Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 10
296 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Samgönsurnálanel'nd a5 lýðstjórnarskipulag vort er þannig byggt, að það hvílir á grundvelli kristinnar trúar og hugsjóna og getur því aðeins þrifizt, að þróttur kristinn- ar lífsskoðunar fái notið sín í þjóð- félaginu, enda sýnir reynslan, að ein- raeðismenn telja sér nauðsynlegt að hrinda kristinni trú af stóli til þess að gera hugi manna móttækilega fyrir öfgakenningar þeirra og ofurvald og lítilsvirðingu á réttindum meðbræðra sinna. Því lýsir fundurinn yfir ein- dregnum stuðningi sínum við kirkju og kristindóm og telur það höfuð nauðsyn, að kristileg áhrif aukist með þjóðinni. Telur hann rétt að aðstaða kirkj- unnar sé efld þannig, að starfshættir hennar geti orðið fjölbreyttari og á- hrifaríkari eftir þörfum tímans. Landsfundurinn telur rétt og nauð- synlegt að ríkissjóður styðji söfnuði landsins til kirkjubygginga með hag- kvæmum lánum. Samgöngumál 1. Landsfundurinn telur, að góðar og öruggar samgöngur séu í senn nauð- syn fyrir margvislegan atvinnurekst- ur og greið viðskipti og jafnframt frumskilyrði þess, að byggð haldist í hinum strjálbýlli héruðum. Leggur hann þvi áherzlu á, að hraðað verði sem mest nauðsyniegum brúa- og vegagerðum um byggðir landsins og að vandað verði sem mest til lagn- inga þeirra og legu. Stefnt verði að því að auka notagildi veganna fyrir einstök byggðarlög með því að halda þeim opnum sem lengstan 'tíma ár hvert. 2. Fundurinn telur að meðal þjóðar sem byggir allar samgöngur sínar á landi á notkun bifreiða, hljóti þessi samgöngutæki að teljast til nauðsynja, og því beri að tryggja hæfilegan ár- legan innflutning og eðlilegan dreif- ingu þeirra ökutækja, sem atvinnulíf og samgöngur þjóðarinnar hafa mesta þörf fyrir. Haldið verði áfram fyrir- greiðslu við innflutning snjóbila til notkunar í snjóþungum landshlutum, er við erfiðar ’ samgöngur búa á vetr- um. 3. Landsfundurinn telur það sann- girnismál, að ekki verði krafizt sér- staks gjalds af útvarpstækjum í bif- reiðum þeirra manna, sem greiða slíkt gjald af útvarpstækjum á heimilum sínum. Jafnframt bendir fundurinn á að varhugavert sé að iþyngja til lengd- ar rekstri samgangna á iandi svo mjög með opinberum álögum, sem gert hef- ur verið mörg undanfarin ár. 4. Fundurinn leggur áherzlu á að bæta sem mest skilyrði fyrir flugsam- göngur víðsvegar um land. Hann telur og reynsluna hafa sýnt, að hagkvæmt sé fyrir íslendinga að stunda milli- landaflug og telur því mikilvægt, að ríkisvaldið efli flugfélögin eftir megni, til þess að geta eignazt nægilegar, full- komnar flugvélar í því skyni. 5. Fundurinn telur að stefna beri að því, að íslendingar verði siglinga- þjóð. Æskilegt sé því að auka skipa- stól þjóðarinnar með sem hagkvæm- ustum skipum, þar á meðal olíuflutn- ingaskipum, sem séu fær um að leysa flutningaþörf hennar. Það er skoðun landsfundarins, að hin gifturíka starf- semi Eimskipafélags íslands hafi stað- fest það, að þjóðinni beri að fela því forustu í þessum málum. Athugað verði, hvort ekki sé unnt að sameina starfsemi Eimskipafélags íslands og Skipaútgerðar ríkisins þannig, að Eim- skipafélagið taki að sér strandferðirn- ar og haldi uppi sem fullkomnustum samgöngum umhverfis landið. 6. Landsfundurinn leggur sérstaka áherzlu á það, að lokið verði sem fyrst lagningu sima á hvert byggt ból á landinu. Ennfremur beri brýna nauð- syn til þess að gera verulegar um-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.