennara við alla skóla landsins hæfi þeim kröfum, sem gerðar eru til starfs þeirra. Landsfundurinn undirstrikar mjög eindregið'hvílík nauðsyn það er öllu skólakerfi landsins og þar með æsku- lýð þess, að menntun kennara geri þá sem bezt úr garði til að uppfylla þær miklu kröfur, sem þjóðfélagið nú og á næstunni gerir til þeirra um marg- þætt störf skólanna. Þakkar fundurinn forustumönnum Sjálfstæðisflokksins frumkvæði þeirra í því, að í þessa árs fjárlögum er uoklruð fé veitt til byggingar nýs kenn- araskóla og leggur áherzlu á, að bygg- ingu hans verði hraðað sem mest. Fundurlnn leggur áherzlu á, að rikis- sjóður inni af hendi lögboðnar greiðsl- ur til byggingar skólahúsa jafnóðum og þau eru reist og greiði þær skuldir við bæjar- og sveitarfélög, sem safn- ast hafa á undanförnum árum vegna skólabygginga, svo að byggingar nýrra skolahúsa þurfi ekki að lefjast aí þeim sökuœ. Fundurihn telur, að haldið skuli á- fram þeirri stefnu Sjálfstæðisflokks- ins, að styðja og efla iþróttahreyfing- una i landinu og að þvi beri að stefna, að sem flest æskufólk taki virkan þátt í íþróttastarfsemi. íþróttakennsla í skólum sé einkum miðuð við að vekja áhuga nemenda á aukinni likamsrækt og áherzla sé lögð á útiíþróttir og útivist. Fundurinn viðurkennir gildi þess, að háskólastúdentar njóti frjálsræðis við nám sitt, þar eð það auðveldar þeim að vinna fyrir sér, jafnframt þvi, sem það eykur þroska og ábyrgðartilfinn- ingu þeirra. Fhndurinn fagnar laga- setningunni urn lánasjóð stúdenta og telur hana stórt skref til tryggingar menntunar og afkomu stúdenta og tel- ur nauðsynlegt að hann verði efldur enn íneira. Skorar hann á ríkisstjórn- ina að sjá um, að fleiri námsmenn geti notið samskonar kjara og háskóla- stúdentar að þessu leyti. Landsfundurinn leggur áherzlu á, að hluð sé sem bezt að fræðaiðkunum, iistum og vísindum og lieitir á alla ís- lendinga að fylg.ia fast eftir kröfunni: HANDRITIN HEIM. Fundurínn varar við þeirri miklu hættu fyrir uppeldi og þjóðmenn- ingu iandsmanna, að kommúnistár bafi i skólum landsins færi á að spilla hugsunarhætti æskunnar. Kirkjumúl í'ur-durinr. bendir a þá stairejnd,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.