Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 307 SVARTIR SKÓGARBIRNIR 38. Samt réð tala svo til mín: Sagt hvað hef eg nú til þín, burtu þér nú fer eg frá, fleirum það kunngera á. Svo gekk burt, og svefninn enti á svæfli þá. 39. Þegar eg nú vakna vann vaknaði líka samvizkan, næsta hjartað neyddist þá og nokkru stundu eftir á vildi eg heldur vera einn en virð- um hjá. 40. Mætti vera minnisstætt mér hvað var í eyra rætt. Væg mér, drottinn, vesælum, væg mér syni töpuðum, væg mér, herra, villtum sauð hjá vörgunum,- 41. Þú vitjaðir mildur mín, mig ei bræði deyddi þín, heldur frelsa herra mig af hvers kyns voða lífs um stig, af því vil eg ávalit treysta upp á þiR. 42. Sonar þíns fyrir sára pín sálin verður hólpin mín, þér með frómum sungið sé af sjónum, himni og jörðunni hrós, lof, æra, heiður, drottinn heilagi. 43. Er svo draumsins úti tal, á þó vanti mærðar hjal, vorkenna mér verður þjóð þó vanti stef í þessi ljóð, herjans dísa hlaut eg aldrei horna slóð. 44. Enginn betur kveður en kann, kvæðamál sér eignar hann, sem mér gerði Sviðurs bjór, sögulega nokkuð fcrr. Ekki á saman álft og gæs í einum kór. 45. Svo skal Hnikars-báru-björn í byljum ýmu Sóns á tjörn, heim að þagnar höfnum gá, hann ei lengur fljóta má, geðs í nausti lamaður, lúinn liggur sá. '—' TAKMÖRKUN Á ÁFENGISSÖLU Á Alþingi 1885 bar Einar í Nesi fram frumvarp þess efnis í efri deild að bannað væri að selja minna i einu af áfengum drykkjum en 40 potta, án sér- staks leyfis sýslunefndar eða bæar- stjórnar. Var frumvarpið samþykkt í deildinni með þeirri breytingu, að tak- markið var fært niður í 10 potta, en fell undir eins í neðri deild, er mun hafa talið eftirlitið ógjörning. SKÓGARBIRNIR eru skemmti- legar skepnur. Þeir finna alltaf upp á einhverju. Þeir eru mestu hermikrákur og óstöðugir í skap- lyndi, líkt og menn. Geta þeír verið bæði tortryggnir og uppstökkir, en aftur á móti eru aðrir geðgóðir og kátir. Þar sem þeir eru hafðir í haldi, verður þeim allt að leik, og þeir geta leikið sér að hverju sem er, gömlum hatti eða tómri tunnu, og mest gaman þykir þeim þegar á- horfendum er skemmt. Svarti björninn er mjög foryit- inn um allt, sem menn taka sér fyrir hendur. Stundum getur hann setið tímunum saman og horft á fólk, én þegar það er farið reynir hann að líkja eftir hinum einkenni- legustu töktum þess. Villtir birnir eru einnig mjög forvitnir um menn. Úti í skógi læðast þeir oft á eftir mönnum. Það er eins og allt sem menn gera, þyki þeim ákaf- lega merkilegt. Að eðlisfari eru birnir styggir. Þegar þeir verða varir mannaferða, leggja þeir þegar á flótta, ef þeir geta ekki falið sig. En þeir eru hug- rakkir og áræðnir þegar vjð önnur dýr er um að eiga. En óttinn við mennina hefur bjargað þeim. Ef svörtu skógarbirnirnir í Ameríku væri jafn óhræddir við menn eins og hinir brúnu frændur þeirra í Evrópu, þá er sennilegt að þeim hefði verið útrýmt fyrir löngu. Aldrei ráðast svartir birnir á menn að fyrrabragði. Það væri þá helzt birnurnar á meðan þær eru með litla húna. Ef hún er hrædd um húnana svífst hún einkis og þá er ekki gaman að mæta henni, því að hún er ógurlega grimm og beitir bæði klóm og kjafti, og ekki er að efast um kraftana. Birnir eru ein- hver allra sterkustu dýr. Þeir leika sér að því að rota naut með hramm -inum, og þeir brjóta 20 feta háan eikarstofn jaín hæglega og menn brjóta sundur eldspýtur. Öflugar gildrur þarf til þess að halda þeim. Þess eru dæmi að björn lenti í gildru, sem bundin var með hlekkjafesti við 300 punda þungan stein. Hann gerði sér hægt um vik, tók upp steininn og bar hann burt ásamt hlekkjaíesti og gildru. Svarti björninn er um 3 fet á hæð, þegar hann stendur á fjórum íótum, og um sex fet á lengd. Full- orðinn björn vegur 300—500 pund. Þyngsti björn, sem sögur fara af, var skotinn í Arizona árið 1921 og var sagt að hann hefði vegið um 900 pund. Stærsti björninn var skotinn í Pensylvanía 1923 og var hann 9 fet á lengd, en vóg þó ekki nema 633 pund. Á veturna leggjast birnir í híði, Iæggjast í híði annað hvort í holt tré, eða í helli eða jarðholu. Þar vefja þeir sig saman, leggja hramminn yfir nefið • og falla í dvala. En eftir því sem stendur í „Science News Letter“ (janúarhefti 1950) þá vita birnirnir alltaf af sér. Þeir falla ekki í dá, eins og sum önnur dýr, sem sofa vetrarsvefni. Meðan á þessum vetrardvala stendur, líklega seinast í janúar eða snemma í febrúar, elur birnan tvo eða þrjá húna. Þeir eru ósköp óburðugir nýfæddir, blindir, nær hárlausir og vega ekki nema svo sem hálft pund. Það þykir mörg- um undarlegt að annað eins slæki og birnan er, skuli ala slík afstyrmi. En þetta er öryggisráðstöfun nátt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.