Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 20
754 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS bæ sínum. Það varð til þess, að börn voru hálfhrædd við þessi hjón og báru kala til þeirra. Strákar gerðu þeim stundum glettur. Meðal þeirra var Karl, sonur Magnúsar, sem nú er dáinn fyrir fáum árum, kominn á eíri ár. Karl heitinn var vitur maður og góður og dugandi sjómaður, en nokkuð ófyrirleitinn og fyrirtektasamur í æsku. Frá því sagði hann á efri árum, að þegar hann var strákur, hetði hann, og annar strákur til, laumast heim að Gerðum á einu dimmu vetrarkvöldi á vökunni. Þeir gengu að baðstofu- glugganum og horfðu inn, en vör- uðust að láta sjá sig. Borð stóð út við gluggann, og við það sat ,hús- fáðandi og var að lesa húslestur við Ijós olíulampa, er hekk innar- lega í baðstofunni, en heimafólk sat þegjandi á rúmum sínum og hlýddi á lesturinn. Gat var á glugga póstinum, til þess að hleypa hreinu lofti inn. Strákarnir voru nýbúnir að eignast vatnsbyssu, og nú stungu þeir stútnum á henni inn um póst- gatið og sendu vatnsgusu mikla inn í baðstotuna. Þeir ætluðu að hitta húsráðanda við húslesturinn, en til afirar ógæíu hittu þeir lampaglasið, sem auðvitað sprakk og ljósið drapst samstundis og fóikið sat eftir í myrkrinu, og var húsiestr- inum þar með lokið. I einni svipan var Páll gamli kominn út og elti nú sökudóigana, en þeir flýðu í dauð- ans oíboði upp í heygarð, steyptu sér ofan í eina geilina og létu þar fyrirberast, unz leitinni var hætt. Hálígaman haíði Magnús af þessu, og öðrum tiltektum sonar síns, ekki sízt ef hann var dálítið hýr, sem oft kom íyrir. Þorbjörg í Gerðum lifði mann sinn. Þegar hún dó, sagði Magnús lát hennar á þessa leið: Tobba í Gerðum tók sér fexð á hendur upp í háan himnarann að hitta Pál, sinn eiginmann. Sigurður Sigmundsson og Gyða, kona hans, voru Skaftfellingar að ætt. Þegar þau voru í tilhugalífinu fyrir 70—80 árum, fór Gyða eitt sumar austur í átthaga sína að finna ættingja og vini. Til þeirrar farar fékk hún lánaða ágæta, jarpa reiðhryssu, er Magnús átti. Hryss- an meiddist svo mikið í ferðinni, að það varð að slátra henni um haustið. Magnúsi þótti vænt um Jörp sina og vildi ekki slátra henni sjálfur, en lét Ólaf nokkurn í Móa- koti gera það og fá af henni kjötið. Þá kvað Magnús: Mig vill stanga mæðan skörp, mér finnst langur skaðinn, Ólafur svangur étur Jörp, ég má ganga í staðinn. Þau Sigurður og Gyða bjuggu á jörðinni Grímsfjósum í nokkur ár. Sigurði þótti vænt um býlið og kallaði það í gamni Landið og sjálf- an sig Landshöfðingja. Þau Gyða eignuðust fjóra sonu og þrjár dæt- ur. Eitt sumar, þegar börnin voru orðin stálpuð, tók Sigurður sér há- degisblund á heitum sólskinsdegi, en drengirnir voru að leika sér á bökkum Löngudælar. Var þá ein- um þeirra, Jóni, fleygt í dælina, viljandi eða óviljandi, en hann náðist aftur lifandi. Um það kvað Magnús: Landshöfðinginn lá og svaf, lítið vissi um hrekki. Drengurinn fór á dauðans kaf, en Drottinn vildi hann ekki. Yngsti sonur Sigurðar og Gyðu heitir Kristinn. Hann kom oft á heimili Magnúsar, þegar hann var barn og unglingur. Karítas, kona Magnúsar, tók drengnum vel og var honum góð, en Magnúsi var ekki um komur hans gefið, kallaði hann Landshöfðingjagotið og kvað um hann vísur, svo sem þessa, er hann orti um Kristinn þegar hann var milli fermingar og tvítugs og fór að róa til fiskjar, eins og aðrir ungir menn í verstöðvum Islands: Baróninn sér brá á flot, burði hefur nóga. Landshöfðingja látið got líka fór að róa. Baróninn í vísu Magnúsar var Einar í Garðhúsum á Stokkseyri, kominn á efri ár, er Kristinn var ungur. Einar var dugandi formaður og barngóður og tók jafnan drengi nágranna sinna á skip sitt, er þeir höfðu aldur og þroska til, þar á meðal Kristinn. Einar var glað- lyndur, viðræðugóður og dálítið upp með sér. Þess vegna fekk hann viðurnefnið Baróninn hjá Magnúsi. Haustið 1915 flutti járnsmiður einn frá Reykjavík til Stokkseyrar, settist þar að og átti þar heima í tíu ár. Magnúsi þótti gaman að sjá hann vinna og var hjá honum öll- um stundum þessi fimm ár, sem þeir áttu eftir að vera nágrannar. Lét hann þá vísurnar óspart fjúka, því að hann orti um allt og alla og fann alls staðar yrkisefni. Járn- smiður þessi hafði Kristinn Sig- urðsson oft í vinnu og fann þá brátt, að hann var í litlu áliti hjá Magnúsi og sveitungum sínum yfir höfuð, en járnsmiðnum reyndist hann hinn bezti, bæði sem hjálpar- maður og vinur. Eitt kvöld voru þeir að reka járn af kappi miklu og hoppaði þá Kristinn upp í lamp- ann. Magnús kvað: Lampinn hefur lítið þol, líklega það sérðu, hufðu engin handaskol, haltu kjafti og berðu. Einu sinni var Kristinn líka að bora járn í borvél. Kemur hann þá með stykki úr vélinni, sýnjr smiðnum, og segir um leið og hann bendir á nagla í vélinni: „Þetta datt úr, af því að þessi nagli er of linur“. Smiðurinn sér að vélin er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.