Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 305 Vitran og draunuir sr. Magnusar éturssonar á SÉRA Magnús Pétursson mun hafa fæðst nálægt aldamótunum 1600. Hann er orðinn prestur í Meðal- landsþingum 1628, l'ekk Kálfafell 1630, Lykkvabæarklausturspresta- ka!l 1640 og bjó á Mýrum, Kirkju- bæarklaustursprestakall 1659 og helt því til æviloka. Fekk umráð yfir Hörgslandsspítala og fluttist þangað 1661 og átti þar heima til æviloka. Hann varð prófastur í Skaftafellsþingi 1636 og var það til æviloka. „Hann var mikilhæfur maður, vel að sér, drykkfelldur til muna, svo að við lá að hann missti — sína yfir samþykkt þingsályktunartil- lögu Sigurðar Bjarnasonar o. fl. þing- manna um ítarlega rannsókn á því hversu bezt verði stuðlað að jafnvægi í byggð landsins, þannig að unnt verði að koma í veg fyrir fólksflótta úr dreif- býlinu, þar sem þó kunna að vera áeæt lífsskilyrði, ef nauðsynleg aðstaða er sköpuð til framleiðslu. Telur fundurinn, að mikil nauðsyn sé á því, að írumbýlingum, sem land- búnað vilja stunda, séu tryggð hagstæð lán með lágum vöxtum til kaupa á bú- stofni. Fundurinn telur hér vera um að ræða mikilvægt þjóðfélagsvandamál, sem verði að kryfja til mergjar og reyna að finna skynsamlegar leiðir til að tryggja það, að landið verði fullbyggt, en íbú- arnir safnist ekki allir á fáa staði. Þótt fundurinn telji ekki heppilegt, að ríkið hefji sjálft atvinnurekstur í þessu skyni, þá álítur hann sjálfsagt að miða hinar árlegu fjárveitingar ríkisins til ýmiskonar framkvæmda við það að stuðla að jafnvægi byggðarinnar, svo sem við verður komið. Þó lýsir fundurinn stuðningi sínum við hugmynd þá, sem sett var fram í frumvarpi Sjálfstæðismanna um at- vinnubótasjóð ríkisins. prestskap vegna afglapa af þeim ástæðum (1659—-60), kemur mjög við þjóðsögur, enda mjög hjáti'úar- fullur stundum þunglyndur og jaf'nvel sturlaður á geðsmunum“ (ísl. æviskrár). Hann var talinn ramgöldróttur og ákvæðaskáld. — Hann orkti „Tyrkjasvæfu“, er menn trúðu að hrinið hefði illilega á hinum serknesku ránsskipum, sem þá voru hér við land. Vitran sú og draumur, sem hér segir frá, birtist honum 1628 föstudaginn næsta fyrir jól og nóttina eftir. Var þá vont veður. Segist hann hafa verið „heim kominn af lítilli reisu í ljósa- skiftunum. Fellu þá í þanka minn þungir geðsmunir hastarlega.... að eg með reiðulegu sinni gramdist veðrinu, hvar um eg get ei fleira skrifað". Fyrirburðir þessir hafa þótt afar merkilegir, því að ekki eru færri en 31 afrit af þeim í Landsbókasafrý. Síðan var frásögn hans snúið í ljóð og var það lengi haft í miklum metum í Skaftafells- sýslu, og kunnu margir það utan- bókar. Hér er kvæðið tekið eftir minni Eyólfs Eiríkssonar, er lengi bjó að Efri-Steinsmýri í Leiðvallar- hreppi, skömmu áður en hann dó (1912). Ritaði Þorlákur sonur hans kvæðið, en um 1929 tók Lárus Stefánsson, bókhaldari í Eskifirði afrit af því, og er hér farið eftir afriti hans, en þó stuðst við hand- rit í Landsbókasafni. Eru þar 4 afrit kvæðisins og var aðallega bor- ið saman við handritið í hinni svo- nefndu „Grjótabók“. Orðamunur er nokkur og var því lítt skeytt, en á einum stað hafði orðið hausavíxl á niðurlagi vísna hjá Eyólfi, og hefur það verið leiðrétt samkvæmt „Grjótabók“, og á einstaka stað Öðrum hefur verið leiðrétt orðaiag, þar sem betur þótti fara. I afriti ai' frásögn séra Magnúsar sjálfs, hefur Gísli Konráðsson þessa fyrirsögn: „Sú dýrlega sjón og draumvitran séra Magnúsar Péturssonar“. 1. Lýðum vil eg láta í té ljóð þó tungan stirða sé ófær til að yrkja brag og aldrei komist hann í lag, hljóta efnin hér að ráða í hróðrar slag. 2. Fyrir mig hefur borið blað býsna gamalt, satt er það, þó er ei vert að þar fyrir því sé kastað stól undir, heldur menn til hugleiðingar hafi sér. 3. Anno 16 hundruð hjá herra Kristí burði frá átta og tvennir tugir með talan ára skrifast réð þá er sagt að þetta hafi þannig skeð. 4. Hér á landi hermi eg frá hirðir bóka einn var sá, sem veginn lífsins vísa réð verkum bæði og kenning með, , guð elskaði, gaf ei annað grand um féð. 5. Söngva hirðir sami var sem að þetta fyrir bar, hann þar sjálfur hermir frá hvað i vöku og blundi sá, séra Magnús sig réð Péturs son að tjá. 6. Eg, hann tér, með augum mín eg leit draum og þar með sýn furðanlega fyrir mér, fylgjandi á eftir fer, hana bið eg heyri menn og hyggi að sér. 7. En það vita mega menn hver mér hefur verið orsökin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.