Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 751 ráðsson og Jóhann Sigurjónsson stuðlað manna mest. Og svo er frægð hans mikil sem útilegu- manns, að við búið er að enginn láti nú sannfærast um að hann hafi aldrei útilegumaður verið. Það má jafnvel búast við því, að þeir, sem séð hafa leikritið „Fjalla-Evvind“, geti ekki sætt sig við þá tilhugsun, að það sé í algjöru heimildarlevsi og þvert ofan í staðreyndir, að Ar- nes er gerður að einni höfuðper- sónu þess harmleiks. — ★ — Arnes hafði lag á því að koma sér vel við fangaverðina og ráðs- menn tugthússins, og eftir tillögu fangavarðar er hann skipaður varð -maður hússins 1. apríl 1786, „sem hinn dyggasti og heppilegasti sem völ sé á“. Jafnframt er hann þá levstur frá allri annarri vinnu, og fangelsisstjórnin segir að hann megi eiga von á gjöf fyrir starf sitt þegar árið sé liðið, ef hann ræki það vel. Svo er að sjá, sem Arnes hafi ekki þolað þessa upphefð, og gerzt ærið valdsmannlegur yfir sam- föngum sínum, því að hinn 21. okt. 1787 senda þeir Levetzow stiftamt- manni alvarlega kæru á hendur Arnesi. Er hún undirskrifuð af 11 föngum, bæði konum og körlum. Segjast þau aldrei vera óhrædd um líf sitt fyrir Arnesi, hvorki nótt né dag, þar sem hann hafi lyklavöld og sé með hníf á sér. Segjast þau óttast, að þegar hann opni á morgn- ana muni hann „með voðann koma og drepa nokkur af oss, ef ekki allt í hrúgu niður“. Segja þau síðan frá mörgum illyrðum hans og hót- unum um að drepa þau. Hafi hann og sýnt sig í því að vilja bana fólki, því að Jóni Þorsteinssyni hafi hann einu sinni ætlað að steypa útbyrð- is, er þeir voru á báti saman, en barið Jón Árnason og Einar Eiríks- son til óbóta. „Þar með aldrei að vera rólegur við oss, sem hann kall- ar djöfuls pakk með mörgum hræði -legum orðum og atvikum“. Levetzow skipaði ráðsmanni tugthússins þegar að rannsaka þetta mál raékilega og láta hýða Arnes ærlega, ef hann reyndist sannur að sök og svifta hann stöð- unni. Hef ég ekki getað fundið hvernig því lauk, en varðmanns- starfi sínu helt Arnes þrátt fyrir þetta. Þetta sama vor hafði Arnes sótt um lausn úr tugthúsinu „eftir 21 árs þjónustu“, eins og hann kemst að orði. En hann fekk ekki lausn að því sinni og getur Hannes Þor- steinsson þess til að skap hans hafi harðnað við þau vonbrigði. í júlí 1791 strauk einn fanginn, Jón Þorsteinsson að nafni, um nótt úr fangahúsinu. Skipaði stjórn hússins þá fangaverði og ráðs- manni að rannsaka hvort Arnes varðmaður hefði átt nokkra sök á því og tilkynna það þá þegar. Sást á því að þá hefur Arnes enn haft þetta starf með höndum. — ★ — Með konungsúrskurði 27. janúar 1792 fekk Arnes svo lausn úr fang- elsinu, eftir að hafa setið þar í 26 ár. Hefur hann þá verið orðinn 73 ára og ófær til allrar erfiðisvinnu, enda mun hann hafa átt fremur illa ævi í tugthúsinu, hafi líkt gengið yfir hann þar og aðra, því á þess- um árum dóu þar fleiri og færri úr hungri og illri meðferð á hverju ári. Þess er getið um einn fanga þar, Þorstein Þorsteinsson að í febrúar 1787 hafi hann sótt um lausn úr tugthúsinu, vegna þess að þá sé flestir fangarnir veikir af skyrbjúg, en sumir dauðir úr hor og hungri. Segir Þorsteinn, að ef hann fái ekki lausn úr þessum kvölum, þá óski hann að líf sitt verði sem fljótast af tekið, þó ær- lega en ei með drætti löngum í hor og hungri. Mikilli hörku var beitt við þá fanga, er eitthvað brutu af sér. — Þannig var fangaverði fyrirskiþað að setja Jón Þorsteinsson í dróma þegar hann náðist aftur. í gerða- bók tugthússtjórnarinnar er þess svo getið árið eftir að hann sé orð- inn aumingi af illri meðferð, og var þetta þó ungur og hraustur maður. Fleiri dæmi af þessu tagi þarf ekki að taka hér, þau nægja til að sýna hvernig ástandið var í fangnhúsinu meðan Arnes var þar. Og hann var þar lengst allra Sinna samfanga. En vera má að hann hafi sloppið betur en þeir, því að hann vann löngum hjá stiftamtmanni á Bessastöðum, og svo befur hann fengið meira að eta en aðrir fangar eftir að hann varð umsjónarmaður eða varðmaður í tugthúsinu. Ekki verður séð hvert Arnes hef- ur farið þegar hann var laus úr hegningarhúsinu. Ilann er ekki talinn í sálnaregistri Revkjavíkur árið 1793. Og síðan kemur stór gloppa í sálnaregistrið og vantar algjörlega í árin 1794—1796. En árið 1797 er Arnes heimilis- fastur í Grjóta og talinn húsmaður þar og eins árið eftir. Hann er svo heimilisfastur í Grjóta fram til 1804 og er þau árin ýmist talinn örvasa, ómagi og niðurseta. Þess er getið í húsvitjunum að hann hafi aldrei verið fermdur og sé ólæs. Hann mun svo hafa venð fluttur út í Engey vorið 1804 og er þar til dauðadags 7. september 1805. Hann er grafinn 11. septem- ber í gamla kirkjugarði Reykjavík- ur við Aðalstræti. Ekkert er um það vitað hvort Arnes var nokkuru sinni við kven- mann kenndur, áður en hann fór í tugthúsið. En á meðan hann var þar eignaðist hann tvö börn með fanganum Arndísi Jónsdóttur, sem seinna átti heima í Skálholtskoti í Reykjavík. Er talið að ættir sé frá þeim komnar. Lýkur svo hér þess- ari sögu Arnesar. Á. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.