Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 17
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 303 Kutorkumalunelnd um til þingflokksins að hann beiti sér fyrir á næsta Alþingi, að sam- þykkt verði frumvarp um þetta efni, er þeir Pétur Ottesen og Jónas Rafnar báru fram á síðasta þingi. Þá telur landsfundux-inn eðlilegt, að logákveðnum greiðslum úr ríkissjóði til framkvæmda, svo sem skólabygg- inga, hafnargerða og sjúkrahúsa, sem sveitarfélögum ber að sjá um, en ríkissjóði að styrkja, sé hraðað eftir því sem unnt er, og stefnt verði að því, að slíkir byggingarstyrkir verði greiddir eftir því sem verkinu miðar áfram. Landsíundurinn telur rétt, að fram fari endurskoðun á lögum um Bruna- bótafélag ísiands, með það fyrir aug- um, að sveitarfélögum verði gefið frjálsræði að semja um vátryggingar, þar sem hagkvæmast er. Heilbrigðismál 11. landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggur áherzlu á, að þeirri stefnu verði fylgt í heilbrigiðsmálum að treysta sem bezt samvinnu rikisvalds- ins, lækna og frjálsra samtaka áhuga- manna um heilbrigðismál. Enda hefur reynslan sýnt að það er heilladrýgst. Meginstefnuna í heilbrigðismálum telur fundurinn að eigi að vera fyrst og fremst að koma í veg fyrir þá sjúk- dóma, sem þekktar eru varnir gegn með sem víðtækastri heilsuvernd. í öðru lagi, að gert sé hið ýtrasta til að lækna þá sjúku. Þvi er nauðsyn- legt að vinna að því að koma upp vel búnum fjórðungssjúkrahúsum, þar sem staðhættir leyfa, og auk þeirra minni sjúkrahúsum þar sem hægt er að veita aðkallandi læknishjálp. Mætti reka þau í sambandi við elli- og ör- yrkjahæli til þess að reksturinn verði hagkvæmari (Héraðshæli). Fundurinn telur að flýta þurfi bygg- ingu hjúki-unarkvennaskóla, svo að ekki verði skortur hjúkrunarkvenna við þau sjúkrahús sem nú eru í bygg- inug og byggð verða á næstunni. Fundurinn telur mikilvægt, að kom- ið verði upp sem allra fyrst nauð- synlegum örorkuhælum fyrir bæði andlega og líkamlega vanheilt fólk. Fundurinn lýsir eindregnum stuðn- ingi sínum við hið merkilega og þjóð- nýta starf Samb. ísl. berklasjúklinga og bendir á þann mikla árangur, sem þar hefur náðst með frjálsum sam- tökum fólksins. Jafnframt hvetur fundurinn almenning til stuðnings við hið merkilega starf Krabbameinsfélags íslands og telur sjálfsagt að styrkja það og önnur hliðstæð félög, sem vinna að þvi að efla heilbrigði þjóð- arinnar og hjálpa því fólki, sem hefur orðið ýmsum alvarlegum sjúkdómum að bráð. Fundurinn telur að hraða beri svo sem auðið er byggingu bæjarsjúkra- hússins í Reykjavík og heilsuverndar- stöðvarinnar þar, svo og stækka þau sjúkxahús, sem fyrir eru, eins og fyr- irhugað er, enda mun skorturinn á sjúkrarúmum hvergi vera tiifinnan- legri en þar. Hagnýfing jarðhitans Landsfundurinn lýsir ánægju sinni yfir samþykkt Alþingis á tillögu Sjálf- stæðismanna um rannsókn á jarðhita og undirbúningi almennrar löggjafar um hagnýtingu hans. Leggur fundur- inn áherzlu á. að framkvæmd tillög- unnar verði hraðað sem mest, og bend- ir á þá staðreynd, að reynslan hefur þegar sannað, að hagnýting jarðhitans hefur mjög mikla þjóðhagslega þýð- ingu. Telur fundurinn hagnýtingu jarð- hítans mikilvægan þátt í viðleitni þjóð- arinnar til þess að tryggja efnahagslegt sjálfstæði sitt og bæta lífsskilyrði al- mennings. Raforkumál 'v. í Landsf undur S j álfstæðUflokksi ns

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.