Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 22
303 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS úrunnar. Menn verða að gæta þess, að birnan er í sjáli'heldu í hiði sínu ot* lær þar hvorki vott r.é þurrt í 3—4 mánuði, en verður að ala húna á mjólk. Ef húnarnir væri því til- tölulega jafn stórir og börn við í'æðingu, mundu þeir ganga svo nærri móður sinni að hún biði af því bana, og með því móti mundi kvnið deya út. Þegar húnarnir eru um 40 daga gamlir, fara þeir að sjá, en móðirin yfirgefur ekki híði sitt fyr en þeir eru orðnir þriggja mánaða gamlir. Hún er þá orðin mjög aðþrengd, grindhoruð og þófarnir á fótum hennar flagna af og hún verður svo sárfætt að hún á illt um gang. Eftir hina löngu föstu þolir hún heldur ekki nema léttmeti fyrst í stað. — Þetta veit hún og gætir mjög hófs fyrst í stað. En eftir hálfan mánuð eru þófarnir orðnir harðir aftur og meltingin í bezta lagi og hún má eta hvað sem hana langar í. Aga þarf börnin og kenna þeim Það er svo sem ekkert sældar- brauð fyrir birnuna að þurfa að ala upp tvo og þrjá húna, sem bæði eru gráðugir og óstýrilátir. Hún hefur engan til að hjálpa sér og hún verður að höfuðsitja húnana svo að björninn nái ekki í þá, þvi að hann þohr svo illa gáskann í þeim að hann mundi drepa þá, ef hann næði í þá. Birnan hefur því allt illt á hornum sér við hann fram eftir sumri, eða þangað til ástalíf þeirra hefst aftur. En þá er húnunum alveg ofaukið og skilja þeir ekkert í því. Það er því ekki að furða þótt birnan sé önug í skapi með köflum. En yfirleitt er hún húnunum mjög góð og ástrík móðir og óþreytandi kennari. Hún leikur sér við þá og gætir þeirra eins og sjáaldurs augna sinna En hún refsar þeim líka ef þeir eru óþægir. Þar vantar ekki agann. Þegar henni mislíkar við þá rass- skellir hún þá hispurslaust, og á þann hátt kennir hún þeim að hlýða. Hið fyrsta, sem húnarnir verða að læra, þegar þeir koma út í skóg- inn, er að klífa upp í tré, því að uppi í trjám er öruggasti staðurinn fyrir þá. Birnan byrjar á því að klífa sjálf og sýna þeim hvernig á að fara að því. Svo rennir hún sér niður og hvetur þá til þess að reyna. Þeir fara að klífa, en þegar þeir eru skammt komnir verða þeir annað hvort hræddir eða þá svim- ar, svo að þeir sleppa tökum og hlunkast niður. Fá þeir margar slíkar skrokkskjóður áður en þeir hafa fengið næga æfingu. En það er eins og þeim þyki gaman að því að detta, því að óðar leggja þeir á stað aftur. Þeir læsa klónum í trjá- stofninn, en taka ekki utan um hann, eins og margir halda. Þess vegna verða þeir að varast tré, sem eru með lausum berki eða farin að fúna svo að börkurinn sé laus. — Mamma kennir þeim að þekkja slík tré og forðast þau. Húnarnir leika sér mikið Stundum þegar henni leiðast ærslin í húnunum, rekur hún þá upp í tré til þess að hafa frið fyrir þeim. Og húnarnir verða fljótt leiknir í listinni. Þeir klífa upp í trjátoppa og fara ut á greinar,.sem eru svo veikar að þær svigna und- an þunga þeirra. Þar komast þeir upp á það að róla sér og þykir ákaflega gaman að, svo að þeir gæta sín ekki og róla sér svo hart að þeir hendast af greininni og hrapa til jarðar. En ekki láta þeir það á sig fá, heldur flýta þeir sér aftur upp í tréð til þess að leika hinn sama leik Yfirleitt eru þeir alltaf að leika sér og finna upp á mörgu, alveg eins og krakkar. Þeir stökkva, hlaupa í hring, fljúgast á, fara í feluierk og eru svo með alls konar hrekki við mönnnu sína. En þegar mamma segir þeim að koma og fá sér næringu, þá hættir allur lcikur og galgopaskapur samstund- is og þeir hlaupa á eftir henni inn í þéttan runna, þar sem henni finnst beztur felustaður. Þar sezt hún upp við tré og húnarnir koma og sjúga hana, og stundum heldur hún þá á þeim í fanginu og er þá hin ástúðlegasta og bliðasta. Hún- arnir hamast mjög á spenunum og það drynur i þeim af ánægju, svo að heyra má langar leiðir. Þegar húnarnir eru orðnir hálís árs gamlir fara þeir að eta „allt sem að kjafti kemur“. Mamma kennir þeim að veiða fisk, læsa í hann klónum. Hún kennir þeim að tína ber og ræna akornum af íkornum. Hún kennir þeim líka að veiða maura, en sú veiðiaðferð er þann- ig, að björninn stingur hrammin- um niður í mauraþúfu, dregur hann svo upp löðrandi af maurum og sleikir þá af hramminum. — Mamma kennir þeim líka að ná í hunang, en þar er nú vandinn meiri, því að býflugumar verjast hraustlega, og þessar litlu skepnur hafa oft rekið fullorðna birni á flótta, eða neytt þá til að sleppa tökum á tré og láta fallast til jarð- ar. Ef birnir komast upp á að eta svín, verða þeir ógurlega sólgnir í þau. Þess vegna kemur það oft fyrir að birnir ráðast inn í svína- stíur bænda, rota eitthvert svínið og hlaupa svo burt með það í fang- inu. Þola ekki hrekki Birnir reiðast mjög illa, ef þeir eru hvektir eða ginntir. Einu sinni ætlaði ferðamaður að ná mynd af skógarbirni í dýragarði og til þess að fá hann til að standa á aftur- fótunum, lézt maðurinn hafa eitt- hvert sælgæti handa honum og rétti upp hendina eins og hann hefði það í lófa sinum. En þegar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.