Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 6
292 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sjávarútvegs- mái Formáli. Frá s.'ávarútveginum hafa undanfarin ár komið 95% af útflutningsframleiðslu þjóðarinnar. Framleiðsla sjávarafurða til útflutnings er og verður eitt aðal frumskilyrði þess, að hægt sé að lifa menningarlífi í landinu. Sjávarútvegurinn er á hverjum tíma háður aflabrögðum, kaupgjaldi og öðr- um tilkostnaði og verðlagi sjávarafurð- anna á erlendum markaði. Stendur út- vegurinn nú mjög höllum fæti vegna aflabrests á síldveiðum undanfarin átta sumur. Er aflabresturinn svo gífur- legur að svarar til, að-4500—2000 millj- óna króna verðmæti hafi farið forgörð- um miðað við meðalafla næstu átt ár á undan. Jafnframt því hefur kaupgjald og annar tilkostnaður hækkað miklu meira en svarar til verðlags afurðanna í mark- aðslöndunum. Til þess að mæta þeim hallarekstri, sem þannig hefur myndast hjá vélbátaútveginum var fyrst tekin ábyrgð á fiskverðinu af hálfu hins opin- berg en síðar er sú leið varð ófær voru bájaútyegsmönnum veitt sérstök inn- Sjávarútvegsmálanet'iul Kfc flutningsréttindi fyrir hluta af þeim gjaldeyri, sem fæst fyrir útflutnings- framleiðslu bátaútvegsins til þess að forða stöðvun hans vegna misræmis af- urðaverðs og kaupgjalds og annars til- kostnaðar. Landsfundurinn lítur svo á, að eitt höfuðviðfangsefni Alþingis og ríkis- stjórnarinnar sé að leitast við, með öll- um tiltækilegum ráðum, að gera þenn- an atvinnuveg sem tryggastan og hæf- astan til að skapa sem mesta og örugg- asta atvinnu. Kýmkun landhelginnar Fundurinn fagnar rýmkun landhelg- innar og telur, að með henni hafi verið komið í veg fyrir eyðingu fiskstofnsins og sköpuð sú vernd, sem nauðs.vnleg er til klaks og uppeldis nytjafisks í flóuni og fjörðum landsins. Telur fundurinn þessar aðgerðir einhverjar hinar þýð- ingarmestu, sem íslenzk stjórnarvöld hafa nokkurntíma gert og þakkar þeim ríkisstjórnum, sem markað hafa stefn- una í málinu og núverandi ríkisstjórn fyrir, hve vel og örugglega hún hefur haldið á því, síðan til átaka kom um það við erlenda aðila og er þess fullviss að svo verði framvegis. Yfirstjórn landhelgisgæzlunnar. Eftir rýmkun landhelginnar er enn brýnni nauðsyn en áður á fullkomnum varðskipum og öruggri framkvæmda- stjórn landhelgismálanna. Fundurinn lýsir ánægju yfir því, að dómsmálaráð- herra hefur falið sérmenntuðum manni framkvæmdastjórn landhelgisgæzlunn- ar og björgunarmálanna og þar með skilið þessi mál frá stjórn Skipaútgerð- ar rikisins og á þann hátt orðið við ítrekuðum óskum útvegsmanna, sjó- manna og slysavarnafélaga. Björgunarmál. Fundurinn telur að efla þurfi björg- unarstarfsemi á sjó með öflun nýrra björgunartækja, aukinni vörzlu á tal- stöðvum í landi og með vægu leigu- gjaldi talstöðva í opna vélbáta og með sem fyllstum notum varðskipanna í þessu skyni. Telur fundurinn, að aukið samstarf landhelgisgæzlunnar, Slysa- varnafélags íslands og Landsímans myndi horfa til heilla í þessu efni. Fiskirannsóknir og síldarleit. Landsfundurinn telur brýna nauðsyn á þvi að auka til stórra muna síldarleit og hagnýtar fiskirannsóknir í hafinu umhverfis landið. Sérstöku skipi, út- búnu fullkomnustu rannsóknartækjum, þ. á m. asdic-tæki, sé haldið úti i þessu skyni allt árið. Fundurinn telur nauð- synlegt að haldið sé áfram tilraunum með nýja og bætta veiðitækni til sild- veiða. Ennfremur verði lögð aukin áherzla á hagnýtar rannsóknir í sam- bandi við framleiðslu sjávarafurða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.