Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 699 Vegard Sletten ritstjóri: 8TARF8Í ÞRÓTTIR HÖFUNDURINN, Vegart Sletten ritstjóri, var einn í hópi norrænu blaðamannanna, sem hingað komu í sumar. Eftir beiðni hefir hann skrif- að þessa grein fyrir Lesbók. ENGIN ævintýr gerast lengur á þessari öld tækninnar. En sú vit- leysa! Ég skal segja þér frá ævin- týri sem tekur fram bæði ævin- týrinu af Ali Baba og Öskubusku. Það skeði í haust, að tveir ungir norskir piltar fóru í langferð, alla leið til Vínlands.. Þeir íerðuðust á stóru Atlantshafsskipi og með þeim fór jafnvel blaðamaður, til þess að segja frá öllu sem skeði í þessari ævintýraferð. En hvaða ferðalag var þetta þá hjá piltunum? Jú, þeir höfðu sýnt, að þeir voru snillingar í að plægja. Heima hjá feðrum sínum höfðu þeir gengið á eftir plóghestunum eða setið á traktornum og plægt svo þráðbeint og hæfilega djúpt, að engir komust til jafns við þá. Þeir fengu að vísu ekki kóngsdótt- urina og hálft konungsríkið fyrir þessi afrek sín, eða haía að minnsta kosti ekki fengið enn. En verðlaun fengu þeir, og blöðin skrifuðu um þá með stórum stöfum, og það var ekki svo lítilsvert. Alls staðar var talað um þessa duglegu pilta. Og þegar það írétt- ist svo, að langt úti í hinum stóra heimi væri einhver, sem teldi plægingu svo mikla list, að hann vildi gefa 25.000 króna gullplóg að verðlaunum handa þeim, sem skar- aði fram úr í þeirri íþrótt — já, þá geturðu reitt þig á að Hugur kom í norsku piltana að freista gæfunnar. Og svo lögðu þeir á stað í þessa langferð. Ekkert hefi ég heyrt um það hvernig þeir voru útbúnir með nesti og nýa skó. En föður annars þeirra sýndist það vera of mikil áhætta að láta drengina fara eina, svo að hann slóst í för með þeim. Við skulum vona að hann hafi getað greitt fargjaldið sitt sjálfur og hafi ekki þurft að fá lánað úr sveitarsjóði. Hann er sem sé gjald- keri sveitarsjóðsins á Kleppi á Jaðri, bezta landbúnaðarhéraði Noregs um 3000 ára skeið — eða allt frá bronsiöld. Heimurinn er stór, og hið nýa Vínland er líklega enn stærra, eft- ir því sem sagt er. Og það voru mikil býsn og undur, sem biðu norsku piltanna þar, og annan eins hrærigraut af óteljandi tungumál- um höfðu þeir aldrei heyrt. En æskulýðurinn nú á dögum er ekki síður hugrakkur en Ösku- buska var. Og norsku piltarnir gengu fyrir höfðingja landsins, heilsuðu honum hæversklega, sögðu hvað þeir hétu og hverra erinda þeir væri þangað komnir. Og þetta hefir fallið mönnum vel í geð, því að blöðin birtu ótal myndir af piltunum og skrifuðu greinar með stórum fyrirsögnum um þá og aðra, sem komnir voru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.